blaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 1

blaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 1
58. tölublað 3. árgangur föstudagur 23. mars 2007 FRJÁLST, ÓHÁÐ & ÓKEYf%,<i! ■ FÓLK Alexandra Chernyshova er slavnesk en búsett á Skagaströnd og er um þessar mundir að koma upp óper- unni La Traviata eftir Verdi | síða ió ■ MATUR Ragnar Freyr Ingvarsson læknir er mikill ástríðukokkur og heldur úti heimasíðu þar sem hann setur inn uppskriftir að tilraunum sínum í eldhúsinu | sIða2o IYND/EYÞÓR Ómar Ragnarsson fer fyrir stjórnmálaflokki Formaðurinn tók fyrstur til máls á kynningarfundi (slandshreyfingarinnar í gær. Hann sagði kosningarnar í vor verða að snúast um landið sjálft og að Islandshreyfingin hefði algjöra sérstöðu því hún væri ein flokka græn í gegn. Halda á umhverfismálum í umræðunni alveg fram að kosningum og tryggja að ekki verði mynduð hrein stóriðjustjórn að þeim loknum. Margrét Sverrisdóttir er varaformaður íslandshreyfingarinnar: Vill sætta fylkingar ■ Virðist sátt ■ Ómar óformlegur leiðtogi umhverfissinna ■ VG óttast ekki fyigistap Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Sérstakt er að Margrét Sverrisdóttir skuli ekki fara með formennsku hins nýja flokks íslands- hreyfingarinnar. Þetta segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla íslands. ,Það er nokkuð sérstakt að hún skuli alltaf virð- ast sætta sig við varaformannssætið. Hún hefur heilmikla pólitíska reynslu þar sem hún hefur verið framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins og starfað náið með þingflokki hans auk þess sem hún hefur komið að borgarmálunum sem varaborgarfulltrúi." Ómar Ragnarsson er formaður bráðabirgða- stjórnar Islandshreyfingarinnar. Hann ásamt Margréti, Jakobi Frímanni Magnússyni og Ósk Vil- hjálmsdóttur kynnti framboðið til alþingiskosn- inga í gær. Raðað verður á lista á næstu dögum. Skýringuna á formennsku Ómars telur Baldur geta verið áherslu íslandshreyfingarinnar á umhverfismálin og baráttu Ómars fyrir þeim. ,Hann hefur verið óformlegur leiðtogi umhverfis- sinna utan þings. Margrét hefur kannski verið í öðrum málum en umhverfismálum." Framboðið hefur legið í loftinu síðustu vik- urnar og leggur Margrét áherslu á að framboðið samanstandi af tveimur meginfylkingum, hennar og Ómars Ragnarssonar. „Við vildum vanda okkur við að bræða þær saman og ég vona að það hafi tekist. Við teljum að mitt fólk og hans fólk sé sátt.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, kveðst ekki óttast fylgistap vegna nýja framboðsins. „Við höfum auðvitað engan einka- rétt á umhverfismálum,“ segir Steingrímur. „Ég býst ekki við að þessi flokkur verði metinn bara út frá þessum málaflokki og persónum.“ Sjá einnig síðu 6 » síöa 33 Ekkert gamalmenni Egill Gilzenegger Einars- son segir skoöanir sínar á lífinu og tilverunni. Hann telur sig ekki veröa mjög gamlan miöaö við þaö hvernig lífi hann lifir. VEÐUR » síða 2 I VIÐTAL Kólnar Úrkomulítið norðaustan- og austanlands. Suðvestan 8-15 á morgun með skúrum eða éljum um landið vestanvert, rigningu suðaustanlands, en þurrt á Norðausturlandi. Kólnar heldur. Rétti maturinn Ólafur Sæmundsson næringarfræðingur segir að mikilvægt sé að vinna bug á ýmsum lífseigum ranghugmyndum um hollt og óhollt mataræði. •> síöa 26 HELGA UR KJOTBORÐI SVÍNAKJÖTSÚTSALA Grísakótelettur kr. 899 kg. Grísahnakki úrb. kr. 899 kg. Grísalundir kr.1.998 kg. Opið alla daga frá kl. 10.-20. SP. P Bæjarlind 1 - Sími 544 4510 (U 4-3 £_ :0"D >i= Allir sem safna Vildarpunktum fá nú tvöfalda Vildarpunkta þegar þeir versla hjá Olís. VISA Vildarkort OLÍS - við höldum með þér! Afgreiðslutími virka daga: 10-18 og lau.: 11-16 Reykjavik sinii: 533 3500 - Akureyri sinii: 462 3504 Egilsstaðir: sími: 471 2954 ferwwnfy 2007 Frábær tilboð á rúmum, grjónastólum og púðum og fylgihlutum Heilsurúm - dýnur - gjafavara - svefnsófar - stóiar - sófar - grjónapúðar

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.