blaðið - 27.03.2007, Side 16

blaðið - 27.03.2007, Side 16
 HEYRST HEFUR ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2007 folk@bladid.net GÖMLU RÚV-refirnir Bogi Ágústs- son og Samúel Örn Erlingsson eru í lausu lofti eftir að störf þeirra voru lögð niður í kjölfar ohf.-væð- ingar stofnunarinnar. Samúel er í framboði fyrir Framsóknarflokk- inn sem þykir nú ekki ávísun á þingstörf ef horft er til vinsælda flokksins þessi misserin. Bogi ætti hins vegar að geta gengið inn í hvaða fréttastarf sem er ef hann kýs svo en ólíklegt verður að teljast að hann fari á 365. Kannski hann samein- ist sínum gamla félaga úr frétta- settinu og fari til IngvaHrafns í fNN...? LAY LOW hélt tónleika á NASA á fimmtudaginn. Tónleikarnir voru kvikmyndaðir í bak og fyrir eins og gjarnan er gert og þykir í sjálfu sér ekki fréttnæmt. Hins vegar sást til þeirra Sigurjóns Sighvatssonar, Ara Alexanders og Ingvars E. Sigurðssonar í hrókasamræðum. Hafa spekúl- antar því spáð því að væntanleg sé: Lay Low the movie... ÞAÐ sást til þeirra Ara Edwald og Þorsteins Pálssonar stíga inn í fundarherbergi með Styrmi Gunnarssyni ritstjóra í Mogga- höllinni í hádeginu gær. Ljóst er að eitthvað stórt er i aðsigi í fjölmiðla- heiminum því þessir menn funda ekki augliti til auglitis að óþörfu. Ótal kenningar hafa sprottið fram en sú merkileg- asta er að 365 hafi í hyggju að kaupa upp enn eina sam- keppnina... HVAÐ Halldór, fékkstu Grettistak? FIÍ^NST ÞER? „Já, ég fékk bara Grettistonnatak held ég!“ blaðiö Halldór Gylfason, leikari Halldór leikur um þessar mundir í söngleiknum Gretti í Borgarleik- húsinu. Hann slasaöist þó í baki og getur sig litiö hreyft. Því verður leiksýningunni frestað fram yfir páska. Allt er fimmtugum fært Eftir Trausta Saivar Kristjánsson traustis@bladid.net Þórólfur Árnason, fyrrverandi borg- arstjóri og margreyndur forstjóri, fagnaði fimmtugsafmæli sínu á laug- ardaginn var. Veislan var hin glæsi- legasta og skemmtu gestir sér vel. Þór- ólfur brá sér út úr bænum í gær og var á ferðalagi um Gullfoss og Geysi þegar blaðamaður hafði samband við hann. „Það er sól og blíða hérna núna og frábært veður hjá okkur. Það má segja að það sé þriðji í afmæli hjá okkur núna en við ákváðum að slappa bara af með vinum okkar og njóta tilverunnar. Svo endum við daginn í humarveislu á Stokkseyri, ég held að það gerist bara ekki betra!“ sagði Þórólfur hæstánægður. Það telst til tímamóta þegar menn ná fimmtugsaldrinum. Skyldi hann ekkert verða móðari nú en áður? „Ha, ha, það hefur nú bara ekkert reynt á það! Ég er búinn að vera í svo góðu og rólegu yfirlæti síðan um helg- ina. Einnig er ég hættur allri knatt- spyrnuiðkun, en ég tek reglulega á því í gymminu og reyni að halda mér í minni kjörþyngd, eða um 80 kíló. Og það hefur bara tekist ágætlega þótt ég segi sjálfur frá.“ Veislan var hin glæsilegasta eins og áður hefur komið fram. Þórólfur naut þó aðstoðar við undirbúninginn. „Ég þurfti bara ekkert að gera sjálfur! Ég fór nú bara í Kríngluna og fékk mér hamborgara þegar aðrír voru að stressast í undirbúningi.“ „Égþurfti bara ekkert að gera sjálfur! Ég fór nú bara í Kringluna og fékk mér hamborgara þegar aðrir voru að stress- ast 1 undirbúningi. Ég er svo heppinn að eiga góða að sem lögðu mér lið í þessu. Eiríkur Hjálmarsson og Svan- hildur Konráðsdóttir sáu um dag- skrána fyrir mig og Marín Magnús- dóttir, fyrrverandi starfsmaður minn hjá Tali, sá um þetta praktíska. Svo var sungið og dansað. Egill Ólafsson söng fyrir mig og mamma og pabbi stigu fyrsta dansinn. Ég söng reyndar líka Ó, mín flaskan fríða, sem er nú eina lagið sem ég kann held ég! Þetta var alveg stórskemmtilegt." En hvað fá menn í afmœlisgjöf sem eiga svo til allt? „Ég fékk nú eiginlega enga pakka skal ég segja þér. En það er líka góð og gild ástæða fyrir því. Ég ákvað að fá fólk frekar til að gefa andvirði gjafanna til Bergmáls, líknar- og vinafélagsins. Og samkvæmt því sem mér skilst þá fengu þau dá- góða upphæð til afnota og vil ég nota tækifærið og þakka gestum mínum og vinum fyrir framlag sitt. “ En hvað er síðan framundan? „Nú fer ég bara til vinnu á morgun og sinni störfum mínum hjá Skýrr. Þetta er frábær vinnustaður með svipuðu fólki og var hjá Marel og Tali þar sem ég var áður. Ég er reyndar kannski ekki sá tæknileg- asti hvað tölvukunnáttu varðar, en það eru líka aðrir betur til þess fallnir en ég sem sinna þeim málum. Síðan er auðvitað það mik- ilvægasta, en í dag (i gær) eru liðin 32 ár síðan ég kyssti hana Möggu mína fyrst og það verður haldið upp á það með kossi, ég smelli á hana einum, jafnvel tveimur!" sagði Þórólfur að lokum, kominn með stút á munninn ... BLOGGARINN... Refsivert RÚV? „ 3. grein laga frá árinu 1983 um þjóð- söng Islendinga segir: „Þjóðsönginn skal ekki flytja eöa birta í annarri mynd en hinni uppruna- legu gerð. Ekki er heimilt að nota þjóðsönginn á nokkurn hátt i viðskipta- eða aug- lýsingaskyni." Ég astla ekki að endurrita skrumskælinguna, en hún varðaði bæði augiýsingar og viðskipti um álver i Hafnarfirði. Nú er að sjá hvort að þetta muni eiga sér eftirmála eður ei.“ Eyþór Arnalds ea.blog.is Purfa að hlýta landslögum „Þátturinn varð enn merkari fyrirþær sakirað ihonum voru landslög brot- in og þjóðsöng Islendinga breytt og settur við hann nýr texti i formi áde- ilu á stóriðju og orkuver hér á landi. Spurningin er hverjar afleiðingarnar verða og hvort ríkissaksóknari muni í framhaldinu ákæra Spaugstofumenn og útvarpsstjóra, sem ábyrgðar- mann efnisins? Hér virðist ekki neinn vafi á ferðinni. Og skiptir engu máli þótt okkur finnist að Spaugstofan sé frábær og fyndin, það breytir ekki þvtað þeirhljóta að lúta sömu landslögum og aðrir.“ Viðeigandi refsing „Refsingin: að þurfa að horfa á alla þætti Svínasúpunnar, Strákanna og Stelpnanna. Verri refsingu geta þes- sir drengir varla fengið. En þótt sumum finn- ist lögin asnaleg, eru þetta gildandi lög ilandinu og eftirþeim verðurað fara.“ %.W • Snorri G. Bergsson hvala.blog.is STÝRISENDAR, SPIIMDILKÚLUR / 'y Vagnhöföa 7 fjALLABÍLAR 110 Reykjavík Stál og stansar ehf. Sími: 51 7 5000 Su doku 3 7 1 9 5 3 4 7 8 1 4 2 3 7 6 8 1 9 4 3 9 2 1 5 6 4 8 8 2 6 5 1 6 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upþ eru gefnar. HERHIAN eftir Jim Unger B Ifl © LaughingStock Intomational lnc./dlst. by Unltod Modia, 2004 Við erum í okkar annarri brúðkaupsferð, passaðu að herbergin okkar liggji ekki saman.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.