blaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 12

blaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 12
blaði Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Árog dagurehf. SigurðurG.Guðjónsson Trausti Hafliðason Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Elín Albertsdóttir s Islensk hrekkjavaka Öskudagur hefur breyst í áranna rás. Þessi dagur er upphafsdagur lönguföstu í 7. viku fyrir páska. Langafasta átti að vera tími íhugunar og góðrar breytni, auk föstunnar að sjálfsögðu. Trúlegast vita fæstir í dag hvað öskudagur þýðir í raun og veru en ef flett er upp á vísindavef Háskóla íslands á Netinu er hægt að fá greinargóða útskýringu á því. Þeir sem eru komnir um og yfir miðjan aldur muna Hklegast eftir því þegar öskupokar voru saumaðir á heimilum landsmanna í gríð og erg fyrir þennan dag og síðan voru þeir hengdir á vegfarendur sem leið áttu um miðbæinn, sjaldnast þeim til gleði. Þeir sem fengu öskupoka á bakið höfðu einfaldlega verið gabbaðir og vissu sjaldnast af því. I byrjun áttunda áratugar síðustu aldar var vinsælt meðal unglinga að hengja spjöld aftan á prúðbúna vegfarendur þar sem gjarnan hafði verið skrifað eitthvað miður fallegt, eins og: Passaðu þig á mér þvi ég bít fast frá mér... eða eitthvað í þeim dúrnum. Á þessum árum klæddu krakkar sig ekki í búninga nema þá helst á Akureyri þar sem kötturinn var sleg- inn úr tunnunni, en slíkt þekktist ekki þá í höfuðborginni. Þó voru dans- skólar oft með grímuböll á þessum degi eða í nálægð við hann. Á undanförnum árum hefur öskudagur verið að breytast í átt til þess sem gerist í enskumælandi löndum á hrekkjavökudaginn. Krakkarnir leggja mikið upp úr að klæðast búningum og síðan er arkað á milli fyrir- tækja og heimila, sungið og beðið um sælgæti. Sumum finnst þetta hafa gengið út í öfgar en aðrir láta sér þetta í léttu rúmi liggja. f Hafnarfirði var nú tekin sú ákvörðun til að koma í veg fyrir að hópar af syngjandi börnum væru komnir fyrir framan fyrirtæki eldsnemma morguns að allir grunnskólarnir í Hafnarfirði skyldu standa fyrir skóla- starfi til kl. 11. „Til að jafna stöðu barnanna í bænum, ef þau hafa yfirleitt áhuga á því að fara í bæinn á öskudag,“ segir á vef Hafnarfjarðar og síðan er bætt við: „Varðandi skólastarfið sjálft á öskudag er það ákvörðun hvers skóla. Þannig getur verið að í einstaka skólum sé ýmist sett upp öskudags- skemmtun, hefðbundin kennsla eða hvað annað sem skólinn leggur upp með. Aðalatriðið er að skólastarfi lýkur alls staðar kl. 11 svo að þau börn sem vilja fara í bæinn geti það.“ í fyrra var töluvert um það rætt að söngurinn og atgangur barnanna hefði gengið fram úr hófi og margar verslanir ákváðu að taka ekki þátt í nammidegi barnanna. Á suma verslunarglugga hafði verið hengdur miði þar sem á stóð: „Ekkert nammi hér“. Öskudagurinn er skemmtilegur dagur. Siðir hafa vissulega breyst en gleðin á að vera ríkjandi í dag. Börnin mega syngja og enginn ætti að sjá eftir karamellu eða sleikjó ofan í þau. Óskupokarnir eru farnir en skrautlegir búningar komnir i staðinn. Það er full ástæða til þess í okkar drungalega þjóðfélagi að taka upp gleðina. Hlæjum og skemmtum okkur með börnunum í dag. Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingan Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins r Beltadrif eykur ~1 |_notkunarmöguleikaj Hafið samand við sölumann! SKEIFAN 3E-F • SIMI 581-2333 • FAX 568-0215 • WWW.RAFVER.IS 12 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 blaöiö Valdi beitt og misbeitt Fjölmiðlar hafa verið kallaðir fjórða valdið i þjóðfélaginu. Löggjaf- arvald, framkvæmdavald og dóms- vald eru frábrugðin þessu fjórða valdi. Sett eru ákvæði í stjórnarskrá um heimildir og hlutverk þessara þriggja greina ríkisvaldsins. Skoð- unarmótunarvald fjölmiðlanna er óskilgreindara. Óprúttnir fjölmiðla- menn hafa því stundum leyft sér að misbeita valdi sínu. Þegar fjölmiðlum er beitt með samstilltum hætti geta þeir komið ýmsu til leiðar. Fyrsta dæmið var þegar amerísku blaðakóngarnir Jos- eph Pulitzer og William Randolph Hearst sáu að hægt var að nota og misnota blöðin til að búa til lítinn en hávaðasaman, agaðan þrýstihóp. Blöð þessara blaðakónga þrýstu Bandaríkjunum í stríð við Spán 1898 með samstilltum aðgerðum. Nær allir stjórnmálamenn voru á móti stríðinu og sömuleiðis meiri- hluti almennings. Þeir Hearst og Pulitzer gerðu það að helsta baráttu- máli blaða sinna að farið yrði í stríð gegn Spáni. Lesendur blaðanna voru hvattir til að kjósa frambjóðendur sem vildu stríð en hafna hinum. Ekki kom málinu við hvað fram- bjóðendur stóðu fyrir að öðru leyti. Talið er að blaðakóngarnir hafi náð 5 til 8% kjósenda á sitt band. í banda- ríska kosningakerfinu dugði það til að fá fylgismenn stríðs kjörna og koma í Veg fyrir að andstæðingarnir næðu kjöri. Farvegur stríðs við Spán var búinn til. Blaðakóngarnir hafa aldrei þurft að svara til saka. Eng- inn möguleiki var að láta þá sæta ábyrgð á ólögmætu landvinninga- stríði. Þetta var árið 1898. Ýmsir sáu þá möguleika sem fólust í aðgerðum eins og þeim sem bandarísku blaða- kóngarnir gripu til. Aðferðafræði amerísku blaðakónganna var síðan notuð út í æsar af þeim Hitler, Lenin og Mussolini á síðustu öld með þeim afleiðingum sem flestir þekkja. Það skiptir máli í lýðræðisríki að hægt sé að treysta fjölmiðlum. Þeir greini frá með hlutlægum hætti og halli ekki réttu máli. Dragi ekki taum eins á kostnað annars. Frá því í nóvember sl. hefur mátt sjá með hvaða hætti þessu fjórða valdi er misbeitt hér á landi. Svo virðist Jón Magnússon sem íslenskir fjölmiðlar séu veikasti hlekkurinn í íslenska lýðræðiskerf- inu. Enginn marktækur gagnrýn- andi er á gæði fjölmiðla og miðlunar þeirra til neytenda. Fjölmiðill eða fjölmiðlar sem leggja einstaklinga eða skoðanir þeirra í einelti geta farið sínu fram. Ólíkt því sem ger- ist með annað þjóðfélagsvald þá eru fjölmiðlamennirnir ekki kosnir. Aðeins eigendurnir geta tekið í taum- ana en þá þarf mikið að ganga á. Enginn dómstóll dæmir þá en fjöl- miðill getur farið fram á að alþingi götunnar hirti dómstóla ef ritstjóra blaðsins líkar ekki við þá dóma sem upp eru kveðnir. Þannig veittist rit- stjóri Morgunblaðsins sem er orðinn pólitískt skynvilltur að dómstólum fyrir að dæma eftir lögunum. Þeir sem sjá út fyrir þjóðfélagsveruleika fílabeinsturns ritstjóra Morgun- blaðsins vita að það er Alþingis að setja lög en dómstólanna að dæma. Áthyglivert er að skoða misbeit- ingu íslensku blaðanna og Ríkissjón- varpsins frá því í nóvember á síðasta ári. Þá fékk Frjálslyndi flokkurinn aukið fylgi í skoðanakönnunum og dagblöðin og ríkisfjölmiðillinn að nokkru leyti brugðust við. Reynt var að gera málflutning flokksins í málefnum innflytjenda tortryggi- legan, afflytja hann og rangtúlka. Þá var athyglivert að sjá með hvaða hætti þessir fjölmiðlar spiluðu á hé- gómagirnd og metnað til að ná fram sundrungu í röðum flokksins. Rit- stjórum íslensku dagblaðanna tókst ekki eins vel upp og lærimeisturum þeirra, Hearst og Pulitzer, fyrir 109 árum. Ótti þeirra er eðlilegur. Kvóta- eigendur og lánardrottnar þeirra ótt- ast að pólitískur flokkur sem berst gegn gjafakvótanum, fyrir sjálf- stæða atvinnurekendur, gegn okrinu, verðtryggingunni og misbeitingu skattlagningarvalds nái fótfestu í þjóðfélaginu. Ég veit að á öllum fjöl- miðlum er vandað og heiðarlegt fólk sem hefur metnað til að færa neyt- endum hlutlæga heiðarlega og góða umfjöllun. Það fólk má ekki kikna undan oki þeirra fáu óheiðarlegu fjölmiðlamanna sem misvirða lýð- ræðislega skyldu sína um hlutlægni og virðingu fyrir mikilvægustu lýð- ræðishefðum vestrænna ríkja. Jón Magnússon Höfundur er hæstaréttarlögmaður Klippt & skorið Fram að þessu hafa flestir litið á Nýtt líf sem tísku- og kvennablað en það er kannski að breytast. Bæði ritstjórinn og aðstoðarritstjórinn eru .ggfpK konur og blaðið er nær eingöngu ef ekki eingöngu 'f skrifað af konum. Það vakti ® því nokkra athygli að í nýj-' 1 asta hefti blaðsins er rætt IMRMr '1 v við þrjá menn sem, ef marka má svör þeirra f blaðinu, eru einhverjir hörðustu naglar sem ganga um götur borgarinnar. Rætt er við Daníel Þorkel Magnússon, myndlistarmann og hönnuð, Jón Óskar myndlistarmann og Þórarin Þórarinsson blaðamann. Það þarf að sjálfsögðu ekki að taka það fram að þeireru allir klæddir svörtu. Þórarinn og Jón Óskar eru meira að segja í svörtum leðurjökkum. Myndlistarmennirnir tveir og blaða- maðurinn eru spurðir nokkurra spurninga í Nýju lífi, látnir fara í það sem kallað er sannleikurinn eða kontór? Svörin er mörg hver æði skrautleg og bera vott um yfirburðakarlmennsku myndu margir segja. Aðspurður um hvar hans mesta leyndarmál hafi átt sér stað svarar Þórarinn til að mynda: ,Æi, ég veit það varla. Ég hef auðvitað gert allan andskotann af mér og þá yfirleitt í ölæði og blakkátum en ég held að það sé varla hægt að tala um leyndarmál þegar maður man þau ekki sjálfur." í viðtalinu viðurkennir Daníel Þorkell líka að hafa byrjað að reykja sjö ára í skólagörðunum. Menn hljóta að spyrja sig eftir að hafa lesið viðtalið hvort Nýtt líf sé btíið að jarða metrósextíal-manninn. Um fátt var meira rætt á kaffistofum (gær en meintan músagang í Bónus í Holtagörðum. Myndskeið tír þætt- inum íslandi í dag fór eins og eldur í sinu um netheima. Þóttust glöggir áhorfendur sjá mýs þjóta um gólfið bak við fréttamann Stöðvar tvö sem var að fjalla um verð á matvöru á fslandi og Danmörku. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, svaraði einkar vel fyrir sig á Mbl.is í gær þegar hann varspurður út í málið. „Ég sá þarna tvær kartöflur skjótast hjá. Þetta var kannski í mesta lagi kartöflumtís," sagði Guðmundur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.