blaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 32

blaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 32
 I Jjúfum takti í Barcelona Agrámyglulegum dögum þegar veðurstofan færir okkur fréttir af komandi lægðasúpu á landinu og stressið nær upp í hæstu hæð- ir leitar hugur margra til staða í heiminum þar sem stemningin er rólegri, nægjusemin og afslöpp- unin ráða ríkjum og veðurfarið fer mildari hönd- um um íbúana. Hjónakornin Svavar Pétur Eysteinsson og Berg- lind Haisler, sálin og hjartað úr hljómsveitinni Skakkamanage, skildu taktinn eftir og fluttust bú- ferlum til Barcelona. Þau búa nú í Eixamples-hverf- inu í borginni, semja tónlist, læra spænsku, hanna bókakápur og njóta þess að vera til. Hvað kom til? „Þetta er eina heilsulindin sem virkar. Okkur langaði að hvíla okkur aðeins á Reykja- vík og vorum orðin þreytt á öllu stressinu sem fslendingar ”‘"7 eiga áreiðinlega met í og öllu lífsgæðakapphlaup- inu. Við pökkuðum bara öllu dótinu okkar ofan í kassa, settum í geymslu, leigðum út íbúð- ina okkar og pönt- uðum flugfar. Það gekk mjög vel að finna íbúð en hún er í fínu hverfi í göngufæri frá miðbænum. Fyrsta verkið sem við gerðum var að inn- rita Elísu dóttur okkar í skólann sem er hér í næstu götu. Hún er orðin mjög klár í katalónskri menningu og tungumálinu og leiðréttir okkur þeg- ar við förum út í búð og aðstoðar okkur eftir fremsta megni,“ segir Svavar en hann er enn sem komið er rétt „búðarfær“ í katalónskunni. Hvað er ólíkt við að búa í Barcelona og í Reykjavík ? „Við eyðum miklu meiri tíma saman fjölskyldan og erum mikið heima við bæði vegna þess að við vinnum heima og líka vegna þess að við þekkjum engan... ennþá. Það er ekki þessi endalausi þey ting- ur og við höfum miklu meiri tíma fyrir allt. ísskáp- urinn er ávallt fullur af allskyns spænsku góðgæti og við erum bara í rólegheitunum og döfnum vel.“ Hvernig eru Barcelonabúar? „Þeir eru að mörgu leyti líkir fslendingum, sval- GUÐLAUG OnÓSDÓniR 20 ÁRA Hver er sterkasti vbövi likamans? Rassinn Hvað heitir helsti spámaður múslima? Múhameð Úr hverju er súkkulaði aðallega búið til? Kakó Hverertalan pí? 9,13458 Hvar er Flatey? Ég er ekki góð í landafræði ' : «v.'* ir og gefa kannski ekki mikið af sér. Hinsvegareruþeir ekki að stressa sig eins mikið á metn- aði og lífsgæða- kapphlaupinu, og þetta endalausa meik sem alltaf er á fslandi er ekki að finna hér. Kannski er það af því að þetta er stærra samfélag að það er r ekkihægtaðveraíendalausri keppni við alla. Heima er svo auð- velt að keppa þar sem þátttakendurn- ir eru svo fáir, hér er keppnin alltof erfið og fjölmenn þannig að enginn nennir að taka þátt í henni.“ Hvað erþað besta við borgina? „Það hefur verið gestagangur og við erum bú- in að taka túristapakkann alveg í gegn og helstu kennileiti. Það er samt enn margt sem við eigum eftir að skoða og margt sem borgin hefur upp á að bjóða. Uppáhaldshverfið okkar hérna heitir Gracia sem er gamalt hverfi, hálfgerður miðbær en laus við túrisma. Þar er mikið um lítil kaffihús og skemmtilegar búðir og markaði. Við förum yfir- leitt á markaðinn til að versla og það er gaman að kaupa hér allskonar ávexti, grænmeti og kjötvöru og ég er ekki frá því að það sé skemmtilegra en að gera magninnkaupin í Bónus.“ Er eitthvað út á borgina að setja? „Tónlistarlífið er kannski það helsta sem setja má út á og í Barcelona er eiginlega ömurlegt tón- listarlíf. Það er mikið um þjóðlega tónlist og jað- arbylgjan er mjög léleg, svo léleg að við höfum ekki fundið hana ennþá eða kannski er hún bara svona mikið jaðar. Coldplay heyrist óma svona 30 sinnum á dag og síðan eru þeir mikið að hlusta á lög sem voru vinsæl fyrir svona 15 árum. Þannig að eiginlega má segja að um tónlistarlegt hallæri sé að ræða í þessari annars ágætu borg.“ En erþá ekki bara málið að bœta úrþví? „Jú, ef það er eftirspurn þá erum við alveg til í að svara henni. Annars erum við búin að fá góð- an tíma til að semja tónlist og með vorinu mun- um við væntanlega hóa hljómsveitinni saman og taka upp nokkur góð lög. Lögin eru eins konar dagbók um líf okkar og eru í þeim anda sem við erum í og lýsa stemningunni hérna ágætlega." En hvað er svo á dagskránni, þurfið þið ekki að koma heim að keppa? „Við erum ekkert að hugsa um það eins og er. Suma daga gleymir maður meira að segja mark- miðum sínum en þau poppa þó alltaf upp aftur, sem betur fer. Það verður bara að ráðast hvað maður gerir. Við komum allavega heim til að ferma Elísu, en annað er ekki ákveðið, nú erum við bara að lifa einn dag í einu og njóta lífsins." GRlMUR MAR18ÁRA Hver er sterkasti vöðvi líkamans? Tungan Hvaö heitir helsti spámaður múslíma? Veit ekki Úr hverju er súkkulaði aðallega búið til? Rjóma Hverertalan pí? 3,14 Hvarer Flatey? Hjá Viðey LfSA MARÍA 22 ÁRA Hver er sterkasti vöðvi likamans? Lærvöðvinn Hvað heitir helsti spámaður múslima? Veit ekki Úr hverju er súkkulaði aðallega búið til? Sykri og einhverri drullu Hverertalan pí? Ég veit það ekki Hvar er Flatey? Fyrir utan fsland Eogepuejiefíis/ igjgegiaja 'S H'E V urn -uneqo>|B>| •£ gauieqnyy 'z ueöuni :joas PALL FEKK 29 SKEYTI, NÆSTFLEST í BEKKNUM Heillaskeyti á fermingardaginn er persónuleg LeiÖ til aó tjá vináttu og væntumþykju. Sendu skeyti - farðu inn á www.postur.is eöa hringdu í síma 1446. Einfalt og skemmtilegt!

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.