blaðið


blaðið - 27.03.2007, Qupperneq 10

blaðið - 27.03.2007, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2007 blaAið UTAN ÚR HEIMI Abe biðst afsökunar vegna vændishúsa Shinzo Abe, forsaetisráöherra Japans, baðst afsökunar í þingræðu í gær vegna þess aö japönsk yfirvöld neyddu um 200 þúsund konur til að stunda vændi og þjóna japönskum hermönnum á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. EGYPTALAND Deilur vegna þjóðaratkvæðagreiðslu Egyptar gengu til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna breytinga á stjórnarskránni í gær. Stjórnarandstæð- ingar segja fyrirhugaðar breytingarnar fela í sér skrerðingu á mannréttindum og auka vald forseta landsins. > Sarkozy lætur af embætti Nicolas Sarkozy lét af embætti innanríkisráðherra Frakk- lands í gær til að geta einbeitt sér að forsetakjörinu sem framundan er. Þá var tilkynnt að Francois Baroin, fyrrum nýlenduráðherra, muni taka við stöðunni af Sarkozy. Skoð anakannanir sýna flestar naumt forskot Sarkozy. r r NU A BESTA STAÐIBÆNUM BESTA OPNAR AÐ ÁRMÚLA 23 MEÐ ENN MEIRA VÖRUÚRVAL GEFA/MGuIa blaðið SMAAUQLYSINGAR@BIADID.NET .■ Tillaga um legu Sunda- ganga Ekki er gert ráð fyrir göngunum i aðalskipulagi. Fundað með yfirvöldum um Sundabraut: Vinnuhópur á laggirnar 2 Mest sátt um göng ■ Kostnaður 20 milljarðar ■ Erlendar hafnir reka brautir og brýr Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net „Það þarf að fara yfir lagalega þætti málsins varðandi útboðsskyldu og ýmislegt fleira,“ segir Björn Ingi Hrafnsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna, sem fagnar því að ákveðið hafi verið að setja strax á laggirnar vinnuhóp vegna óska Faxafíóahafna um að fjármagna og byggja Sundabraut í einum áfanga. Nú þykir líklegast að gerð verði göng frá Sæbraut yfir í Gufunes sem ekki er gert ráð fyrir í aðalskipu- lagi. Stefnt er að því að könnunar- borunum vegna mögulegrar ganga- gerðar verði lokið um mitt sumar. Verið er að vinna að umhverfismati vegna Sundabrautar sem er sam- vinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar. „Sundabraut er inni á landi borgarinnar en þetta er þjóðvegur í þéttbýli og á forræði samgönguyfirvalda,“ tekur Björn Ingi fram og bætir því við að mest sátt sé um gerð svokallaðra Sunda- ganga. Áætlað er að þau muni kosta um 16 milljarða króna og tenging- arnar beggja vegna 3 til 6 milljarða þegar gróft er reiknað, að þvi er Björn Ingi greinir frá. Aðspurður hvort ríkið fengi ekki betri lánakjör en fyrirtæki á vegum Faxaflóahafna um gerð Sunda- brautar kveðst Björn Ingi ekki geta svarað því. „En Faxaflóahafnir eru mjög stöndugt opinbert fyrirtæki og helstu kostir einkaframkvæmdar Annar áfangífl; Sundabrautái;' af þessu tagi eru þeir að einkaað- ili tekur að sér að gera verkið frá upphafi til enda. Hann fjármagnar verkið og sér um framkvæmdir og rekstur. Sumir hafa þá skoðun að best sé að ríkið sjái um alla hluti og færa rök fyrir því að ríkið fái bestu fjármögnunina i öllu og eigi þess vegna að gera allt mögulegt. En hin alþjóðlega þróun er öll á þann veg að einkaaðilar, og ég tala nú ekki um fyrirtæki í opinberri eigu eins og Faxaflóahafnir, taki að sér slik mannvirki.“ Hann nefnir sem dæmi að einka- fyrirtæki víða um heim, til dæmis í Bandaríkjunum, eigi og reki hafnir, hraðbrautir, brýr, göng og flugvelli. „Þetta er mjög þekkt á alþjóðlegum vettvangi og hefur gefist mjög vel, eins og dæmið um Hvalfjarðargöng sýnir. Það var líka sagt um Hval- fjarðargöngin að ríkið ætti að fjár- magna þau en við værum líklega enn að bíða eftir þeim ef það hefði verið ákveðið.“ Miðað við þá samninga sem eru í gildi eignast ríkið Hvalfjarðar- göng árið 2018, að því er Björn Ingi greinir frá. NetreikningurSPK ri 14,60% Tryggðu sparifé þínu topp ávöxtun A'V Sæktu um á www.spk.is ítSpK ' M.v. vaxtatöflu SPK 21.03. 2007

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.