blaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 21

blaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 21
blaðið FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 21 Flott páskaterta Það styttist í páska og fermingarnar svo það er ekki úr vegi að birta upp- skrift að góðri páskatertu með súkkulaði. Botn ■ too g dökkt og gott súkkulaði ■ íoogsmjör ■ 2dlsykur ■ 2 tsk. vanillusykur ■ 3 egg ■ 3 dl hveiti ■ 1 tsk. lyftiduft Fylling ■ 3 dl rjómi ■ 50 g valhnetur, hakkaðar ■ Vi dós niðursoðnar apríkósur Skreyting ■ 1 dós niðursoðnar apríkósur ■ 50 g súkkulaði, rifið Aðferðin Bræðið súkkulaði í vatnsbaði við vægan hita. Hrærið smjör, sykur og vanillusykur saman þannig að blandan verði létt og ljós. Setjið súkkulaðið saman við. Þá er eggjunum blandað saman við og því næst hveitinu og lyftiduftinu. Deigið er sett í vel smurt form og neð- arlega í i8o°C heitan ofn. Bakað í 50 mínútur. Þegar kakan er orðin köld er hún klofin í þrjá botna. Þeytið rjómann og hrærið hnetur varlega saman við. Skerið apríkósurnar í litla bita og setjið út í. Það má hafa safa með eftir því sem hver og einn vill. Vætið kökubotninn með safa úr dósinni. Setjið rjóma á neðsta botninn, á næsta botn er apríkósubitum raðað og restinni af rjómanum er smurt ofan á efsta botninn. Skreytið tertuna með apríkósum og rifnu súkkulaði. Holl og góð trefjarík brauð í dagsins önn Til kornvöru teljast hafrar, rúgur, hveiti, bygg, hrísgrjón og maís, ásamt afurðum úr þessum vörum, svo sem brauð, grautar, pasta og morgunkorn. Mest er af vítamínum, steinefnum og trefjaefnum í hýði og kími. Þess vegna er mikilvægt að neyta kornvöru sem inniheldur alla hluta kornsins. Stundum er heilt og ómalað korn notað sem hráefni í brauð, en oftar er þó notað malað heilkorn, sem inniheldur ennþá öll næringarefni kornsins. Þú færð allt holla og góða - grófa brauðið hjá okkur! Dalvegi 4 • Sími 564 4700 Hamraborg 14 • Sími 554 4200 Opið: Mánud.-föstud. 06:00 • 18:00 Opið: Mánud-laugard. 08:00 ■ 18:00 Laug. 06:00 -17:00 Sunn. 07:00-17:00 Laug. 08:00-16:00 Sunn. 09:00-16:00 w... mm lA Kynning og sýning á Nordica Hotel laugardaginn 24. mars kl. 12:00 - 16:00 Austurland Blómstrandi atvinnulíf °g öflugt samfélag ÞRÓUNARFÉLAG AUSTURLANDS tækifæranna Á þriðja tug fyrirtækja, samtaka og stofnana kynna hin margvíslegu tækifæri sem bjóðast á Austurlandi, atvinnutækifæri, búsetutækifæri og viðskiptatækifæri. • Fyrirtæki af svæðinu kynna starfsmöguleika hjá sér og þjónustu sem þau veita. • Húsnæðismál, eignir og lóðirtil sölu. • Þjónusta sveitarfélaga. • Menningar- og frístundastarf. • Ferðaþjónusta. • Þróunarfélag Austurlands, Þekkingarnetið, Menningarráðið og Markaðstofa Austuriands kynna starfsemi sína. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, og Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, verða á staðnum og ræða við gesti. Grípið tækifærið! Kynnið ykkur kraftinn og uppbygginguna sem hafa einkennt Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað á síðustu misserum og sláist í hópinn með okkur. > L AU5TURLAND TÆKIFÆRANNA Alcoa Fjarðaál s FLJÓTDALSHÉRAÐ VII\II\IUMÁLA STOFMUIU FJARÐABYGGÐ

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.