blaðið - 28.02.2007, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007
blaðið
Spilavíti í Flensborg
I þessari viku fara fram þemadagar í Flensborgar-
skólanum í Hafnarfirði. Þema nemenda í ár er spila-
víti og hefur skólinn verið skreyttur í samræmi við
það. Meðal annars hefur verið komið upp sérútbúnu
pókerherbergi og kapellu í anda Las Vegas.
LANDBUNAÐUR
Utflutningsskylda afnumin
I frumvarpi sem landbúnaðarráðherra kynnti fyrir ríkis-
stjórninni í gær er gert ráð fyrir að útflutningsskylda sauð-
fjárbænda á lambakjöti falli brott í áföngum til ársins 2009.
Um er að ræða frumvarp sem gerir ráð fyrir breytingum á
búvörulögum vegna nýs sauðfjársamnings.
HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Þrettán umferðaróhöpp
Þrettán umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu á mánudag og er það
með allra minnsta móti. Bíll hafnaði á Ijósastaur i
Lönguhlíð um morguninn og var ökumaðurinn, karl-
maður á fimmtudagsaldri, fluttur á slysadeild.
Persónuvernd um sjúkraskrár:
Landspítalinn
takmarki aðgang
Allur aðgangur að rafrænum
sjúkraskrám innan Landspítala-
háskólasjúkrahúss skal vera háður
því að viðkomandi starfsmaður
þurfi hann nauðsynlega starfs
síns vegna, samkvæmt ákvörðun
Persónuverndar. Sérstök eftirlits-
nefnd á að hafa virkt eftirlit með
öllum sem nota skrárnar. Sjúkra-
húsið fær frest til í. maí til að
koma á öryggisráðstöfunum sem
Persónuvernd kveður á um.
Samkvæmt ákvörðun Persónu-
nefndar eiga starfsmenn að fá per-
sónubundið aðgangsorð sem end-
ist í 4 mánuði. Skal starfsmaður
ávallt tilgreina tilganginn þegar
hann opnar sjúkraskrá, svo sem
með því að haka við tiltekinn reit.
Eftirlit með notendum
sjúkraskráa Landspítali-
háskólasjúkrahqs.
Gera skal greinarmun á upplýs-
ingum í sjúkraskrám eftir eðli
þeirra og hafa upplýsingar sem
þurfa sértæka vernd í sérstaklega
vörðum hólfum. Þær skulu aðeins
aðgengilegar starfsfólki á þeirri
deild þar sem upplýsingar í um-
ræddum hólfum eru skráðar.
Innflytjendur í próf Svara þarf 28
af fjörutíu spurningum rétt til að
öðlast danskan rikisborgararétt.
Myndit/NordicPhotos-AFP
Innflytjendur í Danmörku:
í próf fyrir passa
Innflytjendur í Danmörku
munu þurfa að standast sérstakt
próf til að öðlast danskan ríkis-
borgararétt frá og með maí næst-
komandi. Próftakendur þurfa
að svara í það minnsta 28 spurn-
ingum rétt af fjörutíu til að eiga
möguleika á ríkisborgararétti.
Spurt verður um ýmisleg samfé-
lagsleg málefni, danska sögu og
menningu og gætu próftakendur
átt von á spurningum um fjölda
þingmanna á Folketinget, nafn
danska þjóðsöngsins og hvaða rétt-
indi megi finna í stjórnarskránni.
Ráðuneyti innflytjendamála
hefur umsjón með prófinu og
kostar próftökurétturinn sex
hundruð danskar krónur í hvert
skipti. Próftakendur munu þurfa
að svara fimm spurningum um
atburði líðandi stundar og 35 spurn-
ingum af um tvö hundruð spurn-
ingum sem fulltrúar ráðuneytisins
hafa þegar samið. Tilraunaútgáfa af
prófinu liggur þegar fyrir og verður
prófuð á næstu vikum áður en end-
anleg útgáfa verður lögð fram.
Ég nota Sterimar, það hjálpar
kvef
ofnæmi
- eyrnabólga
- ennis og
kinnhoiusýking
STÉRIMAR'
Physiological
Sea Water
Microspray
Fæst í apótekum
Sprengjutilræði við herstöð Bandaríkjahers í Afganistan:
Cheney slapp
■ 23 létust og tuttugu særöust ■ Fundaöi meö forseta Afganistans
Eftir Atla isleifsson
atlii@bladid.net
Dick Cheney, varaforseti Bandaríkj-
anna, var skotmarkið í sjálfsvígs-
árás talibana við herstöð Banda-
ríkjahers í Bagram í Afganistan í
gær. Þetta sagði Qari Yousef Ahm-
adi, talsmaður talibana í landinu, i
símaviðtali við fréttamenn í kjölfar
árásarinnar. „Við vissum að Cheney
yrði staddur í herstöðinni á þessum
tíma. Árásarmaðurinn var að reyna
að ná til hans.“ Talið er að um 23
hafi látist í sprengingunni og rúm-
lega tuttugu særst.
Cheney slapp ómeiddur úr árásinni,
en hann mætti í óvænta heimsókn
til Afganistans á mánudaginn. Að
sögn talsmanns Bandaríkjahers var
Cheney í öruggu skjóli inni í herstöð-
inni þegar sprengjan sprakk og aldrei
í hættu. I samtali við fréttamenn sagð-
ist Cheney hafa heyrt mikinn hvell og
í kjölfarið verið fluttur í neðanjarðar-
byrgi. „Ég tel að talibanar séu að reyna
að finna leiðir til að grafa undan ríkis-
stjórn landsins og ég reikna með að
sjálfsvígsárás á Bagram-herstöðina
sé ein leið til að gera það. Slíkar árásir
ættu hins vegar ekki að hafa áhrif á
stefnu okkar.“
Flestir hinna látnu voru afganskir
verkamenn, en bandarískur og suð-
urkóreskur hermaður féllu einnig
í árásinni. Hershöfðinginn James
Bonner segir að það hafi ekki verið
nokkur leið fyrir árásarmanninn
að komast inn á herstöðina. „Örygg-
isatriðin voru öll í lagi og árásarmað-
urinn fékk aldrei neinn aðgang að
herstöðinni. Þegar hann gerði sér
grein fyrir því að hann kæmist ekki
inn i stöðina beindi hann athygl-
inni að almennum borgurum fyrir
utan stöðina.“ Sprengjan sprakk á
milli ytra öryggishliðsins og innra
hliðs þar sem bandarískir hermenn
sinna öryggisgæslu.
Cheney fékk sér morgunmat með
bandariskum hermönnunum um
einum og hálfum tíma eftir árásina
og hélt svo til viðræðna við Hamid
Karzai, forseta Afganistans, í höfuð-
borginni Kabúl. Arásir við Bagram-
herstöðina hafa verið mjög fátíðar
en hún er ein sú best varða í heims-
hlutanum. Cheney kom til Afgan-
istans á mánudaginn eftir óvænta
heimsókn sína til Pakistans þar sem
hann hrósaði Pervez Musharraf,
forseta Pakistans, fyrir þátt Pakist-
ana í stríðinu gegn hryðjuverkum.
Varaforsetinn hvatti þó pakistönsk
stjórnvöld til að taka enn harðar á
þeim talibönum sem hafa hreiðrað
um sig við afgönsku landamærin.
Árásum talibana og annarra upp-
reisnarmanna hefur farið fjölgandi
í Afganistan að undanförnu. Árið
2005 voru taldar 21 sjálfsvígsárás í
landinu, en þær voru 139 á síðasta
ári. Hershöfðingjaróttastað árásum
talibana muni fjölga enn frekar með
vorinu, þegar snjóa leysir.
Rúmlega fimm þúsund banda-
rískir hermenn dvelja í Bagram-
herstöðinni auk fjögur þúsund
hermanna og verktaka af öðrum
þjóðernum. Bandarískir hermenn
eru nú um 27 þúsund talsins I Afg-
anistan og hafa ekki verið fleiri frá
innrásinni árið 2001.
Samtök gegn spilafíkn:
Gegn veðmálum á Netinu
„Hjálparsíminn stoppar ekki hjá
okkur og fólk er því miður enn að
taka líf sitt vegna þessa alvarlega
vandamáls; spilafíknar. Það er stað-
reynd sem við verðum að horfast í
augu við,“ segir Júlíus Þór Júlíusson,
formaður Samtaka áhugafólks um
spilafíkn, SÁS. Fjöldi fólks glímir
við spilafíkn og helsta baráttumál
SÁS er að koma í veg fyrir að hægt
sé að taka þátt á veðmálasíðum á
Netinu hér á landi.
Júlia Olsen, ráðgjafi SÁS, segir
aukið álag vera á hjálparlínu sam-
takanna. Hún segir umræðu um
spilafíkn hafa hjálpað fólki til þess
að leita sér hjálpar. „Baráttan heldur
áfram og ástandið er mjög slæmt.
Fólk er að hringja inn til okkar sem
komið er á síðasta snúning andlega,“
segir Júlía.
Samtökin vinna nú að heildarmeð-
ferðaráætlun gegn spilafíkn og segir
Júlíus Þór þörfina á því vera brýna.
,Ég fletti reglulega yfir dánarfregnir
í blöðunum og sé þar fólk sem hefur
verið að glíma við þennan sjúkdóm.
Þá hugsar maður yfirleitt það versta,"
segir Júlíus Þór.