blaðið - 28.02.2007, Síða 15
blaðið
MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 15
Bloggar og spilar badminton
Katrín Atladóttir á sér annað
sjálf. Rafrænt sjálf. Hún er einn
vinsælasti bloggari landsins og er
ófeimin við að tjá skoðanir sínar
um menn og málefni á heimasíðu
sinni, katrin.is. En hver er þessi
kjaftfora Katrín?
„Ég er 27 ára hugbúnaðarverkfræð-
ingur og vinn í Landsbankanum.
Ég er líka bloggari.“
Katrín byrjaði snemma í blogg-
inu; þegar það þótti nýtt og ferskt.
Nú eröldin önnur.
„Já, ég byrjaði 2001 þegar það
voru frekar fáir í þessu. Það voru
nokkrir strákar í skólanum í þessu
og það vakti áhuga minn. Ætli það
hafi ekki verið svona 30 manns að
blogga á þeim tíma og þekktust
allir í þokkabót. Nú er annar bragur
yfir þessu, allir eru að blogga núna.
Þetta var skemmtilegra þá því þá
gat maður kannski leyft sér að segja
meira. Það er mjög fyndið að lesa
gömlu bloggin mín því maður man
ekkert hvað er satt og hvað er lygi
lengur! Nú er maður orðinn miklu
linari, enda er ég eldri og farin að
vinna í banka og svona. Maður
hefur auðvitað þroskast heilmikið,
bæði í blogginu og í lífinu. “
Katrín er sprenglœrð stúlka. Hún
er tölvunarfrœðingur frá HÍ og hug-
búnaðarverkfræðingur frá DTU-
skólanum í Danmörku. En hún á
sér annað áhugamál. Nefnilega
badminton.
„Já, já, ég spila badminton með
TBR og varð á dögunum Evrópu-
meistari B-þjóða, en ég spila tvíliða-
leik með Rögnu Ingólfsdóttur sem
einnig er besta vinkona mín. Saman
erum við auðvitað íslandsmeistarar
í tvíliðaleik! Annars er nú varla
tími fyrir fleiri áhugamál. Reyndar
finnst mér gaman að horfa á körfu-
bolta, enda bróðir minn nýbakaður
bikarmeistari með ÍR. Annars mun
ég halda mig við badmintonið og
bloggið í bili held ég.“
Hvað finnst Katrínu um bloggið
nú? Er bloggið bóla sem springur?
„Nei, ég held ekki. Það verður
alveg eilíft. Hins vegar eru svo
margir í þessu núna. Sjálf les ég til
dæmis ekki blogg einhverra sem
ég þekki ekki. Það er allt of mikið
um þessi nafnlausu blogg sem
fela sig á bak við skálduð nöfn og
engar myndir. Einnig finnst mér
Moggabloggið hundleiðinlegt. Það
er samsafn af fólki sem tuðar yfir
öllu, eins og liðið sem er að tjá
sig hjá Sigmari Guðmunds.
Ja hérna. Annars les ég helst
sigurjon.com og icomefrom-
reykjavik.com/halli,“ sagði
Katrín að lokum.
BLOGGARINN...
Fylgisfimbulfamb...
„Það var athyglisvert viðtalið við
Steingrím J. Sigfússon og Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur í Islandi í dag
í gærkvöldi. Steingrímur J. sagði
þá í tvigang að það skipti hann litlu
máli hvaöa fylgi flokkurinn fengi, svo
lengi sem meirihluti núverandi stjórn-
ar félli. Varð það einum áhorfanda
tilefni til innsendingar bréfs: „Er
það virkilega svo að formanni flokks
finnst það engu máli skipta hvaða
fylgi flokkurinn hef-
ur? Getur maður
þá bara hætt
við að kjósa
VG og ákveð-
ið að kjósa
Frjálslynda og
Steingrími J. er
skítsama?" Þegar
stórt erspurt..."
Steingrímur Sævarr
saevarr.blog.is
..endurfundir...
„[...] Simmi Vilhjálms er að hætta hjá
365 og flytja sig yfir í Landsbankann.
[...] ...og ferþarað vinna með vini sin-
um Jóa, sem starfar á markaösdeild.
Það erþví Ijóst að það verður ekki
bara gott að vinna fyrir Landsbank-
ann, heldurlíka skemmtilegt, þvíþar
sem þessir drengir eru er gaman.
[...] það hefur löngum veriö viöhorf í
þessum bransa að „maður kemur i
manns stað" istað þess að hlúa vel
að fólki og greiða þvi viðunandi laun
... Gangiþérvel Sigmar
Vilhjálms á nýjum og
skemmtilegum stað!
Nú er bara spurning
hvaða banki tekur
Jón og Gulla??? "
Jón Axel Ólafsson
jax.is
...photo (ge) nisk
„Nú er ég með smá hjartslátt. Þegar
ég var að byrja að blogga fékk ég
leiðbeiningar um hvernig maður get-
ur náð í myndir og sett á bloggiö sitt.
Það hefur verið helmingur gamans-
ins hjá mér að finna myndir við hæfi
og að fá hugmyndir um eitthvað til
að skrifa um út frá sniðugum mynd-
um. Svo fór maðurinn minn eitthvað
að kíkja á þessa síðu þar sem ég
næ í myndirnar og hann segirað ég
verði að borga fyrirþær. Geturþað
verið?"
Málefnaráðstefna Frjáslynda flokksins
Mannúðleg markaðshyggja
Einstaklinginn í öndvegi
Grand Hótel Reykjavík: Laugardaginn 3. mars n.k. kl. 10.
Dagskrá: Laugardagur 3. mars 2007 • Ráðstefnustjóri: Tryggvi Agnarsson
10.00 -10.10 Ráðstefnan sett: Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins.
10.10 -10.25 Skattar og velferð: Stefán Ólafsson, prófessor.
10.25 - 10.35 Fyrirspurnir.
10.35 - 10.50 Landnýting og landvernd: Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt.
10.50 - 11.00 Fyrirspurnir.
11.00-11.10 Kaffihlé
11.10- 11.30 ísland á tímum alþjóðavæðingar: Þorvaldur Gylfason, prófessor.
11.30 - 11.40 Fyrirspurnir.
11.40 - 12.00 Okur og almenningur: Guðmundur Ólafsson, prófessor.
12.00 -12.10 Fyrirspurnir.
12.10- 13.00 Matur.
Kl. 13.00 Skipting í starfshópa:
a. Mannúðleg markaðshyggja:
Velferðarmál, aldraðir, öryrkjar, skattamál, uppbygging atvinnurekstrar.
b. Landnýting í sátt við landvernd / samgöngumál.
c. Burt með gjafakvótann og gjafir á þjóðareign.
d. Okur og almenningur/ gengi og gjaldmiðill.
e. Utanríkismál og innflytjendur.
KI.13.00-15.00 Starfshópar starfa.
Kl.15.00 Umræður/ ráðstefnuslit.
Kl.17.00 Móttaka.
www.xf.is
Katrín S. Baldursdóttir
katrinaeholm.blog.is