blaðið - 27.03.2007, Side 12

blaðið - 27.03.2007, Side 12
blaðið blaði Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Ár og dagurehf. Sigurður G. Guðjónsson Trausti Hafliðason Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Pólitískar ráðningar „Viðhorfsbreyting í embættisveitingum.” Þetta er yfirskrift yfirlýs- ingar sem starfsmannaráð flutningsskyldra starfsmanna utanrík- isþjónustunnar sendi Valgerði Sverrisdóttur utanrikisráðherra í síð- ustu viku. Fagnar ráðið því að Valgerður hafi margoft lýst því yfir að hún hygg- ist fara sparlega í pólitískar embættisveitingar. í yfirlýsingunni segir: „Bindur starfsmannaráðið vonir við að þar með hafi baki verið snúið við þeim úreltu stjórnunarháttum sem of oft hafa sett svip á embættis- veitingar innan untaríkisþjónustunnar á undanförnum árum.” Pólitískar ráðningar hafa lengi viðgengist á íslandi. Þó vissulega séu fjölmörg dæmi þess að stjórnmálamenn hafi verið skipaðir sendi- herrar þá hafa pólitískar ráðningar ekki einskorðast við utanríkisþjón- ustuna og alls ekki bara við ríkisvaldið því þær eru einnig algengar á sveitarstjórnarstiginu. Það má nánast segja að pólitískar ráðningar hafi teygt anga sína inn í flestar opinberar stofnanir. Algengast er þó að fólk tengi þær við ut- anríkisþjónustuna og Seðlabankann. Þegar litið er á ráðningar sendi- herra og seðlbankastjóra undanfarin ár þá liggur við að helsta hæfnis- krafan til að hljóta slíkt starf sé að hafa setið á þingi. Ef viðkomandi hefur setið í ráðherrastól þá hefur nánast verið formsatriði að ganga frá ráðningunni. Þetta er ekki til eftirbreytni. Samkvæmt yfirlýsingu starfsmannaráðsins þá á hátt hlutfall pólitískt skipaðra sendiherra hér á iandi sér „enga hliðstæðu annars staðar á Norðurlöndunum eða í öðrum vestrænum ríkjum”. Það ber að fagna þeirri áræðni og því frumkvæði sem starfsmanna- ráðið sýndi með því að senda frá sér yfirlýsinguna. Það er mikilvægt að opinberir starfsmenn láti í sér heyra þegar þeim mislíkar stjórn- unarhættir yfirboðara sinna eða eins og í þessu tilfelli sjá ástæðu til að fagna breyttri stefnu ráðherra. Með því að fagna breyttri stefnu er hins vegar einnig verið að setja þrýsting á ráðherra um að þessari stefnu verði framfylgt og um leið gera kröfu til þess að nútímastjórn- unarhættir innan hins opinbera verði í hávegum hafðir. Hvort baki hafi verið snúið við þeim úreltu stjórnunarháttum sem pólitískar ráðningar fela í sér skal ósagt látið. Því miður þá iiggur manni við að segja að draumurinn um slíkt sé, í tilfelli íslenskra stjórnmála, nánast útópískur. Það kom því ekkert sérstaklega á óvart að Aðalheiður Sigursveinsdóttir, aðstoðarmaður Valgerðar, hafi strax dregið aðeins í land. I viðtali við Blaðið á laugardaginn sagði Aðal- heiður: „Valgerður hefur ekki sagst vilja hætta alveg pólitískum ráðn- ingum heldur mat hún það svo að núna væri engin ástæða til að fjölga pólitískum ráðningum.” Trausti Hafliðason Auglýsingastjóri: Steínn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Norm-X Heitir pottar íslensk framleiðsla Heimasíðan okkar er www.normx.is Norm-X hefur frá 1982 sérhæft sig I framieiðsiu heitra potta sem henta íslenskum aðstæðum einstaklega vel. Við bjöðum einnig allan tengibúnað, nudd og Ijósabúnað og tvær gerðir af lokum. Samstarfsaðili okkar á Akureyri er Tjalda- og Seglaþjónustan ehf. sími 461-5077 Setlaug 1200 L Setlaug 2050 L með legubekk Grettlslaug 1500 L Snorralaug 2000 L Norm-X Auðbrekku 6 Kópavogi Sími 565-8899 www.normx.is normx@normx.is 12 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2007 •po -evckí poTiþnr ftv ■cJXTTRR Ví*> SÉUM A-t) fifTTj r SVOUA Á riL AO ÍW' ^vgáÓí/^gjurTT Reikningsskil ríkisstjórnar Sjaldan hefur ríkt meiri óvissa um úrslit þingkosninga en nú. Eitt er þó ljóst; það liggur í loftinu krafa um breytingar. Breytingar í átt að stjórnarháttum í anda meðalhófs og sanngirni. Ruddafengin afstaða ríkisstjórnarinnar til Íraksstríðsins, lífskjaraokrið í landinu, bágur hagur eldri borgara, offarið í virkjana- málum, metnaðarleysið í mennta- málum og basl barnafjölskyldna eru ramminn utan um reikningsskil rík- isstjórnar hægri flokkanna. Það er krafa um breytingar í átt til jöfnuðar og frjálslyndis. Því kalli ætlar Samfylkingin að svara enda vel í stakk búin til að taka við og mynda kjölfestu nýrrar ríkisstjórnar ívor. Erindi frjálslyndrar jafnaðarstefnu Kosningarnar í vor eru sögulegt tækifæri til að velja nýja ríkisstjórn frjálslyndrar jafnaðarstefnu. í þeirri ríkisstjórn gegnir Samfylkingin lykilhlutverki. Ríkisstjórn hægri flokkanna biðst nú vægðar hjá almenningi en er ekki á vetur setjandi. Henni verður að koma frá völdum. Reikningsskilin í öllum stóru málunum ramma það inn. Það er rótgróið viðhorf hjá flestum íslendingum að þeir séu frjálsir ein- staklingar og jafningjar hverra sem er að manngildi. Auður og vald, titlar og embætti fá þar engu um brey tt. Þess vegna á frjálslynd jafnaðar- stefna mikinn hljómgrunn meðal landsmanna - henni fylgir andblær framfara og framsýnnar hugsunar. Henni fylgir ekki stjórnlyndi og forsjárhyggja heldur trú á getu ein- staklinga til þess að spjara sig, sé jafnt gefið í upphafi. I frjálslyndri jafnaðarstefnu felst sú meginskoðun að einstaklingurinn fái best notið sín í sterku samfélagi. Framleiðslan, þjónustan og smáreksturinn eiga sem mest að lúta samkeppnislögmálum en al- mannavaldið á í meginatriðum að annast mennta- og velferðarþjón- ustu og grunnkerfi almannaveitna. Og ríkisvaldið þarf jafnan að vera tilbúið að grípa inn í með lausnir þegar markaðurinn bregst og leysir ekki verkefnið sem honum var falið. Til dæmis við myndun sáttmála um nýtt jafnvægi á milli höfuðborgar og landsbyggðar. Viðhorf Björgvin G. Sigurðsson Mildara samfélag Frelsi og velferð er megininntak frjálslyndrar jafnaðarstefnu og þess vegna er hún uppspretta þekkingar- leitar, nýsköpunar og félagslegra um- bóta. í samfélagi þekkingarinnar er menntunin eitt helsta jöfnunartækið og Samfylkingin beitir sér fyrir því að hæfileikar allra nemenda verði virkjaðir og að sem flestir fái annað tækifæri til náms. Til að efla menntakerfið leggjum við m.a. til að 30% námslána breyt- ist í styrk að námi loknu og að náms- bækur í framhaldsskólum verði ókeypis. Við þurfum á því að halda að sem allra flestir bæti við sig þekkingu og nýrri færni eftir getu og stuðli þannig að því að Island verði í fremstu röð. Því er annað tækifæri til náms fyrir fólk með stutta formlega skólagöngu mjög brýnt verkefni í menntamálum en rúmlega 40% Islendinga á vinnu- markaði eru án lengri formlegrar menntunar en grunnskólaprófs. 1 anda frjálslyndrar jafnaðar- stefnu setur Samfylkingin fram margvíslegar tillögur um úrbætur í félags- og velferðarmálum og bendir á lausnir á brýnum vandamálum sem steðja að. Við ætlum að takast á við fíkni- efnavandann, samræma og efla meðferðarúrræði, forvarnarstarf og fíkniefnameðferð í fangelsum. Betr- unar- og refsistefna stjórnvalda er óréttlát. Við viljum taka til varna fyrir umhverfið, hlúa að nýju at- vinnulífi, styrkja beint lýðræði, fjárfesta í menntun, blása til nýrrar sóknar fyrir byggðir landsins og tryggja velferð landsmanna. Þetta eru stóru verkefnin. Ég er sannfærður um að sú frjáls- lynda jafnaðarstefna sem Samfylk- ingin ber fram í komandi kosninga- vinnu sé mikilvæg fyrir íslenskt samfélag. Þær víddir í stjórnmálum sem tengdar eru frelsi og jöfnuði eiga ekki síðri þegnrétt og þarft erindi heldur en vinstri og hægri víddir og bláar og grænar. Erindi okkar jafnaðarmanna er að skapa þjóðfélag sem tryggir ör- yggi og lífsgæði með áherslu á meiri umhyggju, aukinn jöfnuð og mild- ara samfélag. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi Klippt & skorið Netheimur er að tapa sér í umræðum um flutning Spaugstofunnar á þjóð- söngnum með nýjum texta. Menn eru almennt sammála um að þeir Spaugstofumenn hafi brotið lög með þessum flutningi. Ey- þór Arnalds er einn þeirra sem tjá sig um málið og segir: „Það erflestum Ijóst að brotin hafa verið lög um þjóðsöng (slendinga. Kannski vissu Spaugstofumenn ekki betur, en við skulum ekki gleyma því að þetta er Ríkis- útvarpið (þótt ohf. sé) sem stendur bæði að þáttagerðinni og útsendingunni. 3. grein laga frá árinu 1983 um þjóðsöng (slendinga segir: .Þjóðsönginn skal ekki flytja eða birta í ann- arri mynd en hinni upprunalegu gerð. Ekki er heimilt að nota þjóðsönginn á nokkurn hátt í viðsklpta- eða auglýsingaskyni." Eyþór vill greinilega að farið sé að lögum. Skyldi hann ætla að kæra? Sænska Aftonbladet auglýsir 20 síðna ferðabók á Netinu um ísland og Reykja- vík. Borgina segja þeirálíka alþjóðlega og London og Róm. ísland jbw, fær mjóg góða umsögn og HraBr v blaðamaður blaösins segir ÉHP’f: \ að ferð til (slands „gæti orðið J ferð lífs þíns" eins og það er 19| orðað. (ferðabókinni er talað Wm um fræga (slendinga og þar eru nefnd til sögunnar söngkonan Björk, skákmeistarinn Fischer, Vigdís Finnbogadóttir og Hrafn Gunnlaugsson Svíarnir hafa aiveg gleymt íþróttaálfinum okkar í Latabæ. Utanrikisráðherra, Valgerður Sverris- dóttir, mun þann 1. apríl opna form- lega nýja ræðisskrifstofu í Þórshöfn í Færeyjum. Fólki úrfæreysku atvinnulífi og stjórnmálum verður boðið í móttöku af þessu tilefni. Fulltrúum íslenskra fyrirtækja gefst kostur á að slást í för með ráðherra og taka þátt í móttökunni og geta þau fyrirtæki sem fara út sent utanríkisráðu- neytinu tillögu um boðsgesti, segir á vef Út- flutningsráðs íslands. Farið verður að morgni dags og flogið til baka síðdegis. Kostnaður er 30.000 krónur á mann. Ætli þetta sé aprílgabb? elin@bladid.net

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.