blaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 11

blaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 11
blaðið LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 11 Völd eru þjóðleg Það má með sanni segja, að við íslendingar séum allir komnir af framsóknarmönnum; það er að- eins spurning hversu langt maður þarf að líta til baka. Framsóknar- flokkurinn er nú 90 ára gamall. Og inn við beinið erum við víst flestir framsóknarmenn. Nýr formaður Framsóknarflokksins, Jón Sigurðsson, lagði sig allan fram um að skilgreina flokkinn enda engin vanþörf á; staðan er skelfileg þegar til fylgisins er litið því flokkurinn mælist aðeins í fá- einum prósentustigum. Já, flokk- urinn er þjóðræknislegur, sagði formaðurinn. „Þú meinar þjóð- ernislegur?” var hann þá spurður. „Nei, alls ekki. Hann er þjóðlegur!” Og til er að sögn nolckuð, sem maður getur kallað þjóðhugsun, vaðmál og pólitískt vagl í augum. - Þá er búið að geirnegla ramm- ann. Þá er bara að vita hvernig flokksmönnum tekst að fylgja kallinu og ná áttum. Það gengur misjafnlega; þeir eru allir mjög valdsæknir og hvað með það? Eru ekki allir í pólitik til að hafa áhrif og því nær maður með því að hafa völd; er það ekki? Ólafur Hanni- íslendingar eru allir komnir af framsóknar- mönnum. Jónas Bjarnason balsson hefur áttað sig á hinu pólitíska lögmáli þess efnis, að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur hafa alltaf meirihluta til samans. Og svekktur skrifaði hann: „Það er alveg sama hvernig menn greiða atkvæði. Alltaf kemur Finnur Ingólfsson upp úr kjörkössunum!” - Já, það er oft sem framsóknarmenn hafi þeim mun meiri völd sem þeir eru færri. Þetta er náttúrulögmál og engin furða er á því, að vinstri menn séu svekktir. Og lögmálið er farið að smitast inn í borgarstjórn Reykja- víkur. Björn Ingi Hrafnsson er sú viðbót ein, sem ágæt er og nægir til að koma íhaldinu í stjórn borg- arinnar. — Auðvitað kom þá að því, að framsóknarmenn færu að krækja sér í bitlinga. Stjórnarand- staðan reyndi að þjarma að Birni Inga, eins og eitruðu peði, en tókst það hrapallega þegar Degi B. Egg- ertssyni var stillt upp í áhlaups- sveit í sjónvarpinu. Hann tíndi svosem ýmsar ávirðingar til eins og störf Óskars Bergssonar, vara- borgarfulltrúa. Hann er formaður skipulagsráðs borgarinnnar og á sama tíma er hann ráðinn af hafnarstjóra Faxaflóahafna á sjö þúsund kall á tímann til að gæta hagsmuna hafnanna. Þetta fannst Degi spilling þar sem Óskar væri báðum megin borðs, t.d. í málurn Vesturhafnar. Auðvitað er það misskilningur. Með því að láta mál hafnanna og borgarinnar fara saman í skipulagi, með hag- ræðingu, gat Óskar haft tvöfalda þóknun; hann er jú húsasmiður og er það menntun við hæfi í Framsókn. Þjóðleg menntun Frá tímum Jónasar frá Hriflu hafa framsóknarmenn metið þjóðlega þekkingu æðri háskólamenntun við mannaráðningar. Og próf frá Sam- vinnuskólanum á Bifröst er meira en jafngilt verkfræði- eða hagfræði- prófi frá háskólum. Þetta vita menn, flokkurinn er bara skrifstofa í vinnu- miðlun. Þjóðleg reisn hefur einkennt störf bæði Valgerðar Sverrisdóttur og Jóns Kristjánssonar, bæði lengi ráðherrar í ýmsum ráðuneytum. Systir Valgerðar, bóndi, var um sinn formaður LSH enda skal skipa mann- auði ofar auði, eða þannig. Auðvitað gat Valgerður brosað breitt og skálað í Kína í hrísgrjónabrennivíni, eins og Alfreð Þorsteinsson. Já, hann Alfreð er nú formaður nefndar um bygg- ingu hátæknisjúkrahúss enda með mikla reynslu frá Sölunefnd varnar- liðseigna og í að sjá um það sem út- lendingar kalla „logistics”, eða allan pakkann og hefur séð um fjármál íþróttafélags, svona til upprifjunar. En aftur og aftur þurfa þeir að valda misskilningi þeirra, sem ekki þekkja nógu vel til hlutanna. Formaður þingflokks Framsóknar- flokksins, Hjálmar Árnason, stóð fyrir teiti í Ráðherrabústaðnum til að kveðja Halldór Ásgrímsson enda sjálfsagt og eðlilegt, en bústaðinn má nota á vegum ráðherra í embætti. Mörður Árnason þingmaður þurfti endilega að öfundast og vera með röfl út af því þar sem hann áttaði sig ekki á því, að þingflokksformennska Hjálmars og einstök biðlund eftir ráðherradómi, jafngildir ráðherra- embætti; það er bara tímaspurning hvenær formlega verður gengið frá því. Svona er það, vinstrimenn á þingi átta sig á lögmálinu um valdið og eru örvæntingarfullir. Áðurnefndur Óskar er að auki formaður nefndar, sem á að sjá um skipulag á hálendinu, að sauðfjár- beit væntanlega meðtalinni. Hann upplýsti í útvarpi, að Framsókn væri fyrsti umhverfisflokkurinn; það kom á óvart! Eysteinn Jónsson mun hafa fengist við friðun Þingvalla. Auðvitað er Framsókn þjóðlegur sauðfjárbeitarflokkur og hefur vald á beitinni, hvað sem kratar á möl- inni segja. Með markvissu mótvægi, eins og friðun Þingvalla, hefur flokk- urinn verið umhverfisvænn. Þótt sumir telji hann sekan um gróður- eyðingu þá finnur hann leiðir til mót- vægis, sem líkja má við aflátssölu eins og tíðkaðist í katólskum sið. Líklega hefur Framsóknarflokk- urinn leikið af sér þegar hann sam- þykkti síðustu kjördæmabreytingar, en flokkurinn hefur í áratugi haft hæsta atkvæðanýtingu og marga þingmenn þarafleiðandi. Hjálmar Árnason sér nú sér til skelfingar, að litlar líkur eru á því að hann kom- ist á þing sem annar maður listans á Suðurlandi; þar geisar nú Árnafár Johnsens. Þessvegna verður hann að fara í slag við varaformanninn Guðna Ágústsson! Það er ekki víst að Hjálmari takist að fá í gegn próf- kjörsreglur, sem megna að veita kommunum á Suðurnesjum þátt- tökurétt í kjörinu. Að eigin sögn fær Hjálmar varla stundarfrið fyrir stuðningsmönnum sínum, sem vilja ólmir fá hann á þing á ný. Báðir eru þeir hestamenn, Guðni og hann, en varla verður þeirra slagur útkljáður með hestaati á Hellu. En svo birtist beitarhúsamaður og bóksali á Sel- fossi, Bjarni Harðarson, sem kynnt hefur þátttöku sína í prófkjöri og vill annað sætið. Ja hérna! Þótt Hjálmar sé smart í bláhvítu reiðdressi með leður og hött, gæti hann dottið út því Selfyssingurinn er með eindæmum þjóðlegur og hefur sér til ágætis marg falda þátttöku í Silfri Egils, en aðeins gáfumenn eða skáldmæltir paurar, eins og Bjarni, og áðurnefndur Óskar Bergsson, virðast komast þar að. Höfundur er efnaverkfræðingur Nýi r tímar - nýjar hugmyndir Umhverfis- og orkurannsóknasjóður Orkuveitu Reykjavíkur Sendu inn umsókn um styrk Markmið Umhverfis- og orkurannsóknasjóðs OR er að veita vísindamönnum og öðrum sérfræðingum á sviði umhverfis- og orkumála tækifæri til að hrinda góðum rannsóknahugmyndum í framkvæmd. Stjórn sjóðsins auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til rannsóknaverkefna. Við fyrstu úthlutun úr sjóðnum verða um 100 miljónir króna til ráðstöfunar Allar nánari upplýsingar um sjóðinn, úthlutunarreglur; tilhögun umsókna og skilyrði, sem umsækjendur verða að uppfylla, eru á vef sjóðsins, www.oris/uoor Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2007. Veittir eru styrkir í tveimur flokkum. í opnum flokki ræður þitt hugarflug ferðinni. í lokuðum flokki höfum við sérstakan áhuga á að styrkja eftirtalin verkefni: • Niðurdæling C02 • Nýting vetnis í samgöngum • Gasvinnsla úr skólpi - hagkvæmniathugun • Nýting háhita til örverurannsókna • Ahrif skógræktar á vatnsból og vatnsgæði • Uppgræðsla með hálendisgróðri • lllgresiseyðing með heitu vatni • Nýting skiljuvatns til rafmagnsframleiðslu - hagkvæmniathugun • Samanburður á háspennulfnum og jarðstrengjum Nánari upplýsingar um verkefnin eru á heimasíðu sjóðsins. Orkuveita Reykjavíkur • Bæjarhálsi I 0 Reykjavík • www.or.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.