blaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 18
blaðið
menning@bladid.net
Næsta rannsóknarkvöld Félags íslenskra fræða verður haldið
fimmtudagskvöldið 22. febrúar klukkan 20 í húsi Sögufélags í Fi-
schersundi. Þá flytur Theódóra A. Torfadóttir málfræðingur erindi
sem hún nefnir Hömlur á notkun ,vera að' í íslensku.
Jónas í 200 ár
[ tilefni af því að í ár verða 200
ár liðin frá fæðingu Jónasar
Hallgrímssonar stendur fagráð
í íslensku við Kennaraháskóla
íslands, í samvinnu við Símenntun,
rannsóknir, ráðgjöf við KHÍ, fyrir
fyrirlestraröð alla miðvikudaga
í febrúar. Næstu tveir fyrirlestr-
arnir um Jónas Hallgrímsson
verða fluttir í dag, 21. febrúar, í
Bratta, fyrirlestrarsal KHÍ, klukkan
16-17. Þar mun Stefán Bergmann
flytja fyrirlestur með yfirskrift-
inni Náttúrufræðin í lífi Jónasar
Hallgrímssonar og Ragnar Ingi
Aðalsteinsson mun flytja erindið
Stuðlasetning í Ijóðum Jónasar
Hallgrímssonar.
Usli í vísinda-
samfélaginu
Dr. Þorgerður Einarsdóttir, dó-
sent í kynjafræðum við HÍ, flytur
hádegisfyrirlestur fimmtudaginn
22. febrúar kl. 12.15 í stofu 132 í
Öskju. Fyrirlesturinn nefnir hún:
Usli í vísindasamfélaginu. Kynja-
fræðinám í Háskóla íslands í 10 ár.
[ fyrirlestrinum er farið yfir þróun
kynjafræðinnar á íslandi, tengsl
hennar við vísindasamfélagið,
innviði fræðanna og jafnréttisstarf
innan og utan háskóla.
að eru án efa mörg börn
og unglingar sem hafa
áhuga á því að læra að
rappa með Erpi Eyvind-
arsyni, spila á didgeridoo
og dansa í anda Bollywood-mynd-
anna. Þetta allt, og miklu meira til,
geta þau fengið að læra í Gerðubergi
og Miðbergi á heimsdegi barna á Vetr-
arhátíð, laugardaginn 24. febrúar.
Dagskrá þessi er samstarfsverkefni
Höfuðborgarstofu, Alþjóðahússins,
Kramhússins, Gerðubergs og félags-
miðstöðvarinnar Miðbergs.
„Það verður eitthvað um að vera
í hverju einasta skúmaskoti," segir
Guðrún Dís Jónatansdóttir verkefn-
isstjóri. „Við erum að gefa krökkun-
um innsýn í hluti sem eru svolítið
framandi og líka eitthvað sem við
þekkjum betur, eins og til dæmis
rímur og íslenska þjóðdansa. Þetta
er byggt upp á allskyns listsmiðjum
sem börnin geta tekið þátt í og er
óhætt að segja að þar sé margt í boði
fyrir krakka og unglinga. Við fáum
til dæmis mann frá Ástralíu að nafni
Buzby sem ætlar að hjálpa okkur að
búa til didgeridoo sem er hljóðfæri
upprunnið frá frumbyggjum Ástral-
íu. Börnin fá að búa sér til eigið hljóð-
færi og læra líka að spila á það. Buzby
ætlar líka að gefa krökkunum inn-
sýn í tónlistarsögu Ástralíu, siði og
venjur frumbyggja. Víkingar munu
leggja undir sig torgið og kenna börn-
unum að búa til vopn og skylmast.“
Markmiðið með hátíðinni er að
börnin fái örlitla innsýn í menn-
ingu allra heimsálfanna og er þetta
í þriðja sinn sem þessi dagur er
haldinn hátíðlegur hér á landi en
fyrirmyndin er komin frá Noregi. „í
ár erum við sérstaklega að einbeita
okkur að því að fá unglingana til okk-
ar og því frábært að fá Miðberg með
okkur í þetta. Við vorum í svolitlum
vandræðum með hvernig við ætt-
um að kynna suðurheimskautið en
það var niðurstaðan að Borgarbóka-
safnið tæki það að sér með sérstöku
mörgæsaþema. Þar geta krakkarnir
fræðst um þessa skemmtilegu fugla
og föndrað ýmislegt tengt þeim,“ seg-
ir Guðrún Dís.
Aðspurð um þýðingu slíkrar dag-
skrá segir Guðrún hana vera marg-
þætta. „ Ég held að dagskrá sem þessi
auki skilning og sé jákvæð kynning
á menningu hinna ýmsu þjóða. Ég
held að verkefni af þessum toga séu
mjög mikilvæg og í takt við fjölmenn-
ingarstefnu Reykjavíkurborgar. Það
var vilji Höfuðborgarstofu að þessi
dagur kæmist á fastan stað til fram-
búðar og Gerðuberg og Miðberg
þóttu henta sérlega vel til þess að
hýsa hann. Gerðuberg hefur í gegn-
um árin beitt sér mikið fyrir barna-
menningu; með viðburðum og list-
smiðjum þar sem börnin eru virkir
þátttakendur og einnig með dagskrá
fyrir fullorðna þar sem barnamenn-
ing er í brennidepli.“
Dagskráin hefst með uppákom-
um í sal Gerðubergs milli 13-14 á
laugardag þar sem t.d. 7. bekkur
Háteigsskóla sýnir leikrit sem heitir
Ævintýraruglingur. Listsmiðjurnar
fara síðan í gang kl. 14. í lok dagsins,
á milli 17 og 18, verður síðan afrakst-
urinn sýndur og enginn vafi leikur
á því að það verður frábær karníval-
stemning og allir fara glaðir heim!
Otriviri
i MfN1 HOi. í
Citron
KVEF?
Voítaren
DotO (Mw
Didofenac. Kat.
"iH ‘i
VectavirtH
NEf-UÐI
HALSTOFLUR
vERKJALYF
FRUNSUKREM
V-? Lyf&heilsa
Það er engin ástæda til að láta sér liða illa
Komdu og fáðu ráðgjöfhjá okkur.
Við hlustum!
Vectaw krem er áhrífarikt lyf til meðíerðar á frunsu af völdum Herpes Simplex. Vectavir virkar á öflum stigum frunsunnar frá sting eða æðasláttar til blöðru. I Vectavir er virka efnið penciklóvír sem stöðvar framgang
veirunnar. Vectavír er ætlað fullorönum og bömum eldri en 12 ára. Berið Vectavir á frunsusvæðið á 2 klst fresti i 4 daga. Berið á rétt fyrír svefn og um leið og vaknað er. Oæmigert er að frunsa komi fram við ofreynslu, kvef
eða inflúensu eöa í mikilli sól (Ld. á skiðum). Ekki á að nota lyfið ef að áður hefur komið fram ofnæmi fyrir penciklóvír, famciklóvr eða öðrum innihaldsefnum. Með Vectavir grær frunsan hraðar, verkir minnka og smittími
styttisl Vectavir kremið 2 g fasst án lyfseðils. Lesið vel leiífeehingar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem böm hvorki ná til né sjá.
Otrivin nefúðinn og nefdropamir innihalda xýlómetasólin sem vinnur gegn bóigu, nefstífkJ og slímmyndun vegna kvefs og bráðrar bóigu í ennis- og kinnholum. Otrivin virkar fljótt og áhrifin vara í 6-10 klst. Otrivin getur
vafcfiö aukaverkunum, sé. ertingu í slímhúð og sviðatiifinningu. Bnnig ógleði og hofuðverk. Otrivin má nota þrisvar á dag en ekki lengur en (10 daga í senn. Varúð: Langtímanotkun Otrivin getur leitt til þurrks í nefslimhúð.
Sjúkfingar með gláku eða þeir sem hafa ofnæmi fyrir xýtómetasófin ættu ekki að nota Otrivin. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar sem fytgja lyfinu. Geymið þar sem böm hvorki ná til né sjá.
Strcpsás töftur eru látnar renna í munri og leysast þar hægt upp. Þannig nást fram staðbundin sótthreinsandi áhrif i murmi og koki. Auk þess hafa bragðefnin væg kælandi áhrif sem slá á ertingu. Venjulega er ein taf la látín
leysast hægt upp í murtni á 2-3 klst fresti. Lyfið þarf venjulega að nota í 3-4 daga og stundum i allt að ema viku. Bnnig má leysa upp 1 -2 töflur (heitu vatní og drekka sem heitan drykk. Notkun lyfsins hefur engin áhrif á
ömur lyf sem notuð eru samömis. Ofnæmi eöa ofnæmislik viðbrögð geta komið fyrir en eru afar sjaldgæf. Hver pakki af Strepsils inniheldur 24 munnsogstöflur, sem eru i hentugum þynnupakkningum. Hverri pakknmgu
fyigja víðurkermdar leiðbeiningar á tslensku um notkun lyfsms, sem gott er að kyma sér vel. Geymið þar sem böm hvorki ná til né sjá.
Voítaren Dolo® (díklófenak kalíum) 12,5 mg töflur, Notaðar við vægum eða frekar vægum verkjum, svo sem höfuðverk, tannpínu og tíðaþrautum. Verkar einnig hitalækkandi. Dragi ekki úr eínkennum á nokkrum dögum,
skal leita til lcdrnis. Þeir sem eru með eða hafa haft sögu um maga- eða skeifugamarsár eða skerta lifrarstarfsemi ættu að ráðfæra sig við lækni áður en lyfið er notað. Þeir sem þola ekki acetýtealisýru, íbuprófen eða örtnur
bólgueyðandi lyf eða eru með astma eiga ekki að nota Vottaren Dolo®. Notið lyfið ekki á meðgöngu nema í samráði við lækni, en aldrei á síðasta þriðjungi meðgöngu. Leitið ráða læknis eða lyfjafræðings um milliverkanir
við örmur lyf. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fytgiseðli. Geymið þar sem böm hvorki ná til né sjá.
Bar par á Nasa
Frumsýning á gamanleiknum
Bar par eftir Jim Cartwright verð-
ur föstudaginn 23. febrúar kl. 20
á Nasa við Austurvöll. Sögusvið
verksins er ónefndur bar sem er
frægur fyrir að annað hvort kemur
fólk þangað í pörum eða það fer í
pörum. Áhorfendur fá tæícifæri til
að sjá og upplifa eina kvöldstund í
lífi hjónanna sem eiga og reka stað-
inn en einnig kemur við sögu fjöldi
gesta á öllum aldri. Hjónin virðast
við fyrstu sýn hata hvort annað
- hún daðrar án þess að skammast
sín við alla gestina og drekkur út
gróðann á meðan hann reynir að
hafa stjórn á hlutunum. Skraut-
legir og óvæntir gestir setja strik í
reikninginn og hafa mikil áhrif á
þau hjónin. Þegar líður að lokum
bresta allar stíflur með óumflýjan-
legu uppgjöri hjónanna á skugga-
legum harmleik fortíðarinnar.
Öll hlutverkin fjórtán eru leik-
in af Steini Ármanni Magnússyni
og Guðlaugu Elísabetu Olafsdótt-
ur. Leikritið Bar par var fyrst sett
upp á íslandi fyrir tæplega 15 árum
hjá LA og varð strax gríðarlega vin-
sælt.