blaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRUAR 2007
blaðið
folk@bladid.net
HEYRST HEFUR
ÁSGEIR KOLBEINSSON, fyrrum
stjarnan úr Innlit/Útlit-þáttunum,
komst heldur betur i hann krappan
um daginn. Þessi siðprúði sjarmör
sem er þekktur fyrir fágaðan stíl
og almenna snyrtimennsku fór á
ónefndan veitingastað í borginni,
grunlaus um afleiðingarnar. Eftir
að hafa klárað kræsingarnar sem
í boði voru þurfti kappinn þó
að bregða sér á salernið og skila
öllu saman aftur.
Hafði hann fengið
svona svakalega
matareitrun af
grænmetinu. Fær
INNlit/Útlit-fras-
inn óneitanlega aðra
merkingu
fyrir
vikið... .
VAXTARRÆKTARVIÐRINIÐ Vin
Diesel virðist staðráðinn í að feta
í fótspor félaga síns Jude Law.
Staðfest hefur verið
koma hans til landsins,
en nýjasta meistara-
stykkið hans mun
heita Babylon A.D. og
mun landslag
Islands leika
hlutverk Kína
og Rússlands
framtíðar-
innar eftir
kjarnorku-
stríð og mun snjór vera skilyrði
fyrir tökustaðnum, sem verður
ísilagt Þórisvatnið. Mun sköll-
ótta búntið gista á Hrauneyjum.
Spurning hvort íslenskar stúlkur
fái skyndilegan áhuga á útivist og
ferðalögum...?
MANNANAFNANEFND hefur vist
samþykkt eftirfarandi nöfn. Þau
eru vissulega efni í vísu:
Stelpur
Eggrún, Örbrún, Ljótunn Hlökk,
Hugljúf, Kormlöð, Stjarna.
Þjóðbjörg, Þula, Þúfa, Þöll,
Bogey, Baldey, Gytta.
Strákar
Þorgautur, Þyrnir,
Þangbrandur,
Fífill,
Dufþakur,
Dreki, Galdur.
Hlöðmundur,
Skuggi, Safír,
Skefill,
Bambi og
Reginbaldur.
Upplifðu
HVAÐ Er Siv Friðleifsdóttir sætasta
Flí^NST stelpan á ballinu?
Ih f „Ég er hrifinn af Siv sem stjórnmálamanni og samstarfsmanni en allar
JL 1—1XV • mínar ástir, pólitískar og aðrar, liggja annars staðar við landfestar."
Össur Skarphéðinsson, alþingismaður
Miklar ástarjátningar fóru fram á Alþingi í gær. Össur sagði á þinginu
að hann hefði alltaf verið hrifinn af heilbrígðisráðherra og hefði kosið
hana formann Framsóknarflokksins hefði hann haft tækifæri til
, þess. Var hlegið hátt og lengi yfir þessum ummælum Össurar.
Rokkkóngurinn Rúnar Júl giftist draumadrottningunni
Upp að altarinu í dag
Eftir Trausta Salvar Kristjánsson
traustis@bladid.net
Rúnar Júlíusson er eilífðartöffari
fslands. Hann kynntist Maríu Bald-
ursdóttir, söngkonu og fegurðar-
drottningu, fyrir 43 árum og hefur
elskað hana heitt síðan. í bók sinni
sem kom út fyrir nokkrum árum lof-
aði hann því að giftast henni þegar
hún yrði sextug. María verður sex-
tug í dag. Blaðið innti Rúnar eftir
því, hvort hann væri maður orða
sinna...?
„Já, ég er það nú. Ég keypti hring-
inn í fyrradag og við sláum afmælinu
saman við brúðkaupið. Þetta verður
nánast í kyrrþey samt. Bara þessir
nánustu, látlaust og engin læti sko,“
sagði Rúnar eitursvalur að vanda.
Rúnar hefur margsinnis þurft að
krjúpa á kné í bassasólóum og skríls-
látum á sviði með Hljómum. Skyldi
hann hafa farið niður á skeljarnar
þegarhann baðMaríu?
„Nei, ég gerði það nú ekki. Ég var
alveg teinréttur. En ég fer væntan-
lega niður á hnén í kirkjunni, það er
víst venjan þar að krjúpa. Ég held ég
hafi ekki gert það síðan ég fermdist
reyndar, en það var einmitt í sömu
kirkju!"
Rúnar segir samband þeirra turtil-
dúfnanna í stöðugri þróun og þannig
sé það best.
„Við höfum unnið í ástinni í öll þessi
ár. Með reglulegri vökvun blómstrar
hún og nú er kannski kominn tími á
að festa ráð sitt! Ég held ég þekki hana
orðið nógu vel til að giftast henni. Það
þótti á vissum tíma, þarna milli '60
og '70, bara ekki við hæfi endilega
að gifta sig. Þarna var hippastemn-
ingin allsráðandi og síðan var svona,
kerfislega á litið, í raun einfaldara að
vera bara i sambúð. Var í raun meira
öryggi.“
Þótt Rúnar sé ekkert unglamb er
hann langt í frá dauður úr öllum
æðum. Hann rekur elsta starfandi út-
gáfufélagið og upptökuverið á landinu,
Geimstein. En hefur hann burði til að
bera frúna yfir þröskuldinn, eins og
venja er?
„He he, já, já. Ég er búinn að æfa mig
reglulega í dágóðan tíma. Held að ég
sé búinn að ná þessu eftir 43 ár. Ann-
ars er vert að minnast á að ég er einnig
að gefa út plötu sem nefnist Að eiga sér
dreng, sem er safnplata með mínum
bestu lögum. Ég mæli eindregið með
www.europcar.is
■
Bílaleigubílar
um allan heim
Ék sé Pantaóu bílinn hjá Europcar
fe * áður en þú leggur af stað
/ Vió erum í 170 löndum.
Upplýsingar og bókanir í síma:
565 3800
europcar@europcar.is
Europcar
henni,“ sagði Rúnar glettinn.
Rómantíkin er ekki langt undan
hjá Rúnari. Hann mun flytja frum-
samið lag til konu sinnar af tilefninu,
en ekkifá allir að heyra. Ekki strax að
minnsta kosti.
„Já, ég samdi sérstaklega lag handa
henni. Minna má það nú ekki vera.
Su doku
En það mun ekki heyrast (kirkjunni
eða neitt svoleiðis, enda ekki þannig
athöfn. Ég spila það bara handa henni
einni þegar tími gefst. Annars gef ég
það væntanlega út á næstu plötu, það
er nóg að gera í þeim bransa. Það
kemur út plata fyrir Ljósahátíðina
sem er haldin hérna árlega og svo
HERMAN
kemur plata frá mér sjálfum fyrir jól
einhvern tíma. Síðan er ég alltaf að
spila reglulega með bandinu mínu
og strákunum mínum, þannig að
maður heldur sér vel við,“ sagði
Rúnar að lokum.
Blaðið óskar þeim hjónum hjartan-
lega til hamingju með daginn.
eftir Jim Unger
5 3 4 7 9
9 5 3
6 8 2 3 5
7 4 2 3
8 9 4 1 2 6
2 4
7 2 6 9
5 3
8 7
Su Doku bmutin snýst um aö raða tölunum frá 1 -9 lárétt og
lóörétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eöa lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
ÞU LEIGIR MEIRA EN BARA BIL.