blaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 blaðiö VEÐRIÐ í DAG AM0RGUN VÍÐA UM HEIM Hægviðri Hægviðri víðast hvar, hvassast á Vestfjörðum, norðaustan 10 til 15 metrar á sekúndu. Snjóar á Vest- fjörðum en annars úrkomulítið. Hiti víðast um og yfir frostmarki. Kólnandi veður Norðan 10 til 15 metrará sekúndu, él norðantil en bjart að mestu sunnantil. Kólnandi veður. Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Frankfurt 17 m 13 s 13 9 7 Glasgow Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Montreal 9 New York 9 Orlando 2 Osló B Palma w París 9 Stokkhólmur 4 Þórshöfn 7 19 7 21 11 6 4 England: Kristnir nemar ósáttir Félag kristilegra stúdenta við Exeter-háskóla í Englandi hefur höfðað mál gegn stúd- entaráði skólans og sakar það um mannréttindabrot. Félaginu var úthýst úr ráðinu og bankareikningur þess frystur. Ástæðan er að sögn talsmanna stúdentaráðsins sú að félögin eiga að vera opin öllum og mega ekki mismuna nemend- um, en þetta félag krefst þess af öllum sínum meðlimum að þeir skrifi undir yfirlýsingu þess efnis að þeir trúi á Guð og frelsarann. Svipuð mál hafa komið upp í fleiri háskólum í Bretlandi og fari svo að félagið vinni málið er talið að fleiri málssóknir fylgi í kjölfarið. Kópavogur: Innbrotsþjófar handteknir Lögreglan handtók þrjá menn í gærmorgun sem höfðu brotist inn í hús í vesturbæ Kópavogs. Tóku þjófarnir til fótanna þegar lögreglu bar að garði en lögfeglan fann þá í fjöru þar sem þeir reyndu að fela sig. Þeir eru einnig grunaðir um innbrot í Hafnarfirði. Mennirnir voru allir á tvftugsaldri og er talið að þeir hafi ætlað að afla sér tekna fýrir kaup á fíkniefn- um. Málið er til rannsóknar. blaði Blaðið kemur næst út þriðjudaginn 9. janúar. Kærleiksverk hjóna í Krónunni um áramótin: Borguðu matinn fyrir aldraða konu ■ Ekki nóq inni á kortinu ■ Þakkaði í qeqnum Óskastundina Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net „Ég á ekki orð yfir elskusemi hjón- anna sem borguðu matinn fyrir mig. Ég vil meina að þetta hafi verið send- ing frá Guði og ég bið fyrir þessum hjónum á hverju kvöldi," segir Að- alheiður Samsonardóttir. Þegar Að- alheiður, sem er áttræð og býr ein, ætlaði að greiða fyrir matvörurnar sem hún keypti í Krónunni laugar- daginn fyrir áramótin kom í ljós að ekki var næg innistæða á debetkort- inu hennar. „Ég var búin að sjá að Landsbank- inn var opinn þannig að mér datt í hug að hringja í íslandsbanka til að athuga hvort hann væri ekki opinn líka, en það svaraði enginn. Ég kalla hann nú alltaf íslandsbanka þótt hann heiti nú Glitnir. Ég bað þá afgreiðslumanninn að kanna hversu mikið væri inni á kortinu og svo fór hann að tína vörur upp úr pokanum. Þá sögðu hjón sem voru að baki mér að þetta tækju þau ekki í mál og sögðust þau vilja borga fyrir mig. Það skein svo mikill kærleikur frá þeim,“ segir Aðalheiður. H Vann líka mat í bingói Hún kveðst borða hádegismat nokkrum sinnum í viku í félagsmið- stöðvum fyrir aldraða en fá sendan mat heim í hádeginu um helgar í gegnum félagsþjónustuna. „Ég var að kaupa ýmislegt til að eiga þar að auki um áramótin. Þetta var enginn óþarfi, heldur ávextir og svoleiðis." Þar sem Aðalheiður veit ekki deili á hjónunum sem greiddu matvælin fyrir hana ákvað hún að senda þeim þakklætiskveðju í gegnum Óskastundina í Ríkisútvarpinu. „Gerður G. Bjarklind, sem sér um þáttinn, kom í félagsmiðstöðina úti á Aflagranda til að lesa fyrir jólin en þangað fer ég oft. Ég ákvað þess vegna að hringja í hána og biðja hana að senda hjónunum lagið Hvað boðar nýárs blessuð sól. Mér finnst það svo ofboðslega fallegt. Ég vona svo sannarlega að hjónin hafi heyrt kveðjuna.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lánið leikur við Aðalheiði. „Guð er svo góður við mig að ég er tvisvar búin að fá góða vinninga í bingóí. Núna fyrir jólin fékk ég kofareykta hangi- kjötsrúllu sem kostaði 3.000 krónur. Og það voru gular og grænar baunir Góðvild þökkuð i Óskastundinni Gerður G. Bjarklind útvarpskona með og einnig rauðkál, súpupakki, kaffipakki, ávaxtadós og handklæði. Þetta var allt í einum vinningi og kortið kostar ekki nema 100 krónur.“ Fyrir utan að spila bingó sér til afþreyingar tekur Aðalheiður stundum í saumavél. „Ég saumaði mikið í akkorði í Sjóklæðagerðinni og Belgjagerðinni áður fyrr. En núna tek ég bara í vélina fyrir mig. Það er þá helst þegar ég þarf að þrengja sem betur fer.“ Gerður G. Bjarklind, umsjónar- maður Óskastundarinnar, segir þetta ekki vera í fyrsta skipti sem hún er beðin um að koma þakklæti á framfæri. „Það hefur reyndar ekki verið í þessu formi áður en tvisvar hefur fólk beðið fyrir kveðju til veg- farenda sem hafa aðstoðað þegar það hefur sprungið á bílnum hjá því. Fólk hefur einnig þakkað fyrir ýmsa Svíþjóð: Lítið áfengi á Netinu Flestar þær heimasíður sem hafa boðið Svíum ódýrt áfengi til sölu lögðu niður starfsemi sína í lok síðasta árs. Tollayfirvöld gerðu sérstakt átak og gerðu . 258.000 lítra af internetalkó- j hóli upptæka á árinu en til samanburðar voru 41.000 lítrar gerðir upp- tækir árið áður. Fólk sem kaupir áfengi á Netinu getur verið sótt til saka fyrir smygl og skattalaga- brot og því hefur markaðurinn fyrir þetta áfengi minnkað svo mikið að einungis örfáar slíkar síður eru enn starfræktar. Hafrannsóknastofnun: Loðnan horfin sporlaust „x'íivj vuuui uivivui diiyggjuiii við höfum ekki séð þann árgang sem á að halda uppi veiðunum," segir Þorstei|n Sigurðsson, sviðsstjóri nýtjastofnasviðs hjá Hafrann^knastofnun. Skip stofnúnarinnar hafa ítrekað leitað að loðnu í haust en án árangurs. Rannsóknaskipin Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson héldu í þriðju leitina skömmu eftir áramót og eru nú stödd við norðanverða Vestfirði. Þorsteinn segir erfiðlega hafa gengið að ná stofnmælingum á undanfórnum árum.„Það hefur gengið illa og var sýnu verst á siðasta ári. Ef nýliðun- arbrestur hefur átt sér stað hjá stofninum þá gætum við verið í slæmum málum.“ 20-50 % AFSLATTUR Opið: LAUGARDAG 10-16 SUNNUDAG 12-16 Mörkinni 6, sími 588 5518 Viðskiptanefnd til Kasakstans: I fræðsluferð heim til Borats f júní næstkomandi fer viðskipta- sendinefnd á vegum Útflutnings- ráðs til Kasakstans, heimkynna Borats, fréttamannsins fræga sem grínistinn Sacha Baron Cohen leikur. „Menn voru reyndar búnir að koma auga á Kasakstan áður en myndin um Borat var sýnd en hann opnar augun bara enn betur. Ef ég ynni fyrir þetta land myndi ég nýta hann í botn,“ segir Guðjón Svans- son, forstöðumaður nýrra markaða hjá Útflutningsráði. Hann segir íslenska fjárfesta og fyrirtæki sem tengjast þeim reyndar þegar í við- skiptum í og við Kasakstan. Efntertilfræðsluferðarinnaríjúní í kjölfar ábendinga frá íslenskum fyr- irtækjum og hafa um ío fyrirtæki til- kynnt þátttöku enn sem komið er. „Þetta eru fjárfestar, verkfræði- stofur og fyrirtæki í orkugeiranum og ferðaþjónustu. Kasakstan er gríð- Myndi nýta Borat í botn Guðjón Svansson Forstöðumaður Útflutningsráði arlega stórt land og möguleikarnir eru miklir. fslensk fyrirtæki þora að taka áhættu og stökkva á tæki- færin þegar þau eru svona mikil. Lykilatriðið er að íslensk fyrirtæki hafa *áhuga á löndum þar pólitíska ástandið er ótryggt og viðskiptaum- hverfið aftarlega á merinni. En þar geta möguleikarnir verið miklir,“ greinir Guðjón frá og bætir því við að í Úkraínu sé starfsemi íslenskra fyrirtækja talsverð.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.