blaðið


blaðið - 28.02.2007, Qupperneq 9

blaðið - 28.02.2007, Qupperneq 9
blaðið MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 9 Starfsmenn Alcoa: Velferð og öryggi tryggt „Alcoa Fjarðaál vill vera fyrir- myndarfyrirtæki, hvort sem það snertir framleiðslu, umhverfi, samfélag eða starfsfólk. Við leggjum kapp á að gera vel á öllum sviðum. Samningurinn er liður í að uppfylla þau gildi sem Alcoa starfar eft ir,” segir Steinþór Þórðarson, framkvæmda- stjóri mannauðsmála hjá Alcoa Fjarðaáli. Fyrirtækið gerði nýverið samning við ráðgjafarfyrirtækið InPro sem tryggir starfsmönn- um Alcoa og fjölskyldum þeirra víðtæka velferðarþjónustu. Samn- ingnum er ætlað að stuðla að bættum lífsgæðum starfsmanna. Öryggismálasafn: Skjölin flokkuð úti á landi Þjóðskjalavörður hefur að beiðni Þorgerðar Katrínar Gunn- arsdóttur menntamálaráðherra athugað hvort hægt sé að flokka skjöl, i fyrst og fremst I úr utanríkis- ráðuneytinu og hjá Pósti og síma, úti á landi. Nið- urstaðan er sú að verkið sé hægt að vinna á héraðsskjalasöfnum ísafjarðar og Húsavíkur. Menntamálaráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi þess efnis að innan Þjóðskjalasafns Islands verði stofnað sérstakt safn, öryggismálasafn, þar sem gögn er varða öryggismál landsins á tím- um kalda stríðsins yrðu varðveitt. „Þetta eru ný störf sem hægt er að vinna í rauninni hvar sem er. Við erum ekki að taka eitthvað sem er fyrir hér á höfuð- borgarsvæðinu, heldur er þetta hrein viðbót. Þetta er gríðarlega umfangsmikið verkefni. Bara í utanríkisráðuneytinu eru , hillumetrarnir af skjölunum 8oo til 900 metrar, að ég held,“ greinir Þorgerður Katrín frá. Hún segir skjalafræðinga telja að verkið taki fjögur ár. Sandgerði: Aukið öryggi eldri borgara Sandgerðisbær býður eldri borgurum og öryrkjum styrk til að fá sér öryggishnapp. Hnappur- inn er einfalt og fyrirferðarlítið öryggistæki sem borið er á úlnlið eða um háls. Verði óhapp, slys eða veikindi er þrýst á hnappinn og berast þá samstundis boð til Neyð- arlínunnar 112 og beint samband opnast við sérþjálfað starfsfólk. Styrkurinn getur numið meira en helmingi af þeim kostnaði sem fellur á hvern einstakling. Átak hjá sýslumanninum í Reykjavík: Fólk handtekið hvar Einstaklingar sem hafa hunsað boðanir sýslumanns vegna fjár- náms geta átt von á því að verða handteknir hvar og hvenær sem er næstu daga. Hundrað og tuttugu nöfn eru á fyrsta listanum sem lög- reglan á höfuðborgarsvæðinu fékk afhentan en átakið hófst í fyrradag og voru þá tveir menn handteknir. Nokkur þúsund kröfur um fjár- nám, sem ekki hefur tekist að ljúka þar sem einstaklingar hafa hunsað boðanir sýslumanns, liggja fyrir. Elstu kröfurnar sem nú er verið að vinna í eru frá árinu 2003. Næstu daga munu einkennisklæddir lög- reglumenn handtaka þessa einstak- linga og fara með þá til sýslumanns. Samkvæmt Rúnari Guðjónssyni, sýslumanni í Reykjavík, er fólk sem hafði hunsað boðanir byrjað að koma til þeirra að sjálfsdáðum og ganga frá sínum málum. „Þeir sem vita að þeir eru hér til meðferðar hjá okkur og hafa fengið boðunar- bréf en ekki mætt ættu endilega að koma og gera vart við sig hjá fulln- ustudeildinni, annað hvort með því að hringja og fá tíma eða koma bara beint. Það er fólki fyrir langbestu. Ekki er það okkar keppikefli að fólk sé leitt hingað af lögreglu." og hvenær sem er Handtaka á 120 einstaklinga í Reykjavík Nokkur þúsund kröfur um fjárnám liggja fyrir þar sem einstakling- ar hafa hunsað boöanir sýslumanns. KNUD HOLSCHER/d line PRÓFESSOR, ARKITEKT Hann lauk námi í Arkitektaskóla Listaakademí- unnar og varð prófessor þar 1968. Hann varð síðar meðeigandi í Arkitektastofunni KHR A/S arkitektar. Stofnaði síðan eigið fyrirtæki 1995, Knud Holscher Indstriel Design (Iðnhönnun). Hann hefur fengið mörg verðlaun og viöurkenningar í gegn um tíðina - nú síðast ID verðlaunin fyrir d line snyrtiþilin fyrir almenningssalerni, ásamt ID verðlaunin fyrir klassíska hönnun 1999. Heimsklassa hönnun ASETA BYCCINCAVÖRUR BYGGINGATÆKNI Tunguhálsi 19, 110 Reykjavík. Simi 533 1600 aseta@aseta.is www.aseta.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.