blaðið - 28.02.2007, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007
blaðið
UTAN ÚR HEIMI
Fjölskylda dæmd til dauða
Japönsk fjölskylda; faðir, móðir og tveir synir; hefur
verið dæmd til dauða fyrir morð á fjórum mann-
eskjum á haustmánuðum árið 2004. Synirnir tveir
rændu og myrtu fimmtán ára dreng áður en foreldr-
arnir kyrktu móður hans og skutu bróður hans og vin.
Sex létust í strætisvagnaslysi
Sex manns létust og tugir slösuðust þegar tveir
strætisvagnar skullu saman nálægt Rasbo, norður
af Uppsölum í Svíþjóð, í gærmorgun. Að sögn lög-
reglu voru vagnarnir báðir fullsetnir, sem þýöir að
farþegarnir hafa samtals verið um hundrað talsins.
Stúlka smituð af fuglaflensu
Heilbrigðisyfirvöld í Laos hafa staðfest að fimmtán ára stúlka
hafi verið flutt á sjúkrahús eftir að hafa smitast af H5N1 -af-
brigði fuglaflensu. Þetta er fyrsta fuglaflensutilfelliö í Laos,
en fjölmörg tilfelli hafa þegar komið upp í nágrannaríkjunum
Víetnam, Kína, Kamþódíu og Taílandi.
Reykjavík:
Þjófar sluppu
á hlaupum
Tveir karlmenn fóru inn á
svæði Blómavals í Vogahverfi
í fyrrinótt en vaktmaður stóð
þá að verki áður en þeir náðu
að taka eitthvað með sér,
samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni á höfuðborgarsvæð-
inu. Þjófarnir komust undan á
hlaupum og hafa enn ekki fund-
ist. Þeir skildu hins vegar bílinn
sem þeir komu á eftir og er hann
í haldi lögreglu.
Tilkynnt var um fyrirhugað
rán í sælgætisbarnum í verslun-
inni ío-n á Hjarðarhaga laust
eftir miðnætti á mánudag. f
ljós kom þegar lögreglan mætti
á vettvang að ekki var um
eiginlegt rán að ræða heldur
sælgætishnupl. Ungir menn voru
handteknir í kjölfarið og lagði
lögreglan hald á sælgætið.
Falleg - sterk - náttúruleg
v STRÖND
' RHF.
Suöurlandsbraut 10
Sími 533 5800
www.simnet.is/strond
Eiginkona Jóns Geralds bar vitni í Baugsmálinu:
Segir Baugsfeðga hafa
átt helming í bátnum
■ Mátti ekki fréttast hverjir áttu bátinn ■ Kristín hafði ekkert með bátinn að gera
Eftir Magnús Geir Eyjólfsson
magnus@bladid.net
Jóhanna Guðmundsdóttir, eiginkona
Jóns Geralds Sullenberger, fullyrti
fyrir dómi í gær að Jón Ásgeir Jó-
hannesson og Jóhannes Jónsson hafi
átt helmingshlut á móti eiginmanni
sínum í skemmtibátnum Thee Vik-
ing. Verjendur Baugs hafa haldið því
fram að Jón Gerald hafi allan tím-
ann verið skráður fyrir bátnum en
að Gaumur, sem er í eigu Baugsfjöl-
skyldunnar, hafi lánað honum fyrir
lánum og rekstrarkostnaði.
Aðspurð út í eignarhaldið sagði
Jóhanna að báturinn hafi verið
skráður á eiginmann sinn þar sem
lánið fyrir honum hafi verið tekið
í bandarískum banka þar sem þau
hjónin hafi skráð lögheimili í Banda-
rikjunum. Hins vegar hafi það
ávallt legið fyrir að þeir feðgar
hafi átt helminginn í bátnum
enda hafi þeir notað hann
manna mest undir sig og
viðskiptafélaga sína. Jón
Ásgeir hafi hins vegar
tekið skýrt fram að ekki
mætti fréttast að þeir
feðgar væru eigendur
bátsins þar sem slíkt
gæti komið sér illa
fyrir almennings-
álitið á íslandi.
Jóhanna full-
yrti jafnframt
að greiðslur frá
Baugi til Nord-
ica, sem titlaðar voru þjónustu- og
umsýslugjöld, hafi farið í rekstur
bátsins og að Tryggvi Jónsson hafi
átt frumkvæðið að orðalaginu á
reikningunum.
Gaumur tók áhættuna fyrir Baug
Jóhanna var eitt fimm vitna fyrir
dómi í gær en auk hennar báru þau
Kristín Jóhannesdóttir, Guðfinna
Bjarnadóttir, Hans Kristian Hustad
og Unnur Sigurðardóttir vitni. Guð-
finna, sem er fyrrum stjórnarfor-
maður í Baugi, sagði að hún myndi
ekki mikið frá þeim tíma sem hún
sat í stjórn fyrirtækisins. Aðspurð
út í lög félagsins sagðist hún þó vita
til þess að þau hafi þróast mikið á
þeim fjórum árum sem hún sat í
stjórninni og að gefið hafi verið leyfi
til hærri fjárfestinga án samþykkis
Fyrir utan rettarsal Jon Gerald
hefur þegar vitnað, en hann er
einnig ákærður. Konan hans
Jóhanna vitnaði í málinu í gær.
Kristín og Guðfinna Þær Kristín
Jóhannesdóttir og Guðfinna Bjarna-
dóttir vitnuðu báðar fyrir dómi í gær.
stjórnar en segir til um i lögunum.
Einnig hafi stjórnarmönnum verið
það ljóst að Gaumi hafi verið ætlað
það hlutverk að fara út í áhættu-
samar fjárfestingar fyrir Baug og
það hlutverk hafi meðal annars
komið til vegna ágreinings innan
stjórnar Baugs um framtíðar-
stefnu fýrirtækisins.
Yfirheyrslum lauk snemma
Kristín Jóhannesdóttir, fram-
kvæmdastjóri fjárfestingarfé-
lagsins Gaums og systir Jóns Ás-
geirs Jóhannessonar, mætti svo
til skýrslutöku eftir hádegi í gær. Sig-
urður Tómas Magnússon, settur sak-
sóknari, spurði samkvæmt vefmiðl-
inum mbl.is Kristínu meðal annars
út inneignir á ýmsum viðskiptareikn-
ingum, ýmis tölvupóstssamskipti og
samskipti Gaums og Baugs. Aðspurð
um skemmtibátinn Thee Viking
sagðist Kristin ekkert hafa haft með
hann að gera, nema gist einu sinni í
honum. Sagði hún að Jóhannes, faðir
hennar, og Jón Ásgeir, bróðir hennar,
hafi alfarið séð um þau mál. Yfir-
heyrslum lauk óvenjulega snemma í
gær, klukkutíma á undan áætlun.
NEFÚÐI HÁLSTÖFLUR VERKJALYF FRUNSUKREM
Það er engin ástæða til að láta sér líða illa.
Komdu og fáðu ráðgjöf hjá okkur.
VLyf&heilsa
Við hlustumi
KVEF?
Otrivin |
ímamf
Vectavfr krem er áhrifaríkt lyf til meðferðar á frunsu af völdum Herpes Simplex. Vectavir virkar á öllum stigum frunsunnar frá sting eða æðasláttar tíl blöðru. í Vectavír er virka efnið penciklóvír sem stöðvar framgang
veírunnar. Vectavir er œtlaö fullorönum og börnum eldri en 12 ára. Berið Vectavir á írunsusvæöið á 2 klst fresti i 4 ciaga. Beriö á rétlfyrir svefn og um leið og vaknaö er. Dæmigert er aö írunsa komi íram við oíreynslu, kvef
eða inflúensu eða í mikilii sól (Ld. á skíðum). Ekki á að nota tyfið ef að áður hefur komið fram ofnæmi fyrir penciklóvír, famciklóvír eða öðaim innihaldsefnum. Með Vectavir grær frunsan hraðar, verkir minnka og smittimi
styttist Vecíavir kremið 2 g fæst án lyfseðils. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þarsemböm hvorki ná til né sjá.
Otrfvín nefúann og nefdropamir innihalda xýlómetasóiin sém vinnur gegn bólgu, nefstfflu og slímmyndun vegna kvefs og bráðrar bólgu í ennís- og kinnholum. Otrivin virkar fljótt og áhrifin vara í 6-10 klst. Otrívin getur
vaklið aukaverkunum, s.s. ertingu í slímhúð og sviðatitfinningu. Einnig ógleði og höfuðverk. Otrivin má nota þrisvar á dag en ekki lengur en 110 daga í senn. Varúð: Langtímanotkun Otrivin getur leítt til þurrks i nefslímht'ið.
Sjúklingar með gláku eða þeír sem hafa ofnæmi fyrir xýfómetasófin ættu ekki að nota Otrivin. Kyrmið ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Strepsks töftur em látnar renna í munni og leysast þar hægt upp. Þannig nást fram staðtxindin sótthreinsandi áhrif í munni og koki. Auk þess hata bragðefnin væg kælandí áhrif sem slá á ertíngu. Venjulega er ein tafla látin
leysast hasgt upp í mumi á 2-3 kísf fresti. Lyfið þarf venjulega að nota í 3-4 daga og stundum i alit að eina viku. Einnig má leysa upp I -2 töflur í heitu vafrii og drekka sem heitan drykk. Notkun tyfsins hefur engin áhrif á
önnur lyf sem notuð eru samtímis. Ofnæmi eða ofnæmislík viðbrögð geta komið fyrir en ern afar sjaldgæf. Hver pakki af Strepsils inniheldur 24 munnsogstöflur, sem eru í bentugum fjynnupakkníngum. Hverri pakkningu
fylgja viðurkenndar leiðbeíningar á ísiensku um notkun lyfsins, sem gott er að kynna sér vel. Geymið þar sem böm hvorki ná ti! né sjá.
VoHarwi Ooto® (díklófenak kalíum) 12,5 mg töflur. Notaðar við vægum eða frekar vægum verkjum, svo sem hofuðverk, tannpínu og tiðaþrautum. Verkar einnig hitalækkandi. Dragi ekki úr eínkennum á nokkrum dögum,
skal leíta til la^cnis. Þeir sem eru með eða hafa haft sögu um maga- eða skeifugamarsár eða skerta lifrarstarfsemi ættu aö ráðfæra sig við ia^crii áður en lyfiö er notað. Þeir sem þola ekki acetýlsalísýru. íbuprófen eða önnur
bólgueyðaodi lyf eða eru með astma eiga ekki að nota Voltaren Dolo®. Notið lyfið ekki á meðgöngu nema í samráði við lækni, en aldrei á síðasta þriðjungi meðgöngu. Leitíð ráða læknis eða lyfjafræðings um millíverkanír
við önnur lyf. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseöií. Geymið þar sem böm hvorki ná til né sjá.
Bandarískur kennari með barnaklám:
Fékk 200
Hæstiréttur Bandaríkjanna
hefur hafnað því að taka fyrir
mál kennara í Arizona-ríki sem
dæmdur var í tvö hundruð ára fang-
elsi fyrir að hafa barnaklám undir
höndum. Morton Berger, 52 ára
kennari, sagði dóm sinn vera svo
þungan að hann bryti í bága við
stjórnarskrá landsins.
Ef Berger hefði verið dæmdur
einhvers staðar annars staðar en í
Arizona hefði dómurinn verið mun
styttri. Lögmenn Bergers hafa bent
á að dómurinn væri mun þyngri
en dómar vegna morðs eða nauðg-
ára dóm
unar. 1 tölvu Bergers fundust um
þúsund barnaklámsmyndir og fór
saksóknari fram á 340 ára fangelsis-
dóm. Dómarinn í Arizona úrskurð-
aði hins vegar að Berger skyldi fá
tíu ára dóm fyrir hverja af tuttugu
alvarlegustu myndunum, án þess
að eiga möguleika á reynslulausn.
Hæstiréttur Bandaríkjanna gaf
ekki upp neina ástæðu fyrir því að
taka málið ekki fyrir, en dómurinn
hefur vakið upp umræðu í Banda-
ríkjunum og sýnt fram á mikið
misræmi í refsiíöggjöf milli ríkja i
Bandaríkjunum.