blaðið - 27.03.2007, Page 20

blaðið - 27.03.2007, Page 20
28 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2007 blaðió menntun@bladid.net Háskólanám með vinnu Kynningarfundur um háskólanám með vinnu í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík verður haldinn húsnæði skólans að Ofanleiti 2 (3. hæð) í dag klukkan 17. Forstöðumaður BS-náms og fyrrverandi nemendur miðla af reynslu sinni. Landakort á vefnum Þeir sem læra landafræði geta nálgast ýmsar gagnlegar upplýsingar á vefnum landakort.is. Þar eru birtir tenglar í vefsjár og vefsíður sem sýna kortagögn og annað fræðilegt efni jafnt hér á landi sem erlendis. Milljónir barna fara á mis við menntun í heiminum Stríð og menntun Kynjadagar Listaháskólans Janfréttisnefnd Listaháskóla ís- lands stendur fyrir kynjadögum í skólanum dagana 27.-30. mars og er almenningi velkomið að fylgjast með því sem í boði er. Gyða Margrét Pétursdóttir félags- fræðingur heldur fyrirlestur undir yf- irskriftinni List og húmor sem vopn í kvennapólitískri baráttu í Skipholti 1 í dag klukkan 12:15. Þá mun Lloyd Whitesell flytja fyrirlesturinn Listening to Monster and other queer subjects í græna salnum Sölvhólsgötu 13 (3. hæð). Þóra Þórisdóttir myndlistarmaður flytur fyrirlestur í Laugarnesi á morgun klukkan 12:30 og ber hann titilinn Kerlinga/dollu/keramik/krús- indúllu/fokk, upphafin sjálfsnið- urlæging Greyson Perry í gervi keramíklistakonu. Áfimmtudag kl. 12:30 flytja nem- endur úr Fræði og framkvæmd atriði úr verkum sínum í Sölvhóls- götu 13. Dagskránni lýkur með því að nemendur Gunnars Hersveins Sigursteinssonar flytja erindi úr námskeiðinu ímyndir, auglýsingar og markaður í Skipholti 1, föstudag- inn 30. mars kl. 12:30. Nám í heimskautarétti Undirritaður var samningur um meistaranám í heimskautarétti (polar law) við félagsvísinda- og ^ lagadeild Háskólans á Akureyri í síðustu viku. (náminu verður sérstök áhersla lögð á einstök svið þjóðaréttar svo sem umhverfis-, auðlinda- og hafrétt, réttindi minnihluta og frumbyggjarétt sem og landsrétt þjóða á heimskauta- svæðinu. Einnig verður kennt um réttarstöðu, stjórnskipun og stjórn- sýslu landsbyggðar, jaðarsvæða og örríkja á heimskautasvæðinu. Kennsla og námskeiðahald mun fara fram á ensku þar sem gert er ráð fyrir þátttöku erlendra nem- enda Guðmundur Alfreðsson prófessor mun veita náminu forstöðu. Eftir Einar Örn Jónsson einar.jonsson@bladid.net Um 77 milljónir barna í heiminum eru án viðunandi skólagöngu, þar af um 40 milljónir sem búa í lönd- um þar sem stríðsátök geisa eða hafa geisað undanfarin ár eða ára- tugi. Alþjóðlegu samtökin Save the Children sem Barnaheill eiga aðild að vinna að því að vekja athygli al- þjóðasamfélagsins á aðstæðum þess- ara 40 milljóna barna sem fara á mis við menntun. „Fram til ársins 2010 ætlum við að veita átta milljónum barna í 20 lönd- um menntun með því að fá börnin til að koma í skólana, með því að byggja skóla, með því að þjálfa kenn- ara og útvega skólagögn og náms- efni. Þetta erum við náttúrlega að vinna mjög náið með heimamönn- um,“ segir Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, Sa- ve the Children á íslandi. Árið 2005 hóf Save the Children verkefnið Bætum framtíð barna (Rewrite the Future) sem gengur út á að bæta menntun barna í stríðs- hrjáðum löndum. Barnaheill kem- ur að verkefninu í þremur löndum; Úganda, Kambódíu og Afganistan. Petrína segir að Save the Children hafi unnið í Kambódíu í um 17 ár og þar hafi verið unnið mikið uppbygg- ingarstarf og góður árangur náðst í samstarfi við önnur félagasamtök og stjórnvöld. Barnaheill ákváðu að styrkja sérstaklega menntun í Stoe- ung Trong-héraði og í lok síðasta árs sendu þau þangað átta milljónir króna. „Þessir peningar munu fara í að ná til þeirra barna sem ekki hafa feng- ið menntun og fá þau til að koma í skóla. Það verða haldin endurmennt- unarnámskeið fyrir kennara og skólastjóra, byggður nýr skóli með sex kennslustofum, töflum og skrif- borðum,“ segir Petrína og bætir við að hægt sé að gera ótrúlega mikið fyrir ekki hærri upphæð. Um lang- tímaverkefni er að ræða og vonast Petrína til að Barnaheill geti lagt að minnsta kosti tíu milljónir til verk- efnisins árlega. í hermennsku í stað skóla 1 Úganda er einnig mikið starf fyrir höndum þó að aðstæður séu mjög ólíkar aðstæðum í Kambódíu. Barnaheill beinir einkum sjónum sínum að norðurhluta landsins þar sem stríð hefur geisað milli skæru- liða og stjórnvalda í 20 ár. Petrína segir að þar sé algengt að börn séu tekin og látin sinna her- mennsku. „Yfirmaður Save the Children þar í landi sagði að þegar friðarsamn- ingarnir verða í höfn sé framundan mikil vinna við að ná til allra barn- anna sem hafa verið án menntunar árum saman, hafa verið barnaher- menn, og hjálpa þeim að aðlagast samfélaginu og fá menntun til að þau hafi einhverja möguleika í líf- inu,“ segir hún. Barnaheill tekur einnig þátt í minna verkefni á vegum Save the Children í Afganistan sem gengur út á gerð námsefnis sem tengist sögu og menningu barna þar í landi. Að sögn Petrínu hafa samtökin einkum leitað til almennings, fyrir- tækja og stjórnvalda um fjármögn- un verkefnanna. Þá hafa nemendur við Menntaskólann við Sund verið duglegir að safna peningum fyrir samtökin. Styrktaraðilar tregir Striðsátök hafa oft mikil áhrif á möguleika barna í þessum löndum til að sækja skóla og þeirra áhrifa gætir jafnvel eftir að átökunum sjálfum lýkur. Þá eru alþjóðlegir styrktaraðilar oft tregir til að veita fjármagn til menntunar barna á stríðshrjáðum svæðum. „Þeim finnst að það vanti full- nægjandi kerfi til að tryggja að að- stoðin berist og það hefur þá þær afleiðingar að milljónir skólabarna eru án menntunar árum saman. í stríði virka stjórnvöld ekki al- mennilega og infrastrúktúrinn fell- ur. Við viljum sem alþjóðasamtök að menntun verði hluti af neyðarað- stoð þannig að það sé allt gert til að halda uppi skóla á stríðshrjáðum svæðum vegna þess að hann veitir börnunum náttúrlega öruggt skjól og kennir þeim færni til að vernda sig og getur hjálpað þeim til að vinna úr áföllum," segir Petrína og bætir við að menntun skipti miklu máli bæði fyrir börnin sem hennar njóta sem og samfélagið sem þau búa í. „Hún er undirstaða velsældar fyrir barnið sjálft, þroska þess og möguleika. Að sama skapi er hún mjög mikilvæg fyrir samfélagið. Rannsóknir í gegnum árin hafa sýnt að grunnmenntun er mjög jákvæð fyrir efnahagslega þróun. Það sýnir sig að í 16 af fátækustu ríkjum heims hafa ríkt borgara- styrjaldir síðastliðin 20 ár þannig að það er greinilegt samhengi þar á milli,“ segir hún. Karlmenn í leikskólum Karlar eru fáir í hópi leikskóla- kennara og fjölgar hægt. Anna Elísa Hreiðarsdóttir, deildarstjóri á leik- skólanum Iðavelli á Akureyri, hefur rannsakað viðhorf íslenskra leik- skólakennara til náms og starfs og greinir frá niðurstöðum rannsókn- ar sinnar á umræðufundi á vegum skólaþróunarsviðs kennaradeildar Háskólans á Akureyri í dag klukk- an 16:30. í rannsókninni veltir Anna meðal annars upp þeirri spurningu hvort í leikskólanámi og starfi gætu verið þröskuldar sem karlar hnytu um frekar en konur. Hún segir að þröskuldarnir séu að mörgu leyti þeir sömu og konur sem fara inn á karlavettvang þurfa að yfirstíga. „Að einu slepptu að konur sem fara í karlastörf fá oft hærri laun og meiri virðingu og völd sem er ekki raunin þegar karlar fara í störf eins og hjúkrun, leikskólakennslu eða kennslu yngri barna. Ég leiði líkur að því að karlmenn séu í rauninni svolítið að tapa á þessu og það þurfi sterk bein tií að fara í svona störf,“ segir hún. „Ég tel eftir rannsóknina að stærstu þröskuldarnir séu fólgnir í viðhorfum samfélagsins. Það eru goðsagnir og staðalímyndir sem við höfum og svo þessar óljósu kröfur sem við gerum til fólks eins og karla í kvennastörfum um að vera eitt- hvað annað en kennarar. Þeir þurfa kannski að vera kynfyrirmynd, karl- inn á staðnum í stað þess að vera bara kennarinn,“ segir hún. „Hins vegar eru karlarnir mjög jákvæðir og finnst gaman í vinn- unni sinni og finnst þetta mikilvæg vinna sem henti báðum kynjunum. Þetta sé starf sem henti fólki með Frægur karlleikskólakennari Heið- ar Kristjánsson, söngvari Botnleðju og ieikskóiakennari, í hópi leikskóla- barna. ákveðna eiginleika hvort sem það er karl eða kona,“ segir hún. Fyrirlestur Önnu verður fluttur í stofu 16 í Þingvallastræti 23 á Akur- eyri í dag klukkan 16:30.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.