blaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 blaAi6 VEÐRiÐ í DAG Kalt Víða snjókoma um austanvert landið og frost 0 til 5 stig, en úrkomulítið og vægt frost norðvestantil. Rigning eða slydda suðvestanlands síödegis og hiti 0 til 5 stig. Á FÖRNUM VEGI HVAÐ ÆTLARÐU AÐ VERA Á ÖSKUDAGINN? Aníta Kristjana, 4 ára: Prinsessa og norn. Willum, 6 ára: Sjóræningi. Berglind, 10 ára: Karíus. Á MORGUN Hvasst og kalt Norðaustanátt, 13-20 m/s sunnan- og vestanlands og hvassast við suðausturströnd- ina, en hægari norðaustanlands. Frost 0 til 5 stig VÍÐA UM HEIM 1 Algarve 15 Amsterdam 9 Barcelona 14 Berlín 7 Chicago 2 Dublin 10 Frankfurt 6 Glasgow io Hamborg 6 Helsinki -15 Kaupmannahöfn 5 London 11 Madrid 7 Montreal -m New York 1 Orlando 7 Osló -7 Palma 20 París 12 Stokkhólmur -6 Þórshöfn 4 Bíldudalur: Tréverkshúsiö gjörónýtt Eldur kom upp í Tréverks- húsinu á Bíldudal í gær og er húsið gjörónýtt eftir brunann, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Isafirði. Upptök eldsins eru ekki kunn og er málið í rannsókn. Húsið var mannlaust þegar eldurinn kom upp en starfsemi hafði ekki verið í húsinu frá því um áramótin en hluti þess hafði verið leigður út fyrir trésmíðaverkstæði, samkvæmt eiganda hússins. Á heimasíðu Bíldudals kemur fram að illa hafi gengið að koma slökkvi- starfi af stað þar sem mjög fáir meðlimir slökkviliðsins hafi verið á staðnum og bifreið þess ekki tilbúin fyrir útkall. Frjálslyndir: Valdimar vill í Suðvestur „Ég get staðfest að ég hef áhuga á Suðvesturkjördæminu en það hafa engar ákvarðanir verið teknár," segir Valdi- mar Leó Frið- riksson, áður þingmaður Samfylking- , arinnar, sem gengið hefur til liðs við Frjáls- lynda flokkinn. Á næstu dögum skýrist hverjir munu leiða lista í Suður- og Suðvesturkjördæmi og jafnvel í Reykjavík. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður hefur þegið annað sætið á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi en Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, verður í fyrsta sæti. Tillögur úr kjördæmunum fara síðan fyrir fund miðstjórnar sem haldinn verður í. mars. Aðalfundur Glitnis var haldinn á Hótel Nordica í gær Hagnaður bank- ans á rekstrarárinu 2006 nam 38,2 milljörðum króna eftir skatt. Banka- stjórinn Bjarni Ármannsson í pontu. Blodid/Frikki Aðalfundur Glitnis banka: Borga 9,4 milljarða króna út sem arð ■ Hagnaður 38,2 milljarðar ■ Skoðað hvort skrá eigi í erlendri kauphöll Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur heida@bladid.net „Það er ljóst að bankinn er að skila metafkomu og það er afskaplega góður árangur í öllum rekstri bank- ans,“ segir Einar Sveinsson, for- maður stjórnar Glitnis. Hluthafar fá greitt í arð 9,4 milljarða í samræmi við hlutafjáreign eða sem nemur tæpum 25 prósentum af hagnaði árisins 2006. Hagnaður Glitnis á rekstrarár- inu 2006 eftir skatta nam 38,2 millj- örðum króna. Þegar arðgreiðslur hafa verið greiddar standa eftir af hagnaði ársins 28,8 milljarðar króna og verður þeim ráðstafað til hækkunar á eigin fé Glitnis. Hlut- höfum verður gefinn kostur á því að fá allt að helming arðs síns greiddan í hlutafé í bankanum á genginu 24,8 krónur per hlut. Glitnir jafnvel skráður í erlendri kauphöll „Allar meginstoðir bankans eru að skila afskaplega góðum rekstr- arafgangi," segir Einar. „Það hefur gengið afskaplega vel að efla starf- semina á erlendri grund. Fyrir ári síðan höfðum við starfsemi í 5 löndum en nú í 10 löndum." Samkvæmt Einari er verið að skoða það hvort skrá eigi Glitni í erlendri kauphöll. „Það er ljóst að með auknum umsvifum erlendis þá þurfum við að fjármagna stækkun bankans og ein leiðin til þess er að skrá hann í erlendri kauphöll og laða að erlenda fjárfesta í hluthafahóp bankans. Það hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir í þessu efni. En þetta er bara eins og allt annað sem eðlilegt er að taka til skoðunar þegar reksturinn er að vaxa jafn mikið eins og raun ber vitni.“ Eðliiegt framhald í lífshlaupinu Tryggvi Þór Herbertsson, for- stjóri fjárfestingarbankans Askar Capital, segir að það komi sér ekki óvart að farið sé að skoða þann möguleika að skrá Glitni í er- lendri kauphöll. „Ég tel að Glitnir sé einmitt kominn á þann stað í lífinu að þetta sé svona eðlilegt skref, sérstaklega vegna þess hve bankinn hefur mikla starfsemi á Norðurlöndunum og í Noregi þá sérstaklega. Þannig að þetta er svona eðlilegt framhald í lífshlaup- inu hjá þeim. Tryggvi segir að skráning í er- lendri kauphöll undirstriki alþjóð- legan vinkil fyrirtækisins. „Ef það verða góðar undirtektir með hluta- féð, það er að segja að selja hluta- bréf erlendis, þá rennir þetta bara frekari stoðum undir bankann og undir íslenskt fjármálalíf.” breyttur, topplúga, Verð 6.300.000 Uppl. Toyota Reykjanesbæ s: 4206600 ( Ævar s: 8965488) GLÆSILEGUR BILL! til sölu Land Crusier VX, ágúst 2005, ekinn 21.000 km. 35 Olíumengun við Suðurnes: Olían úr Olíulekinn sem hefur fundist við Suðurnes síðustu daga er úr strand- aða flutningaskipinu Wilson Mu- uga, samkvæmt Helga Jenssyni hjá Umhverfisstofnun. „Menn sjá olíu- brák frá skipinu núna þannig að það fer ekkert á milli mála.“ Undanfarna daga hefur fundist ol- íumengun á Suðurnesjum og hefur olían mest fundist við Garðskaga og í sjávartjörn á Hvalsnesi, skammt frá strandstað Wilson Muuga. Helgi segir að þessi olíumengun frá skip- inu komi ekki á óvart. „Menn vissu það vegna halla skips- ins og olíunnar sem var í þessum botntönkum sem kom gat á. Það er það stórstreymt núna að það vatnar undan skipinu og við það losnar olía úr þessum botntöknum.“ Wilson Muuga Færri fuglar sem hafa lent í olíu- fannst í fiðri yfir tvö hundruð fugla. menguninni fundust í gær en fyrra- Samkvæmt Helga er verið að hre- dag. Segir Helgi það vísbendingu insa olíu úr lest skipsins og er verið um að ástandið hafi ekki vernsað að setja í gang aðgerðir til að hreinsa frá því á laugardaginn þegar olía það sem fundist hefur í fjöru.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.