blaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 20

blaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 blaöið matur matur@bladid.net Góðir hnífar Það er ekki sama með hverju er skorið og á öllum heimilum ættu að vera til góðir hnífar. Þannig verður eldamennskan skemmtilegri og auðveldari. Safarík Settu sítrónuna í örbyigjuofn í 15 sek- úndur áður en safinn er kreistur úr henni, þannig færðu tvöfalt meiri safa Ljúffengt og fljótlegt Flestir sjónvarpsáhorfendur kannast við hina líflegu Rachael Ray sem sýnd er á Skjá 1. Ra- chael er snillingur í eldhúsinu og sérgrein hennar er að búa til Ijúffenga máltíð á stuttum tíma. Hér er girnileg uppskrift úr hennar smiðju sem á að taka tæplega 30 mínútur. Heitt kjúklinga- og spínatsalat ■ 500 g kjúklingabringur ■ 3 tsk. ólífuolía ■ 1 tsk. smjör ■ 2 skalottlaukar, smátt saxaðir ■ 3 hvítlauksrif, smátt söxuð ■ 3 tsk. kapers, smátt saxað ■ 1/2 bolli þurrt hvítvín ■ 1 sítróna ■ 1 kg spínat, vel þvegið, stilkar skornir af en blöðin smátt skorin. ■ salt ■ pipar Kryddið kjúklinginn með salti og pipar á báðum hliðum. Hitið upp stóra pönnu, setjið 2 tsk. af ólífuolíu og hreyfið til í pönnunni. Setjið kjúklinginn á pönnuna þegar olían er orðin heit og steikið í þrjár mínútur á hvorri hlið. Að því loknu er kjúklingurinn fjarlægður og látinn kólna. Bætið 1 tsk. af olíu í sömu pönnu og hreyfið pönnuna til. Bætið svo smjör- inu við og bræðið. Þar næst er skalottlaukurinn, hvítlaukurinn og kapersið sett á pönnuna og látið krauma í 5 mínútur. Bætið hvítvíninu við blönduna og lækkið hitann í 30 sekúndur. Safinn úr einni sítrónu er settur í pönnuna og spínatið strax á eftir, í hrúgu á pönnuna. Það verður ekki mögulegt að koma öllu spínatinu fyrir. Haldið áfram að snúa spínatinu og hræra í blöndunni þar til allt spínatið kemst fyrir og takið pönnuna af hitanum. Hafið hluta spínatsins stökkt og kryddið salatið með salti og pipar. Skerið kjúklinginn niður í litla bita og bætið honum við heitt salatið, blandið saman. Gufusoðin bleikja með grænmeti 4 litlar gulrætur 1 kúrbftur 1 rauðlaukur 3 sellerístangir 5 söxuð hvítlauksrif 10 g af smjöri og ólífuolíu 1 glas af hvítvíni (Alsace-Gentil Hugel) 500 ml kjúklingasoð 4 bleikjuflök (ca. 120 g hvert) niðurskorin basillauf ferskur sítrónusafi 10 g smjörklípa Fyrst eru gulræturnar flysjaðar og niðursneiddar, svo er 2/3 af kúrbít skorinn í sneiðar og svo í fernt. Einn rauðlaukur er skorinn í sneiðar og sell- erístangir í bita. Hvítlauksrifin eru hituð í 10 g .af smjöri og ólífuolíu og þegar hann er farinn að steikj- ast er grænmetinu skellt út á. Steikt í smástund þar til það er gljáandi og þá er eitt glas af góðu hvítvíni sett út á grænmetið og soðið niður. Svo er kjúklingasoði hellt yfir. Saltað, piprað og soðið nær alveg niður- þannig að vökvinn rétt umlyki græn- metið. Svo er fjórum bjeikjuflökum raðað ofan á. Saltað, piprað og niðurskornum basillaufum dreift yfir. Lækkið hitann og látið malla í um það bil 7-10 mínútur með lokið á eða þar til bleikjan er tilbúin. Þá er hún lögð á diska og smávegis af ferskum sítrónusafa er kreist yfir. Því næst er örlftil smjör- klípa (10 g) sett út í grænmetið/soðið á pönnunni og hitað hratt upp aftur. Við þetta þykkist sósan og verður gljáandi og falleg. Grænmetinu og sósunni er síðan dreift yfir fiskinn og er þetta borið fram með hrísariónum oa smábrauðhleif. Ragnar Freyr heldur úti heimasíðu sem fjallar um matargerð nautnaseggur Mikill Ragnar Freyr Ingvars- son læknir er mikill ástríðukokkur og heldur út i heimasíðu þar sem hann setur inn uppskriftir að til- raunum sinum í eld- húsinu. Ragnar segir matargerð vera hálfgert fjölskylduáhugamál en hann hefur haft áhuga á mat og matargerð síðan hann var unglingur. „Foreldrar mínir eru mjög skapandi í eldhúsinu og hafa verið alla sína búskapartíð. Þau fóru í gegnum mörg tilraunaskeið í eldamennskunni og það má segja að þetta hafi smitast yfir á mig og bróður minn sem er mikill áhugakokkur. Við erum öll miklir nautnaseggir." Tók að mér eldhúsið „Ég byrjaði að elda heima á ung- lingsaldri og svo eldaði ég vitan- lega eftir að ég fór að búa. Ég tók eiginlega að mér eldhúsið í mínum búskap og hef að miklu leyti séð um það þótt konan mín sé mjög liðtækur kokkur,“ segir Ragnar og bætir við að konan sé mjög sátt við það fyrirkomulag. „Ég elda um það bil 4-5 sinnum í viku, svo framarlega sem ég er ekki á vakt. Italskur matur er mjög vinsæll á mínu heimili þó að ég sé alltaf að reyna að elda eitthvað annað. Ein- hvern veginn dett ég alltaf aftur í ítalska eldamennsku auk þess sem ég er hrifinn af matarbræðingi (fusion). Ætli uppáhaldsmaturinn sé ekki fyllt lambalæri. Það fer al- veg eftir því hvað ég á til hvað ég nota í fyllingu en ég vel gjarnan ferskar kryddjurtir, hvítlauk, ost og einhver ber eða ávexti.“ Gott að borða Ragnar segist yfirleitt ekki fara eftir uppskriftum nema hann baki kökur eða þess háttar. „Ég les mikið af matreiðslubókum mér til skemmtunar og svo elda ég yfirleitt eftir minni úr bókum þannig að úr verður einhvers kon- ar sambræðingur,“ segir Ragnar og hlær. „Það klúðrast oft en það gerist sífellt sjaldnar, einhvern veg- inn lærist þetta smátt og smátt.“ Aðspurður hvað sé svona ánægju- legt við að elda segir Ragnar að það sé hreinlega svo gott að borða. „Það er betra að borða það sem ég hef eldað sjálfur og mér finnst það meira verðlaunandi. Það er skemmtilegt og afslappandi að elda auk þess sem það dreifir hug- anum. Svo er enn betra að borða og njóta þess, sérstaklega ef mað- ur veit hve mikið maður hefur lagt í eldamennskuna." Ragnar lætur fylgja með eina ljúffenga uppskrift af heimasíðu sinni en áhugasamir geta fundið fleiri uppskriftir á www.ragnar- freyr.blog.is. Opiðvirkadagafrákll0-18:30 Laugardaga fráklll-17 Grensásvegi48 Búðarkórl gallerikjot.is Helgartilboð T-Bone steiká pönnuna eða í ofninn á aðeins 2990.- kr.kg KJÖT

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.