blaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 20
28 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007
blaðið
neytend
neytendur@bladid.net
Neytendaverðlaunin 2007
Neytendaverðlaun Bylgjunnar og Neytendasamtakanna 2007
verða afhent þann 15. mars, á alþjóðlegum degi neytenda. Hægt
er að tilnefna fyrirtæki til verðlaunanna til 1. mars og kosið verður
milli þeirra fyrirtækja sem flestar tilnefningar fá milli 1 .-12. mars.
Ahætta erfðatækninnar
Terje Traavik, prófessor í genavistfræði við Háskólann í Tromsö,
flytur fyrirlestur um áhættu erfðatækninnar í Norræna húsinu á
morgun kl. 16:30. Traavik mun m.a. fjalla um þekkta og óþek-
kta óvissuþætti, umhverfis- og heilsuáhrif erfðatækninnar.
Mikilvægi
endurvinnslu
Þrír af hverjum fjórum íslend-
ingum telja endurvinnslu mjög
mikilvæga fyrir samfélagið
samkvæmt niðurstöðum könn-
unar sem Úrvinnslusjóður lét
gera í fyrra. Fimmtungur (19,8
prósent) aðspurðra telur endur-
vinnslu frekar mikilvæga.
Könnunin leiðir engu að síður
í Ijós að aðeins 17,3 prósent
landsmanna flokka sorpið
alltaf og 24,5 prósent oft.
Sama hlutfall (24,5 prósent)
segist stundum flokka sorpið.
Einn af hverjum þremur eða
33,7 prósent flokkar sorpið
sjaldan eða aldrei.
Úrtak könnunarinnar var
1350 manns á öllu landinu á
aldrinum 16-75 ára og var það
valið af handahófi úr þjóðskrá.
Svarhlutfall var 63,6 prósent.
LIÐ-AKTÍN
GXTRA
Glucosamine & Chondroitin
60 töflur
Heldur liöunum
liöugum!
Npl heilsa
ik” íifi -haföu þaö gott
Gjaldtaka og verndartollar standa í veginum
Erlendar lágvöruverðs-
verslanir á íslenskan markað
Erlendar lágvöruverðs-
verslanir á borð við Lidl
og Adli kynnu að hasla
sér völl hér á landi ef
dregið yrði úr gjaldtöku
og verndartollum sem
hér ríkja. Þetta kom
fram í máli Thomas Svaton, fram-
kvæmdastjóra Samtaka sænskra
dagvöruverslana, á fundi Samtaka
verslunar og þjónustu nýlega.
„Þessar verslanir hafa verið að
hasla sér völl á Norðurlöndunum
eftir að þau gengu í Evrópusam-
bandið og það fór að rýmka um höft
sem við erum enn þá með. Að því
leyti mætti leiða líkur að því að þær
myndu koma hingað,“ segir Emil
B. Karlsson, forstöðumaður Rann-
sóknaseturs verslunarinnar við Há-
skólann á Bifröst.
Emil telur engan vafa á því að
þessar verslanir muni fylgjast vel
með því sem gerist hér á landi og
verði fljótar að koma sér fyrir á
markaðnum ef þær sjá sér hag i því.
Líklega þarf þó meira að koma til
en þær breytingar sem verða á vöru-
gjöldum og virðisaukaskatti nú um
mánaðamótin svo sem lækkun á
verndartollum. Emil segir að ýmis-
legt mæli með því að þær komi hing-
að og annað á móti.
Hafa áhrif á samkeppni
„Við erum ekki með það stóran
markað hérna og það er erfitt að
fá bein svör frá þessum verslunum.
Þær taka greinilega skjótar ákvarð-
anir og það er alla vega reynslan á
hinum Norðurlöndunum að þær
hafa komið allt í einu inn á markað-
inn,“ segir Emil.
„Þær sjá það kannski að það er
ekki svo mikið upp úr þessu að hafa
hér, að minnsta kosti ekki enn sem
komið er,“ segir hann.
Ef þessar verslanir hösluðu sér
völl hér á landi myndi það væntan-
lega hafa umtalsverð áhrif á sam-
keppni á matvörumarkaði. Sú hefur
að minnsta kosti verið raunin ann-
ars staðar á Norðurlöndum.
„Þessar ofurlágvöruverslanir eru
með eitthvað um þriggja prósenta
markaðshlutdeild í Svíþjóð þar sem
ég þekki best til en þær hafa samt
Lágvöruverðsverslanir Erlendar ofur-
lágvöruverslanir á borð við Lidl og Adli
kunna að hasla sér völl á íslenska mark-
aðnum ef þær sjá sér hag í því.
sem áður gert það að verkum að aðr-
ir hafa pínt sig niður í verði til að
passa það að þær yxu ekki enn þá
meira,“ segir Emil.
Lækkanir á grænmetis-
tollum skiluðu sér
Emil telur að þær breytingar sem
verða á gjöldum og virðisaukaskatti á
matvælum og ýmsum öðrum vörum
um mánaðamótin séu mjög til góðs.
„Ég er alveg sannfærður um það að
versluninni er mikið í mun að þetta
skili sér. Þetta er búið að vera mik-
ið hagsmunamál hjá versluninni í
mörg ár,“ segir Emil sem óttast ekki
heldur að kaupmenn muni halda
óbreyttu verði og stinga ágóðanum
í vasann.
„Það hefur sýnt sig að þegar það
voru lækkaðir tollar á grænmeti
voru uppi sömu raddir um að kaup-
menn myndu stinga ágóðanum í vas-
ann en það gerðist ekki og það hefur
sýnt sig að dagvöruhluti neysluverðs-
ins hríðlækkaði og hefur haldist
nokkuð stabíll,“ segir Emil. Verðlag
á matvöru lækkaði talsvert eftir að
tollar á grænmeti voru afnumdir ár-
ið 2002. Því til stuðnings má benda
á að frá janúar 2002 til janúar 2004
lækkaði vísitala matar- og drykkjar-
vöru um 4,4 prósent en á sama tíma-
bili hækkaði vísitala neysluverðs
um næstum 4 prósent.
Eftirlit með verðbreytingum
Ýmsar stofnanir og samtök svo
sem Alþýðusamband íslands, Neyt-
endasamtökin og Neytendastofa
munu fylgjast með verðlagsbreyt-
ingum á næstu misserum og veita
kaupmönnum aðhald. Einnig hef-
ur almenningur verið hvattur til
að láta ekki sitt eftir liggja og gefa
verðbreytingum gætur og ganga úr
skugga um að lækkanir skili sér.
Þannig hefur talsmaður neytenda
hvatt neytendur til að taka ákveðna
vöru í „fóstur“ og Neytendastofa ger-
ir fólki mögulegt að senda inn nafn-
lausar ábendingar um verðbreyting-
ar á heimasíðu sinni.
Nokkuð hefur verið um hækkanir
á matvörum frá birgjum að undan-
förnu og hafa Neytendasamtökin
gert lista yfir þau fyrirtæki sem
hækkað hafa verð. Samtökin hafa
fengið mikil viðbrögð við listanum
og í frétt á heimasíðu samtakanna
Emil B. Karlsson Forstöðumaður
Rannsóknaseturs verslunarinnar.
segir að greinilegt sé að almenning-
ur sé reiður og finnist að með þess-
um hækkunum sé verið að taka fyr-
irfram af honum ávinninginn sem
neytendur eiga að njóta með aðgerð-
um stjórnvalda um mánaðamótin.
Tilboð dagsins!
Laxaflök
á aðeins
1.290 kr./kg
Ævintýralegar fiskbúðir
FISKISAGA Hamraborg 14a / Skipholti 70 / Höfðabakka 1 / Nesvegi 100 (Vegamótum) / Sundlaugavegi 12 / Háaleitisbraut 58-60 / fiskisaga.is