blaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 10
blaði
Útgáfufélag:
Stjórnarformaður:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Ár og dagurehf.
Sigurður G. Guðjónsson
Trausti Hafliðason
Brynjólfur Þór Guðmundsson og
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Elfn Albertsdóttir
Offituvandi heimsins
Offituvandamál er heimsvandamál. Svo staðfestu ráðherrar og sendi-
fulltrúar á ráðherrastefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO)
sem fram fór í Istanbúl í Tyrklandi í nóvember sl. þar sem gerður var
sérstakur Evrópusáttmáli um baráttu gegn offituvanda. Vandinn mun
einkum ógnvekjandi meðal barna og unglinga. íslendingar eru engir
eftirbátar annarra þjóða í þessum efnum og í nýlegri könnun sem gerð
var meðal barna og ungmenna hér á landi kom í ljós veruleg aukning á
ofþyngd. Starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar hafa af þessu vaxandi
áhyggjur, enda eru margir alvarlegir sjúkdómar sem fylgja offitu. Þáþykir
það sannað að of feit börn verða frekar fyrir einelti en þau sem eru í kjör-
þyngd. fslensk börn hreyfa sig of lítið og innbyrða allt of mikið af sykri. í
könnuninni kom í ljós að 9 ára börn drekka að meðaltali hálfan lítra af
sykruðum drykkjum á dag. Það er ógnvekjandi staðreynd. Búast má við
að unglingar drekki enn meira en það.
Oft er talað um að janúar sé heilsumánuðurinn og flest blöð og tímarit
eru uppfull af ýmsum upplýsingum fyrir þá sem vilja létta sig og auka
hreyfingu. Janúar er líka dimmur mánuður og kannski erfiðast í þessum
mánuði að taka sér tak. Það er þó nauðsynlegt allra vegna, jafnt barna
sem fullorðinna, að stjórnvöld fari í jákvætt almennt heilsuátak þar sem
á skipulagðan hátt er dregin upp sú staðreynd að offita er hættuleg. Um-
ræða um fisk-, grænmetis- og ávaxtaneyslu mætti vera miklu meiri. Kenn-
arar ættu að taka þessa umræðu inn í menntakerfið og atvinnurekendur
ættu að ýta undir hreyfingu starfsmanna sinna, t.d. með því að taka þátt í
kostnaði í líkamsræktarstöðvar. Stundum vill fólk blanda saman umræðu
um heilsu og líkamsrækt og umræðu um útlitsdýrkun. Það er algjör fjar-
stæða að blöð sem fjalla um heilsurækt séu þar með að ýta undir útlits-
dýrkun því um óskyld mál er þar að ræða.
Ofþyngd er gríðarlega stórt vandamál sem á eftir að vaxa á næstu árum
verði ekkert að gert. Hvað mun það kosta heilbrigðiskerfið? Munum við
standa undir þeim aukna kostnaði í framtíðinni? „Það er þegar ljóst að
offita meðal barna hefur aukist með hverju árinu sem liðið hefur og er
sem stendur allt að tíu sinnum algengari en árið 1970. Allt að 6% útgjalda
til heilbrigðismála í Evrópu má rekja til offitu og yfirþyngdar meðal full-
orðinna en einnig er um óbeinan kostnað að ræða af sömu völdum,“ segir
í Evrópusáttmálanum. „Yfirvigt og offita er algengust meðal fólks í efna-
minni samfélagshópum og eykur þannig á ójöfnuð í heilbrigðismálum
sem öðru.“
Foreldrar vinna mikið og lítill tími gefst til innkaupa og eldamennsku.
Þess vegna verður skyndimatur eða tilbúinn matur oftar fyrir valinu en
hollt þykir. Hreyfing er auðvitað líka miklu minni en áður var. Hvert og
eitt okkar þarf að taka ábyrgð á eigin líkama og finna tíma til hreyfingar
og neyslu hollara matvæla og drykkja. Líkaminn er dýrmætasta eignin
- það vita þeir sem orðið hafa fyrir heilsubresti.
Elín Albertsdóttir
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
PENZIM
ÍSLENSK NÁTTÚRUVARA UNNIN
ÚR SJÁVARRÍKINU UMHVERFIS
ÍSLAND
Dr. Jón Bragi Bjarnason, prófessor í lífefnafræði, hefur
unnið að rannsóknum og þróun Pensímtækninnar um
áratuga skeið og er hún nú einkaleyfisvarin um allan heim.
Penzim fyrir húðina, liðina og'vöðvana
10 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007
blaAiö
ViG. tGhEiri ólatuR tKa/aR
Grtmsoi/ OQ Eft ToF&ETf jSL**/PS. M/G LWQflR
AD VeítA >€R. TÁLKfqOT^EXnv/* Fw-. pi
,HTT>J^MUlG TiL AP HaLP/í
UP1>i H4u MEtíNTUNÆK-
^TiGi ‘
bOOíf.
V
33 m
Tækifærið til
breytinga er núna
Það liggur í loftinu krafa um breyt-
ingar. Afleiðingarnar af tólf ára hægri
stjórn blasa við og það er hlutverk
okkar jafnaðarmanna að svara ákalli
kjósendaumbreytingar. Það munum
við gera. Málefnastaða okkar er góð
og úrslit prófkjöra hafa skilað okkur
sigurlistum um land allt.
1 kosningunum í vor verður sögu-
legt tækifæri til raunverulegra og rót-
tækra breytinga. Fái Samfylkingin
sterkt umboð kjósenda er möguleiki
á myndun tveggja flokka stjórnar án
þátttöku Sjálfstæðisflokksins fyrir
hendi og nýir tímar ganga í garð í
stjórnmálalífinu.
Nú er tækifæri til að binda enda
á einokun hægri manna á lyklavöld-
unum að stjórnarráði íslands og
ljúka því tímabili að allar kosningar
snúist um það hvern Sjálfstæðis-
flokknum þóknist að taka með sér
inn í hlýju valdsins.
Án sterkrar Samfylkingar er ekk-
ert mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn
í pólitíkinni. Þá deilir þessi hægri
sinnaðasti íhaldsflokkur í Evrópu
áfram og drottnar einsog hann
hefur gert síðastliðin sextíu ár. Þá
hófst stórveldistími hans með síend-
urteknum klofningi jafnaðar- og
vinstri manria. Nú er mál að linni.
Framtíð velferðarsamfélagsins
Kosningarnar í vor snúast um
framtíð velferðarsamfélagsins.
Til að binda enda á fátækt barna,
vaxta- og gengisokur í skjóli úrelts
gjaldmiðils, vaxandi ójöfnuð, aukna
stéttaskiptingu, hnignandi skóla-
kerfi, yfirgang gegn náttúrvernd,
launamun kynjanna og hörmuleg
kjör margra aldraðra og örykja þá er
sterk Samfylking sem þungamiðja
nýrrar ríkisstjórnar eina leiðin til
þess.
Hver sem úrslit ríkisstjónarmynd-
unar verða þá skiptir öllu að íslenskir
jafnaðarmenn stjórni ferðinni og
verði kjölfesta og þungamiðja nýrrar
ríkisstjórnar.
Björgvin G. Sigurðsson
Fyrsta konan sem forsætisráðherra
Fái Samfylkingin góða kosningu
verður Ingibjörg Sólrún Gisladóttir,
formaður flokksins, fyrst kvenna til
að gegna embætti forsætisráðherra á
Islandi. Það verður merkur áfangi í
baráttu kvenfrelsissinna og jafnaðar-
manna fyrir raunverulegu jafnrétti
karla og kvenna.
Það yfirborðskennda pappírsjafn-
rétti sem hægri flokkarnir ástunda
hefur litlum árangri skilað. Launa-
munur kynjanna er sá sami og hlutur
kvenna hefur versnað ef eitthvað er
bæði í stjórnmálum og atvinnulífi.
Það verður að grípa til róttækari
aðgerða en gert hefur verið til að
ná árangri og raunverulegu jafn-
rétti kynjanna. Ingibjörg Sólrún í
embætti forsætisráðherra myndi
skipta þar gífurlegu máli. Því verða
konur og jafnréttissinnar af báðum
kynjum að standa þétt að baki fram-
boðum Samfylkingarinnar um land
allt.
Gróska og uppreisn ungliðanna
Sögulegt tækifæri jafnaðar-
manna til að fara með landsstjórn-
ina eftir kosningar í vor leiðir hug-
ann að sögu sameiningar síðustu
ára. Þann 18. janúar næstkomandi
verða ío ár frá stofnun Grósku. Þá
risum við ungliðar allra flokka á
vinstri kantinum upp og gerðum
með okkur samtök sem höfðu þann
tilgang að þrýsta á um sameigin-
legt framboð jafnaðarmanna 1999
og fulla sameiningu flokka þeirra
í kjölfarið.
Þetta voru skemmtilegir tímar
og merkilegur kafli í sögu íslenskra
jafnaðarmanna. Af þessu tilefni
ætlum við sem stóðum að stofnun
Grósku að boða til ráðstefnu og
skemmtunar. Fagnaðarfundurinn
sá fer fram laugadaginn 20. janúar
í salnum í húsi Samfylkingarinnar á
Hallveigarstíg. Nánar kynnt síðar í
mánuðinum.
Þar ræðum við um Grósku og gós-
enland jafnaðarmanna. Hvar við
stöndum nú í þróun íslenska flokka-
kerfisins. Er frekari breytinga að
vænta og margt fleira. Takið daginn
frá.
Höfundurer þingmaður
Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
PENZIM er hrein,
tæroglitarlaus
náttúruvara byggð á
vatni en ekki fitu.
PENZIM inniheldur
engin ilmefni,
litarefni eða gerviefni
sem geta valdið
ofnæmisviðbrögðum.
PENZIM inniheldur
engar fitur, oílur eða
kremblöndur sem
geta smitað og eyðilagt
flíkur eða rúmföt.
PENZIM
WITH Ati. NATLRAI
wptrac:tiv»
MAÍIM ENnVtS
Vfcm 6i Bvðy
MvMurdngii:
PENZIM
LOTION
Wlíll ,Ui. KATURAL
MARINT íSZYMfs
Ad%juHetl SUiife
Penzim fæst í apótekum, heilsubúðum og verslunum Nóatúns um land allt.
penzim.is
Klippt & skorið
Hart var deilt þegar íslendingar ákváðu
að hefja hvalveiðar. Talað var um
að ákvörðunin væri knúin áfram af
stolti lítillar þjóðar sem vildi
ekki láta vaða yfir sig. Það er
eflaust eitthvað til í því. Nú MT - «
er Ijóst, sem menn gátu svo
sem sagt sér fyrirfram, að f/jÆ
skutullinn hefur ekki bara ■
hæft sjö langreyðar heldur líka útrás íslenskra
fyrírtækja.JóniÁsgeirJóhannesson, forstjóri
Baugs, segir veiðarnar skaða íslensk fyrirtæki
og hugsanlegan vöxt þeirra í framtíðinni. (
Mogganum í gær er viðtal við forstjóra bresku
verslunarkeðjunnar lceland, sem er í eigu Baugs.
Forstjórinn ber sig illa og segir hvalveiðarnar
óskiljanlegar. Það hlýtur að vera hræðilegt að
stýra verslun sem heitir lceland undir þessum
kringumstæðum.
Neytendastofa hefur komist að
því að Fréttablaðið hafi brotið
lög um eftirlit með óréttmætum
viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins.
Áður hafði siðanefnd Sambands íslenskra
auglýsingastofa sagt Fréttablaðið hafa
brotið gegn siðareglum sambandsins. En
hvað var það sem Fréttablaðið gerði rangt?
Jú, súlurnar á forsíðu blaðsins, sem eiga
að sýna mismunandi lestur dagblaða, voru
villandi að mati Neytendastofu og SÍA. Ekki
nóg með það þá dregur Neytendastofa
líka ( efa að Fréttablaðið sé "áhrifaríkasti
auglýsingamiðillinn" og "stærsti fjölmiðillinn."
Segir Neytendastofa að til að rökstyðja
fullyrðingar sem þessar sé ekki nægilegt að
vfsa einungis til fjölda lesenda dagblaða. Það
er eitt að Ijúga til um stærð sína en að stunda
líka ólöglegan súludans það erforkastanlegt.
Steingrímur Saevarr Ólafsson á
það til að vera fyndinn. í gær birti
hann færslu á blogsíðunni sinni
undir yfirskriftinni "Sambandið endurreist
hjá Framsókn." Steingrímur skrifar: "Á sama
tíma og framkvæmdastjóraskipti urðu hjá
Sjálfstæðisflokknum tók
nýr framkvæmdastjóri
jafnframt við stórfum hjá
Framsóknarflokknum.
Sigfús Ingi Sigfússon
er sestur í stólinn og hans
bíður það verkefni að halda utan um flokkstarfið
á erfiðum tíma í Framsóknarflokknum. Er
það kannski tímanna tákn að netfang nýja
framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins er
sis@framsokn.is.
traustih@bladid.net