blaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 22
30
MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRUAR 2007
heimili@bladid.net
^'i'/Mt/nr
Edik gegn blettum
Parketið þarf að þola mikið hnjask og óhreinindi. Stundum
myndast dökkir, hvimleiðir blettir á parketinu sem erfitt
getur veriö að ná af. Gott húsráð við þeim vanda er að taka
blauta tusku, hella í hana ediki og strjúka yfir blettina.
blaðiö
Kók gegn kísil
Stundum safnast mikill kísill fyrir í sturtuhausnum og þá fer
vatnið gjarnan að dreifast ójafnt úr honum. Einfalt ráð til aö
vinna bug á þessu vandamáli er að láta hann liggja í kóki yfir
nótt. Þá losnar allur kísill úr honum og hann verður eins og nýr.
v ,iDR.€ILUAN
/t’MCKEITHl
& npuiir„uv fnnm E?í
^ *u*detáthtprouUJgra^m^d
; • harreMlrd al ihr f***
°f•nvymc aclicity ^
frábært fyrir meltinguna
Eykur orku, úthald
og einbeitingu.
Lífrænt ræktuð spíruð
súperfæða
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaup og Fjarðarkaup
Einstaklega þægilegir og fyrirferðarlitlir
sænskir hægindastólar
sem gott er að standa upp úr
- Fáanlegir bæði í leðri og áklæði í ýmsum litum.
Verð kr. 77.500 með skemli
SÍMi 553 8177 S 553-14CX}
Mynd/Frikkk
Kristin Guðmundsdottir arkitekt hefur
mikla reynslu af innanhússhönnun fyrir
einstaklinga. Dæmi um verk eftir hana
má siá á innark.is
1
Bcr
Kristín Guðmundsdóttir innanhússarkitekt
Stofan endurspegli
karakter íbúanna
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@bladid.net
Óhætt er að segja að falleg stofa sé
helsta prýði heimilisins. En til þess
að stofa sé falleg nægir ekki alltaf að
hafa gott útsýni og snotur húsgögn
heldur þarf að huga að heildarmynd-
inni og láta rými, birtu og húsmuni
njóta sín sem best. Sífellt færist í
aukana að fólk ráði innanhússarki-
tekta til að hjálpa sér að gera stof-
una flotta, þægilega og aðlaðandi.
Blaðið kynnti sér málið hjá Kristínu
Guðmundsdóttur, innanhússarki-
tekt hjá Innark.
„Stofan er það rými hússins þar
sem fólk tekur helst á móti gestum,
slakar á eftir langan vinnudag, les
eða nýtur þess að ylja sér við arin-
inn,“ segir Kristín. „Hún er því það
rými sem fólk vill hafa smekklegt
og snyrtilegt auk þess sem það þarf
að endurspegla stíl og karakter íbú-
anna. Innanhússarkitekt veitir fólki
hjálp við að skapa það umhverfi sem
það vill búa í og þar sem því líður
best og það er mikilvægt að arkitekt-
inn finni karakter og stíl fyrir hvert
heimili og forðist endurtekningar,
þar sem hvert heimili sem hannað
er af innanhússarkitekt verður að
hafa sína sérstöðu,“ bætir hún við.
Opin rými algeng
„Þegar innanhússarkitekt er feng-
inn til að hanna eða útfæra stofu
fyrir einstaklinga er það oftast í
tengslum við aðra hönnunarvinnu
sem arkitektinn vinnur í húsinu,
eins og til dæmis þegar hann er að
hanna eldhús og borðstofusvæði, og
þá kemur stofan í beinu framhaldi
af því,“ segir Kristín. „í dag sækjast
mjög margir eftir því að láta þessi
svæði renna saman og vera um leið
opnari, bjartari og með betri teng-
ingu sín á milli. Heildarmyndin
verður þá þannig að í stað þess að
gengið sé á milli þriggja ólíkra rýma
er verið að mynda betra flæði á milli
þeirra og koma á samræmi í stíl og
útliti á milli þessara svæða, hvaða
stíl svo sem fólk aðhyllist." Hún
bætir því við að þó allur gangur sé
„Stofan erþví það rými
sem fólk vill hafa smekk-
legt og snyrtilegt auk þess
sem það þarf að endur-
spegla stíl og karakter
íbúanna“
á því hvernig stíl fólk aðhyllist sæk-
ist meirihluti fólks eftir nútímalegu
útliti með einföldum og stílhrein-
um línum, en þó þannig að þær séu
tímalausar og um leið notalegar.
Hugmyndum gjarnan vel tekið
Kristín segir fólk yfirleitt vera
mjög áhugasamt og opið fyrir hug-
myndum arkitektsins í stað þess að
vera með mjög fastmótaðar skoðan-
ir á þvi hvernig stofurnar eiga að
vera. „Sumir fara reyndar alla leið
og láta innanhússarkitektinn jafn-
framt velja öll húsgögn og muni
en flestir eiga þó ákveðin húsgögn,
myndir og fleira sem þeir vilja hafa
í kringum sig og þá er það í okkar
verkahring að koma því þannig fyr-
ir að það fái sem best notið sín.“
í seinni tíð hefur einfaldleikinn
verið svo til allsráðandi í innanhúss-
hönnun hér á landi sem víðar, en
Kristín segir að sem betur fer séu
undantekningar á því. „Hvítt hefur
verið mjög vinsælt undanfarið jafnt
á veggjum, innréttingum og gólf-
efnum. Þetta er þó örlítið að breyt-
ast því þó svo að hvítt gefi birtu og
léttleika á svarthvít blanda það til
að verða fullsteríliseruð og persónu-
leikalaus. Ég nota gjarnan bjarta og
hlutlausa tóna, stál og stein, en þó
með aðeins hlýlegra yfirbragði og
margir virðast vera hrifnir af því.“
Einföld ráð fyrir stofurnar
Lumarðu á einföldum ráðum fyr-
ir fólk sem á litlar stofur en vill láta
þœr virka rúmbetri?
„Já, ég ráðlegg þeim að forðast að
fylla rýmið með of miklu af hús-
gögnum, myndum og öðrum mun-
um. Öllu skynsamlegra er að velja
þá hluti sem manni eru kærastir og
leyfa þeim að njóta sín þeim mun
betur. Þegar of mikið af hlutum og
húsgögnum er á sama svæði fær eng-
inn þeirra notið sín sem skyldi,“ seg-
ir Kristín og bætir því við að miklar
skrautgardínur þyngi og minnki
rými. „Það er líka mikilvægt að hafa
í huga að til þess að birta komist inn
í stofuna má ekki byrgja glugga
með þykkum og miklum gardínum,
heldur verður að leyfa birtunni að
koma inn og nota léttari og einfald-
ari gardínur til að vernda gegn sól
og minnka innsýn. Þá er vitaskuld
líka mikilvægt að hafa góða og vel
útfærða lýsingu.“