blaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 1

blaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 1
36. tölublað 3. árgangur miðvikudagur 21. febrúar 2007 FRJÁLST, ÓHÁÐ & ÓKEYPIS! ■ KOLLA OG KULTURINN Hulda Hákon myndlistarmaöur á tvö verk fyrir framan finnskan grunn- skóla í Oulu. Bömin í skólanum urðu ofsahrifin af verkinu | síða ie ; xs~ ■ FÓLK Gréta Mjöll Samúelsdóttir syngur í Gettu betur á föstudaginn. Þar fyrir utan er hún að skoða háskóla í Bandaríkjunum |síðai4 Idic photos/afp Litlir fætur kraftaverkabarnsins Hin smávaxna Amillia Taylor, sem er sögð vera það barn sem hefur verið styst allra barna í móðurkviði, fékk í gær að fara heim til foreldra sinna í Miami í Bandaríkjunum. Amillia vó 284 grömm þegar hún fæddist í október síðastliönum og var þá 24 sentimetra há. Sjá einnig síðu 4 Eitt umfangsmesta fíkniefnasmygl síðari ára: Fjögur kíló af kókaíni í bíl ■ Þrír handteknir vegna málsins ■ Götuvirði efnisins allt að 53 milljónir króna Eftir Magnús Geir Eyjólfsson magnus@bladid.net Tollgæslan í Reykjavík kom upp um eitt um- fangsmesta fíkniefnasmygl síðari ára er hún lagði hald á tæplega fjögur kíló af kókaíni þann 17. nóvember síðastliðinn. Efnin fundust í pallbíl sem fluttur var með skipi frá Cuxhaven í Þýskalandi. Að sögn lög- reglu voru efnin falin mjög vandlega í bílnum en tollverðir fundu þau eftir ítarlega leit. Hörður Hilmarsson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, stað- festi þetta í gær en gat að öðru leyti ekki tjáð sig um málið. Eftir að hafa rannsakað málið um nokkra hríð handtók lögreglan karlmann á fertugsaldri þann 9. febrúar síðastliðinn og var hann úr- skurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald. Hann kærði úrskurðinn til Hæstaréttar sem í kjölfarið staðfesti niðurstöðu héraðsdóms. Síðan þá hafa tveir aðrir karlmenn verið handteknir vegna málsins en þeim hefur báðum verið sleppt eftir yfirheyrslur. Undanfarin misseri hefur verð á kókaíni hækkað töluvert og í lok árs 2006 kostaði grammið af efninu 13.250 krónur. Þó er ómögu- legt að segja til um hvert götuvirði efnisins er því ekki hefur enn verið gefið upp hver hrein- leiki efnisins er. Að því gefnu að efnið sé mjög hreint má ætla miðað við þetta verð að götu- virðið nemi allt að 53 milljónum króna. 1 fyrra var hald lagt á alls 13 kíló af kókaíni samanborið við eitt kíló árið 2005 og sex kíló 2006 sem gefur til kynna að neysla efnisins fari sívaxandi. ORÐLAUS » síða 34 Elskar gömul föt Elva Dögg Árnadóttir hefur alltaf k haft gaman af gömlum fötum og ■ henni finnst mjög skemmtilegt I að gramsa á mörkuðum og finna I þar einstakar flíkur og faldar j|| gersemar. Rigning eöa slydda Kólnandi veður. Víða snjókoma um austanvert landið og frost 0 til 5 stig. Rigning eða slydda suðvestanlands síðdegis og hiti 0 til 5 stig. Átta síöna sérblað hús- byggjandans fylgir með Blaðinu í dag VEÐUR » síða 2 Hátt fall af toppnum Djamm, djús og svínarí með Paris Hilton, nærbuxnalaus í blöðunum og nú síðast sköllótt og örvingluð. Britney er lifandi dæmi þess að því hærra sem þú kemst, því harðara verður fallið. I gegnum árin hafa fjölmargar stjörnur hrapaö í Hollywood, en stjörnuhrap Britney Spears er tvímælalaust méð þeim hrikalegri. Leyfa vændi án milliliða Á meðan utanríkisráðuneytið skoðar hvort setja eigi reglur sem banna opinberum starfsmönnum að kaupa kynlífsþjónstu á ferðum erlendis er til umfjöllunar hjá allsherjarnefnd Alþingis hvort gera eigi kaup og sölu á kynlífi hér á landi refsilaus. Áfram er lagt til að milliganga verði refsiverð. Ódýrt ódýrt ódýrt og gott og gott og gott VEXTIR FRÁ AÐEINS Þannig er mál ... að það er hægt að létta TT 1 Miðað við myntkörfu 4, með vexti ... • greiðslubyrðina. FRJÁLSI Libor-vextir 29.1.2007.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.