blaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 20

blaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 20
28 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 blaðið neytendur neytendur@bladid.net Bækur og blöð lækka Breytingar á virðisaukaskatti og vörugjöldum sem koma til fram- kvæmda um mánaðamótin hafa áhrif á ýmsar vörur og þjónustu. Kastljósinu hefur fram að þessu einkum verið beint að matvör- um og þeim áhrifum sem breyt- ingarnar koma til með að hafa á verð á þeim enda mat- arinnkaup stór útgjaldaliður á hverju heimili. Ódýrari bækur Bóka- ormar hafa ástæðu til að kætast um mánaðamót- in því að þá mun verð á bókum lækka. Heimilin munar þó ekki síður um lækkanir á öðrum sviðum svo sem lækkun virðisaukaskatts á bók- um, blöðum og tímaritum og hljóm- diskum, áskriftargjöldum sjón- varpsstöðva og lækkun á heitu vatni, rafmagni og olíu til húshitunar. Verðlagseftirlit ASÍ gerði saman- tekt um yfirvofandi lækkanir á dög- unum og tók dæmi af áhrifum þeirra á ólíkar vörur. Virðisaukaskattur á bækur, blöð og tímarit lækkar úr 14 prósentum í sjö prósent. Þá mun virðisaukaskattur á hljóm- diska og bækur einnig lækka niður í sjö prósent. Mest munar um lækk- unina á hljómdiskunum enda var áður 24,5 prósenta virðisaukaskatt- VERÐBREYTINGAR Á BLÖÐUM OG TÍMARITUM Blað/tímarit Verð fyrir breytingu Verð eftir breytingu Morgunblaðið mánaðaráskrift 2.800 kr. 2.628 kr. Viðskiptablaðið mánaðaráskrift 3.450 kr. 3.238 kr. Mannlíf/isafold lausasala 974 kr. 915 kr. Séð og heyrt/Vikan lausasala 599 kr. 562 kr. VERÐBREYTINGAR Á BÓKUM Bækur Verð fyrir breytingu Verð eftir breytingu Skáldsaga/kilja 1.990 kr. 1.868 kr. Orðabók 5.900 kr. 5.538 kr. Hljóðbók 2.900 kr. 2.722 kr. ur á þeim en 14 prósenta á bókum. Þannig mun hljómdiskur sem kost- ar 2.599 krónur núna kosta 2.088 krónur eftir 1. mars. Verðlagseftirlit ASÍ tekur einnig nokkur dæmi af breytingum á verði á bókum. 'Brimborg og Mazda áskilja sér rótt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara og að auki er kaupverð háð gengi. Aukabúnaður á myndum eru og 17" áifelgur. Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Brimborgar. Veldu þann sem þér líkar best Mazda hefur lægstu bilanatiðni allra bila samkvæmt rannsókn tryggingafélagsins Warranty Direct. Helmingi lægri en Toyota. Hagsýnn íslendingur velur praktískari og fallegan bíl. Þess vegna eru gæði Mazda góður kostur fyrir þig. Veldu þann sem þér líkar best. Uppgötvaðu nýja og betri þjónustu Mazda á íslandi. Veldu sportlega og praktíska hönnun. Núna Mazda3. Spurðu Mazda eigendur um þjónustu Brimborgar. Komdu í Brimborg og reynsluaktu Mazda3. - f Spurðu um endursöluverð á Mazda. , Komdu í nýjan og glæsilegan sýningarsal Mazda hjá Brimborg - Bíldshöfða 8 avaktin Villandi Flugfélögin hafa legið undir gagnrýni að undanförnu vegna framsetningar á verði flugferða á heimasíðum þeirra sem mörgum finnst villandi. Neytendasamtökin gagnrýna á heimasíðu sinni að ekki komi fram í upphafi hvert er heild- arverð í stað þess að þar vanti ýmis gjöld sem ekki koma fram fyrr en á síðara stigi í bókunarferlinu. Samtökin benda á að ef flugfélög vilja sýna sérstaklega hvað opinber- ir aðilar taka til sín af flugfargjald- inu megi gera það með sundurliðun á endanlegri kvittun sem viðskipta- vinurinn fær. „Þetta háttalag er sambærilegt við það að verslanir gefi upp með verðmerkingum verð án virðisauka- framsetning skatts, þannig að neytandinn viti það fyrst á afgreiðslukassa hvað var- an kostar,“ segir á heimasíðu Neyt- endasamtakanna ns.is. Þá hefur talsmaður neytenda beint þeim tilmælum til flugfélag- anna Iceland Express og Icelandair að látið verði af innheimtu slikra gjalda nema að uppfylltum ákveðn- um skilyrðum. Þar getur verið um að ræða greiðslur vegna afmarkaðr- ar og valkvæðrar aukaþjónustu við flugfarþega eða vegna gjalda sem skylt er á hverjum tíma að greiða í hlutfalli við fjölda farþega. Þá mun talsmaður neytenda enn fremur taka til athugunar hvort brotið hafi verið gegn réttindum og hagsmunum neytenda með töku hærri gjalda af flugfarþegum Ice- landair en rök standa til. Dregið úr orkunotkun Með örlítilli fyrirhyggju má draga úr rafmagnsnotkun heimil- isins og um leið lækka rafmagns- reikninginn um nokkrar krónur. Fólk ætti til dæmis að gæta þess að velja ljósgjafa við hæfi og nota ekki stærri perur en það þarf og reyna að skipuleggja lýsingu þann- ig að hver ljósgjafi nýtist sem best. Ljósir fletir endurvarpa ljósi og því þarf minni lýsingu þar sem ljós- ir litir eru á til að mynda veggjum og lofti. Ekki ætti fólk að láta ljós loga að óþörfu til dæmis í herbergjum sem enginn er í. Auk þess sem orku er eytt af óþörfu getur skapast af því eldhætta. Gæta skal þess að raftæki sem þarf að hlaða svo sem farsímar, Lægri rafmagnsreikningur Hægt er að draga úr rafmagnseyðslu heim- ilisins með einföldum aðferðum. myndavélar og rakvélar séu ekki í hleðslu lengur en þörf krefur. Fylla skal þvottavélar og upp- þvottavélar áður en þær eru settar í gang. Mikil sóun á rafmagni fylgir því að setja hálftómar vélar í gang.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.