blaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 13

blaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 13
blaðiö MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 13 Innflytjendastefna VG: Framtíðin er núna! Um daginn birtist í fréttunum ný skýrsla frá Evrópunefndinni gegn kynþáttahyggju og umburðarleysi (European Commission against Racism and Intolerance, ECRI) sem fjallar um hvernig mörg ríki taka á móti innflytjendum, þar á meðal ísland. Og þrátt fyrir nýja innflytj- endastefnu sem ríkistjórnin hefur gefið út, bendir skýrslan á það sem við í Vinstri grænum höfum lengi sagt - að innflytjendastefna ríkis- stjórnarinnar gerir ekki nóg til að tryggja að kerfið þjóni landinu öllu. Sem betur fer gerir innflytjenda- stefna VG nú þegar meira en Evrópu- nefndin hefur mælt með. Tökum þrjú dæmi: í) íslenskukennsla: í 91. grein stendur: „Innflytjendum er aðeins leyft að sitja tungumálanámskeið á vinnutíma í örfáum tilvikum. Inn- flytjendur þurfa í ofanálag að ferðast langar leiðir til að sækja þessi nám- skeið. Og þótt tungumálakennslan sé almennt sögð vera betri á höfuð- borgarsvæðinu, þá benda fleiri heim- ildir til að kennslunni sé ábótavant í öðrum landshlutum.“ Já, við í VG erum sammála. Að ríkið bjóði 70 milljóna króna styrk til aðeins eins fræðsluaðila, Mímis, er alls ekki nóg til að tryggja að þeir sem hingað koma geti lært ís- lensku almennilega - eins og allir Islendingar vilja. Þess vegna höfum við nú þegar lagt fram þá tillögu að íslenskukennslan verði ókeypis og hluti af vinnutíma, með því að bjóða kennurum að koma á vinnustaði þar sem erlendir verkamenn vinna fjóra tíma á viku (eins og til dæmis er gert hjá Svæðisskrifstofu Reykjaness), fylgja eftir staðli varðandi námsefni og kennara, og að þessi þjónusta Umrœðan „Við trúum á kvenfrelsi, óháð því hvaðan úrheim- inum konan er.“ Paul Nikolov verði fáanleg hvar sem er á landinu. 2) Atvinnuréttindi: í 90. grein stendur: „I seinni skýrslu sinnibenti Evrópunefndin á að kerfi sem bygg- ist á því að gefa tímabundið atvinnu- leyfi til atvinnurekenda en ekki laun- þega kæmi erlenda launþeganum í slæma stöðu. Einstaklingar gætu til dæmis verið tregir til að kvarta í þeim tilvikum þar sem brotið er á rétti þeirra eða þeir fá ósanngjarna meðhöndlun af hræðslu við að missa búseturétt á íslandi.“ Alveg rétt. Og jafnvel ef innflytj- andi ákveður að fara í annað starf, þá þarf hann samt að bíða eftir að nýja vinnuleyfið verði samþykkt - í flestum tilfellum tekur það nokkra mánuði - og fær engin laun á meðan leyfið er ósamþykkt, ef það verður þá samþykkt. Þess vegna höfum við lagt til að atvinnuleyfi verði gefið út fyrir manneskjuna sjálfa, en ekki at- vinnurekendurna. Enn fremur krefj- umst við þess að innflytjendur fái sendar heim til sín þær upplýsingar um atvinnuréttindi og skyldur sem þýddar hafa verið yfir á viðeigandi tungumál. 3) Kvenfrelsi: 1 71. grein stendur: „Evrópunefndin bendir á að eins og staðan er í dag mun útlensk kona með búsetuleyfi vegna hjóna- ísland í ESB? „Gangi Island í ESB, þá verða íslensk stjórnvöld að úthluta aflaheimildum til skipa ESB-sjávamtvegsfyrirtækja. “ Er íslenskur sjávarút- vegur á krossgötum? Hvað sagði ráðgjafi sjávarútvegs- ráðherra ESB? Gangi ísland í ESB, þá verða íslensk stjórnvöld að út- hluta aflaheimildum til skipa ESB- sjávarútvegsfyrirtækja. Hvernig er það framkvæmanlegt? Er ekki nú þegar verið að skipta fiskimiðunum til fáeinna útvalinna? Mismunur- inn á íslandi er ærinn nú þegar eða er ekki svo? Hvað myndu þau Jón og Gunna segja ef vissir útgerðarmenn fengju inn á bankareikninginn sinn kr. 2. milljarða fyrir hvert tonn synd- andi úti í sjó? Sennilega ekki neitt, því það virðist svo að íslendingar þori ekki að opna munninn eða taka hendur úr vösum til að berjast fyrir réttlæti. Við þurfum ekki að kvíða inn- göngu vegna fiskimiðanna! Fyrir það fyrsta væri það óráðlegt vegna svo margvíslegra hluta. Fiski- menn ESB kunna yfirleitt ekki að veiða fisk á náttúruvænan hátt, eins og t.d. Færeyingar. Öll dregin veiðar- færi, dragnót og troll og annar því- Umrœðan „Fiskimenn ESB kunna yfirleitt ekki að veiða físk á náttúruvænan hátt.“ Garðar H. Björgvinsson líkur búnaður sem útheimtir mik- inn útblástur, heyra brátt sögunni til. Því er það sorglegt til að vita hve miklu fé er þegar búið að eyða í yfir- byggða ofurlínubáta með vélbúnað sem hefði nægt í hefðbundna 400 tonna fiskibáta. Helgi Helgason var með aflminni vél heldur en 20 tonna ofurlínubátur um þessar mundir. Hve oft verða íslenskir útvegsmenn búnir að fara fram úr sjálfum sér, áður en þeir verða fullorðnir? F/h framtíðar Islands. Höfundur erframkvcemdastjóri Ókeypis kennsla „Við höfum nú þegar lagt fram þá tillögu að íslenskukennslan verði ókeypis og hluti af vinnutíma. “ bands eða sambúðar, sem skilur við maka sinn innan þriggja ára frá því að leyfið var veitt, missa bú- seturétt sinn. Afleiðingin er sú að samkvæmt heimildum hafa margar konur neyðst til að þola ofbeldi frá mökum sínum til að forðast að vera vísað úr landi. íslensk yfirvöld segja að þau viti af þessu og að í reynd endurnýi þau búsetuleyfi útlenskra kvenna sem eru þolendur heimil- isofbeldis. Samkvæmt heimildum nefndarinnar vita umræddar konur ekki í öllum tilvikum af þessu, og hvað sem því líður þá hamla lögin því að fólk fái tilfinningu fyrir því að það sé frjálst til að slíta sambandi sem einkennist af ofbeldi.“ Fyrir okkur sem erum vinstri græn er það sjálfsagt mál að eng- inn þurfi að þola heimilisofbeldi. En það er fleira sem veldur óham- ingjusömum hjónaböndum en bara ofbeldi - það eru margar góðar ástæðar fyrir því að fólk getur ekki verið gift lengur. Það vitum við öll. Af hverju mega innflytjendur þá aðeins fá leyfi til að skilja við mak- ann sinn vegna heimilisofbeldis? Við í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði trúum á kvenfrelsi, óháð því hvaðan úr heiminum konan er. Þess vegna krefjumst við þess að allar konur á Islandi hafi sama rétt. Höfundur skipar3. sœti á lista Vinstri grœnna í Reykjavíkur- kjördœmi norður Tilboð 16. - 25. febrúar frá 3.550 kr. á sólarhring; 100 kni akstur, kaskótrygging og skattur innifalin. hhhhhhrhhhbhhhhhhh SMÁAUGLÝSINGAR 5103737 KAURA/SEUA blaóió—p SMAAUGIYSINQARÖ BLADIONET

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.