blaðið - 28.02.2007, Qupperneq 1
41. tölublað 3. árgangur
■ KOLLA OG KULTURINN
Ólafur Kvaran lætur nú af starfi forstööu-
manns Listasafns íslands, samkvæmt
þeirri reglu að forstöðumaður megi
ekki sitja lengur en i tíu ár | síða ie
■ NEYTENDUR
Emil B. Karlsson telur engan vafa á því
að útlendar lágvöruverðsverslanir verði
fljótar að koma sér fyrir á markaðnum
sjái þær sér hag í því | síða2s
miðvikudagur
28. febrúar 2007
Rúnar Júlíusson kynntist Maríu Baldursdóttir, söngkonu ogfegurðar-
drottningu, fyrir 43 árum oghefur elskað hana heittsíðan. I bóksinni
sem kom útfyrir nokkrum árum lofaði hann því að giftast henni þegar
hútn yrði sextug. María verður sextug í dag. Sjá síðu 14
Flensan hefur víða áhrif:
Gangar fullir af sjúklingum
■ Eins og stríðsástand ■ Vísað til Hafnarfjarðar ■ Skólar þurft að fella niður kennslu
Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur heida@bladid.net
„Við höfum þurft að biðja þá í Hafnarfirði og á Akra-
nesi að taka við sjúklingum frá okkur af bráðamót-
tökunni vegna þess að það eru allir gangar fullir
hérna uppi. Þetta var bara á tímabili eins og stríðs-
ástand,“ segir Ófeigur Þorgeirsson, yfirlæknir á
bráðamóttöku LSH í Fossvogi. Flensan hefur einnig
herjað á skóla landsins og hefur víða þurft að fella
niður kennslu.
„Það er búið að vera virkilega þungt ástand á spít-
alanum í tæpa tvo mánuði," segir Ófeigur. „Við
viljum rekja þetta að stórum hluta til flensupestar.“
Samkvæmt Ofeigi voru um fjörutíu til fimmtíu
þúsund manns sem létu bólusetja sig gegn inflú-
ensunni. „Flensan hefur farið illa í eldra fólkið. Það
hefur komið langverst út úr þessu.“
Á bráðamóttöku barna við Hringbraut hefur
einnig verið mikið álag undanfarnar vikur, sam-
kvæmt Ingileif Sigfúsdóttur, deildarstjóra bráða-
móttökunnar. „Inflúensan er í hámarki og er álagið
í samræmi við það. Mér sýnist enn sem komið
er ekki vera að draga úr þessu." I Borgaskóla í
Reykjavík voru átján af fimmtíu kennurum frá
kennslu vegna veikinda í síðustu viku, samkvæmt
Svövu Margréti Ingvarsdóttur aðstoðarskólastjóra.
„Stundum er enginn annar kostur en að fella niður
kennslu. Við höldum úti kennslu í fyrsta til fjórða
bekk en verðum að fella niður kennslu á efstu stig-
unum.“ Svava segir að mæting sé betri meðal kenn-
ara og nemenda í þessari viku. „Það var vetrarfrí
hjá okkur í lok síðustu viku. Það mætti segja að við
höfum bara farið í sóttkví."
Guðmundur Ásmundsson, skólastjóri Kópavogs-
skóla, segir einnig að ástandið hafi verið slæmt hjá
þeim í síðustu viku. „Það er allt að hressast hér.“
Kjólar og meiri kjólar
Jóna Elísabet Ottesen er versl-
unarstjóri í Gyllta kettinum.
Kjólar eru í miklu uppáhaldi
hjá henni enda ógrynni af
þeim að finna í fataskápnum
hennar.
VEÐUR
» síða 2
Léttskýjaö
Fremur hæg norðlæg eða
breytileg átt og léttskýjað um
nær allt land. Frostlaust að
deginum við suðurströndina
en annars allt að 10 stig frost,
kaldast í innsveitum.
VIÐTAL
Átta síðna
sérblaö um
fermingar
fylgir meö
Blaöinu í dag
» síður 17-24
KR0NAN
100
+170
mn
milljónir
pónus-
Inningur ••
5
W'Ujónir
■
Vinningshafi
óskast
Víkingalottó óskar eftir
vinningshafa að tvöföldum potti
upp á 100 milljónir. Viðkomandi
verður að uppfylla eftirfarandi
skilyrði: Kaupa miða.
Einnig er i boði ofurpottur upp
á 170 milljónir og bónuspottur
upp á 5 milljónir.
L«TT«
Alltai á miðvlkudögum!
lotto.is
Hillukerfi
Vinnubord
Fataskápar
Stálskápar
HJólaborö
Plastvðriir
Habco ál rennihurdír
og hurdaopnarar
AH&r rermi
Imrösr nwc
f) tlf'"
ut
Hamarshöföa 1 - S: 511 1122