blaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 21
blaðið
MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 29
Lækkun sjónvarpsáskrifta
Sjónvarpsunnendur njóta góðs af breytingum á lögum um virðisaukaskatt
því að eftir í. mars lækkar virðisaukaskattur á afnotagjöldum sjónvarps og
hljóðvarps úr 14 prósentum í sjö prósent. Þannig mun afnotagjald Ríkisút-
varpsins verða 2.742 krónur en var áður 2.921 króna. Skjárinn og sjónvarps-
stöðvar 365 lækka einnig gjöld á þeim ólíku áskriftaleiðum sem stöðvarnar
bjóða upp á.
MANAÐARASKRIFTIR SKJASINS
Áskriftaleið
Skjár Sport
Ailt (SkjárHeimur)
Fjölskylda (SkjárHeimur)
Verð fyrir breytingu
2.995 kr.
4.395 kr.
2.595 kr.
Verð eftir breytingu
2.342 kr.
4.125 kr.
2.436 kr.
MÁNAÐARÁSKRIFTIR 365*
Áskriftaleið
Stöð2
Sýn
Stöð2 og Sýn
Verð fyrir breytingu
5.450 kr. (4.995 kr.)
4.790 kr. (4.365 kr.)
8.230 kr. (7.460 kr.)
Verð eftir breytingu
5.120 kr. (4.965 kr.)
4.500 kr. (4.105 kr.)
7.750 kr. (7.010 kr.)
* Félagar í M12 njóta betri kjara en þurfa aö skuldbinda sig til að vera (áskrift til lengri tíma. Veröskrá fyrir M12-félaga er innan sviga.
Mismiklar
lækkanir
Virðisaukaskattur á veitingahús
og matsölustaði lækkar úr 24,5
prósentum í 7 prósent þann 1.
mars. Jafnframt fellur niður sér-
stakt endurgreiðslukerfi virðisauka-
skatts sem verið hefur við lýði á
veitingahúsum. Kerfið gengur út
á að sá hluti söluverðsins sem er
vegna þjónustu beri 24,5 prósenta
virðisaukaskatt en matarhlut-
inn 14 prósenta virðisaukaskatt.
Vegna þessa kerfis er gert ráð
fyrir að lækkun á verði veitinga-
húsa verði nokkru minni en sem
nemur lækkun virðisaukaskatts
úr 24,5 prósentum í 7 prósent.
Verðbreytingar veitingahúsa
verða mismunandi eftir því hve
þjónustustig þeirra er hátt. Eftir
því sem þjónustustigið er hærra
verður lækkunin hlutfallslega meiri
en hjá þeim veitingahúsum sem
bjóða upp á litla þjónustu, eins og
skyndibitastöðum.
Veldu rétt
Gerðu samanburð á japönsk-
um gæðum. Berðu saman
gæði og þjónustu Mazda
og Toyota. Prófaðu eitthvað
nýtt. Mazda keppir við hvern
sem er - helst Toyota.
Prófaðu aðra eiginleika.
Prófaðu önnur þægindi.
Núna Mazda3.
MAZDA3 TOURIN6
Staðalbúnaður
ABS diskahemlar á öllum hjólum
EBD hemlajöfnun með EBA hemlahjálp
DSC stöðugleikastýring
Þriggja punkta öryggisbelti I öllum sætum
Stillanlegir höfuðpúðar á öllum sætum
Loftpúðar fyrir ökumann og farþega
[ framsæti ásamt hliðarloftpúðum [ sætum
Loftpúðagardlnur að framan og aftan
Dagljósabúnaður
Hreinsibúnaður á framljósum
Fjarstýrð samlæsing
ISOFIX festingar fyrir barnabllstól í aftursæti
Leðurklætt velti- og aðdráttarstýri
með útvarpsstillingum
Hæðarstillanlegt bílstjórasæti.
Rafdrifnar rúðuvindur að framan qý aftan
15"stálfelgur með heilum koppi
Samlitir speglar.hurðarhúnar <m hliðarlistar
Armpúði milli framsæta meðmólfi
Glasahaldarar milli framsaeta og
(afturhurðum
Litað gler
Auka hemlaljós að aftan
Upphitaðir og rafstýrðir útispeglar
Loftkæling
Speglar (sólskyggnum
Upphituð framsæti
Niðurfellanleg aftursætisbök 60/40
Benslnlok opnanlegt innan frá
Útvarp með geislaspilara og
4 hátölurum
Útihitamælir
Ljós í farangursrými
Frjókornasía
Leðurklæddur gírhnúður
Miðstöðvarblástur afturl
Gúmmlmottur að framan og aftan
Metallitur
MAZDA3 TOURING PLUS
Búnaður umfram Touring
Aksturstölva
16" álfelgur
Dekk 205/55R16
Þokuljós að framan
Sjálfvirk loftkæling (air-con)
MAZDA3 SPORT
Búnaður umfram Touring Plus
6 glra
17" Álfelgur
Xenon framljós
Dlóðuafturljós
Útvarp með geislaspilara og
6 hátölurum
Samlitt grill
Sport sflsalistar
Sport þokuljós I stuðara
Sport stuðarar að framan og aftan
Sport sæti og áklæði
Vindskeið
Regnnemi fyrir rúðuþurrkur
Krómstútur á pústkerfi
TCS spólvörn
Hraðastillir
Vertu sportlegur
Veldu annan stíl
Núna Mazda3
5 9
Hagsýnn íslendingur velur
praktískan og fallegan bíl
Núna Mazda3
Frábær í endursölu
vvww.
^zdabfrnbonSMS
brimborg
Öruggur stadur til að vera 6
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | www.mazdabrimborg.is
Rafhlöður
til úrvinnslu
Aðeins um 21 prósenti af þeim raf-
hlöðum sem fluttar eru til landsins
er skilað til úrvinnslu. Af þeim 161,5
tonnum rafhlaðna sem flutt voru
inn til landsins árið 2005 var aðeins
rúmlega 37 tonnum skilað. Það þýð-
ir að hvorki meira né minna en 124
tonn af rafhlöðum hafa farið beint
í ruslið og verið urðuð með öðru
sorpi.
Víða er hægt að skila ónýtum raf-
hlöðum til úrvinnslu svo sem á bens-
ínstöðvum, söfnunarstöðvum sveit-
arfélaga um land allt auk þess sem
fólk getur sett þær í endurvinnslut-
unnur fyrir flokkað heimilissorp.
Ýmis hættuleg efni fyrirfinnast í
sumum rafhlöðum og ef þau sleppa
út í náttúruna getur það haft alvar-
legar afleiðingar. Þungmálmarnir
blý, kvikasilfur og kadmíum eru
allir eitraðir og hafa áhrif á um-
hverfið og þar með heilbrigði dýra
og manna. Þeir geta enn fremur
safnast upp í líkamanum og valdið
heilsutjóni.
Um sjö prósent þeirra rafhlaðna
sem skilað var til úrvinnslu árið
2005 innihéldu spilliefni. Um er að
ræða kvikasilfursrafhlöður, nikkel-
kadmíumrafhlöður og litíum-raf-
hlöður. Þó að rafhlöður sem inni-
halda spilliefni séu ekki stór hluti
af heildinni geta þær verið verulega
skaðlegar og því er fólk hvatt til
að skila öllum rafhlöðum til úr-
vinnslu.
Einkabíllinn vinsæll
Nærri þrír af hverjum fjórum
Reykvíkingum aka sjálfir til vinnu
eða skóla. Þetta eru niðurstöður
könnunar á viðhorfum borgarbúa
til þjónustu Reykjavíkurborgar
sem Félagsvísindastofnun Háskóla
íslands gerði fyrir umhverfissvið
borgarinnar. 73 prósent svarenda
sögðust hafa ekið til vinnu eða skóla
en aðeins 4 prósent voru farþegar í
bíl. Þá sögðust 2 prósent fara á reið-
hjóli, 7 prósent með strætó, 12 pró-
sent gangandi og 3 prósent á annan
hátt.
ívið fleiri karlar (79 prósent)
keyra sjálfir en konur (67 prósent).
80 prósent fólks á aldrinum 35-54
ára keyra sjálf og virðist því sem
almennt samnýti hjón ekki einn bíl
heldur fari þau hvort á sínum.
Þarfasti þjónninn Reykvíkingar
kjósa að aka sjálfir til vinnu eða skóla.
Könnunin var gerð á tímabilinu
17. nóvember til 9. desember 2006.