blaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 39

blaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 39
blaðið FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 39 Stöð 2 kl. 20.30 Sönglað í Smáralindinni Úrslitakeppnin í X-Factor heldur áfram í beinni útsend- ingu frá Vetrargarðinum í Smáralind. Upphaflega mættu tólf með atriði til leiks en eftir rifrildi dómara, táraflóð og falska tóna standa nú einungis fjögur lið eftir. Baráttan milli sönghópanna Hara og Gís, yngismeyjarinnar Guðbjargar og hins sykursæta Færeyings Jógvan fer sífellt harðnandi og er Ijóst að kepp- endur sem dómarar eru farnir að bíta vel í skjaldarrendur. Hver skyldi slá feilnótu í kvöld? Skjáreinn kl. 21.00 Ævintýri eyjarskeggja Vinsælasta raunveruleikasería allra tima, Survivor, heldur nú áfram göngu sinni. Þetta er 14. keppnin og nú fer hún fram á Fídjieyjum í Suður-Kyrrahafi. Að þessu sinni hefja 19 einstak- lingar leikinn og eins og venju- lega kemur ýmislegt á óvart. Þættirnir eru sýndir glóðvolgir innan við sólarhring eftir að þeir eru frumsýndir í Bandaríkj- unum. Að þessu sinni halda samfélagslegar tilraunir Marks Burnett áfram út í ystu æsar því nú þurfa ættbálkarnir að upplifa sterka stéttaskiptingu. Annar ættbálkurinn lifir í vellyst- ingum á meðan meðlimir hins þurfa að leggja sig alla fram til þess eins að draga fram lífið. Hvaða hrakfarir bíða eyjar- skeggjanna í kvöld? Stöð 2 Bíó kl. 22:15 Úr smiðju meistarans The Secret Window er verulega hrollvekjandi spennumynd þar sem Johnny Depp fer með aðalhlutverkið. Handrit mynd- arinnar er byggt á sögu eftir Stephen King. Depp leikur rithöfund sem er sakaður um ritstuld af geð- trufluðum náunga sem tekur að ofsækja hann. Með önnur hlutverk fara John Turturro (Bar- ton Fink) og Maria Bello sem nýverið var tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinni í myndinni History of Violence. í gegnum tíðina hefur misjafn- lega gengið að færa sögur meistara Stephens King á hvíta tjaldið en með leikara á borð við Johnny Depp og John Turturro innanborðs er erfitt að klúðra málunum. Veisla á Skjánum: Vönduð kvikmyndahátíð Þeir sem hafa fengið sig fullsadda á endalausum straumi misvandaðra Hollywood-mynda geta tekið gleði sína því Skjárinn og Græna ljósið hafa blásið til mikillar kvikmynda- hátíðar. Hún er aðgengileg öllum þeim sem hafa aðgang að ADSL- sjónvarpi Símans. Á hátíðinni verða sýndar tíu myndir víðsvegar að úr heiminum sem eiga það allar sameiginlegt að vera óhefðbundnar og eru sýndar hér á íslandi í fyrsta sinn. Myndirnar á hátíðinni eru gerð- ar af mörgum umdeildustu og sér- lunduðustu leikstjórum nútímans á borð við Lars Von Trier, Thomas Vinterberg og Lukas Moodysson sem gerði hinar umdeildu myndir Fucking Ámál, Lilja 4-ever og Hole in my Heart. Margir þekktir leikarar koma fram í þessum myndum og þar nægir að nefna nöfn á borð við Maca- ulay Culkin, Willem Dafoe, Danny Glover og Bryce Dallas Howard. Aðalmynd hátíðarinnar er hin íranska gamanmynd Offside, eða Rangstaða eins og hún nefnist á íslensku. Myndin segir frá hópi kvenna sem reyna að smygla sér inn á knattspyrnuleik í gervi karlmanna, en eins og kunnugt er, þá er konum meinaður aðgangur að knattspyrnu- leikjum þar í landi. Myndin vann Silfurbjörninn á kvikmyndahá- tíðinni í Berlín á síðasta ári enda Hin íranska Offside Komast konurnar á leikinn? þykir myndin bæði vönduð og skemmtileg. FULLMOTAÐU PERSÓNULEIKA HEIMILISINS HÖNNUN - RÁÐGJÖF - ÞJÚNUSTA VZ HANAK Ví/Aá INNRÉTTINGAR Síðumúla 35 108 Reykjavík Slmi 517 0200 heild@heild.is www.heild.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.