blaðið - 27.03.2007, Page 22

blaðið - 27.03.2007, Page 22
30 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2007 ferðir ferdir@bladid.net blaöiö Sítrónutappi I fríinu er gott að slaka á í baði. Ef svo óheppilega vill til að það vantar tappa í baðkarið á gististaðnum þarf þó ekki að örvænta. Skjóstu út í búð og kauptu sítrónu, skerðu hana í tvo helminga og notaðu annan þeirra sem tappa. Hinn helminginn er hægt að skera út í gin og tónik og drekka í baðinu. Mynd af barninu Ef þú ert að ferðast með barninu þínu erlendis skaltu alltaf hafa nýlega mynd af því í veskinu. Ef barnið skyldi týnast er nauðsynlegt að geta sýnt lögreglunni mynd í stað þess að þurfa að lýsa útliti barnsins á framandi tungumáli. Freyja Oddsdóttir stjórnmálafræðinemi elskar að ferðast: Skipulegg sjaldan fram í tímann ísland í fjórða sæti ísland er í fjórða sæti á lista heims- viðskiptaráðstefnunnar World Economic Forum yfir samkeppn- ishæfni á sviði ferðamála. Sviss trónar á toppnum, Austurríki er í öðru sæti og Þýskaland í því þriðja. Island er eina norræna landið sem kemst í efstu tíu sætin á listanum, en Danmörk er í ellefta sæti, Finnland í sextánda sæti, Svíar í því sautjánda og Noregur í því tuttugasta og þriðja. í 124. sæti listans, sjálfu botnsætinu, er Afríkuríkið Tsjad. Að sögn aðalhagfræðings World Economic Forum, Jennifer Blanke, er ekki um að ræða „fegurðarsam- keppni“ á milli landa. „Þetta er ekki mælikvarði á hversu falleg eða spennandi löndin eru heldur snýst þetta þvert á móti um mögu- leikana sem til eru til þess að þróa og efla ferðamannaiðnaðinn innan hvers lands fyrir sig,“ segir hún. Páskar í Prag Nú eru páskarnir á næsta leiti og því er nóg um að vera á ferðaskrif- stofum landsins, enda er tilvalið að nota tímann og skella sér í ferðalag í fríinu. Fyrir þá sem hafa hugsað sér að ferðast út fyrir landsteinana er vert að nefna að enn eru laus sæti í páskaferð Heimsferða til hinnar ægi- fögru höfuðborgar Tékklands, Prag. Flogið er út að morgni föstudagsins langa og komið heim á fimmtudegi eftir páska. Það eru því einungis þrír vinnudagar sem þarf að taka frá, og nógur tími gefst til þess að njóta þessarar skemmtilegu stórborgar. Dagur í Kulusuk Nú þegar líða tekur á vorið stytt- ist i að hægt verði að fara í afar spennandi dagsferðir til Kulusuk á Grænlandi með Flugfélagi ís- lands. Einungis tvo tíma tekur að fljúga til þessa afskekkta þorps í Ammasalik-héraði, en þar má enn sjá leifar af gamla grænlenska veiði- samfélaginu. Grænlendingar þykja einstaklega gestrisnir og höfðing- legir heim að sækja og í Kulusuk bjóða þeir upp á skemmtidagskrá fyrir ferðamenn þar sem meðal ann- ars eru sýndar aðferðir veiðimanna á kajökum og sungnir eru æva- gamlir veiðimannasöngvar sem varðveist hafa í munnlegri geymd. Flestir eða allir þeir sem hafa heim- sótt Kulusuk eru sammála um að um ógleymanlega lífsreynslu sé að ræða. Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hildur@bladid.net Ferðalög til fjarlægra landa þurfa alls ekki alltaf að vera kostnaðarsöm eða krefjast mikillar skipulagningar eins og Freyja Oddsdóttir hefur kom- ist að. Hún er nemandi á öðru ári í stjórnmálafræði við Háskóla íslands og hefur mikinn áhuga á ferðalögum, alþjóðastjórnmálum og tungumál- um. Því er hún sífellt vakandi fyrir góðum tilboðum í ferðir á spennandi staði og hikar ekki við að skipuleggja ferðalög með stuttum fyrirvara. „Síðasta ferðalagið sem ég fór í var til Egyptalands en þangað fór ég með vinkonu minni í janúar. Við dvöld- um í eina viku í bæ sem heitir Sharm el Sheikh og var byggður sérstaklega fyrir ferðamenn en þaðan fórum við í dagsferð til höfuðborgarinnar Kaíró,“ segir Freyja. Hún segist hafa ferðast töluvert um Evrópu og einnig farið til Asíuhluta Tyrklands, Egypta- lands, Bandaríkjanna og Kostaríku en hugur hennar stefnir á frekari ferðalög um framandi slóðir. Kína í sumar Aðspurð segist hún ekki eiga sér neinn uppáhaldsstað þar sem allir staðir hafi visst aðdráttarafl. „Reynd- ar má ég til með að nefna að mér fannst rosalega gaman að fara til Mexíkó. Þannig var nefnilega mál með vexti að sumarið 2005 fór ég í heimsókn til vinkonu minnar í Kali- forníu en það frí fór í hálfgert rugl þannig að ég ákvað að fara og heim- sækja vini mína í Mexíkóborg með viku fyrirvara. Þau búa á stað í borg- inni sem er ekki mikið ferðamanna- svæði þannig að ég kynntist því að mörgu leyti hvernig innfæddir lifa, sem var mikil upplifun.“ Öllu síðastliðnu sumri eyddi Freyja síðan í Barselónu þar sem hún bjó og lærði spænsku, og næsta sumar verður að öllum líkindum ekki síður spennandi. „Þá ætla ég að vera í einn mánuð í Kína að læra kínversku. Við ætlum að skella okk- ur þangað þrjár vinkonurnar og fara á byrjendanámskeið í kínversku i bænum Ningbo sem er skammt frá Sjanghæ, en það verður ekki eins Stóri fljótamarkaðurinn sem við heimsóttum rétt fyrir utan Bang- kok var mikið ævintýri út af fyrir sig. Það var að vísu ekki mikið varið í varninginn sem var þarna til sölu, þar sem hann var aðallega ætlaður ferðamönnum. Það sem mér þótti athyglisverðast var fólkið sem býr þarna. Við leiðina að markaðnum er aragrúi af húsum þar sem fólk var að sinna sínum daglegu störf- um, þvo þvott í ánni, borða með fjöl- skyldunni og fleira í þeim dúr. En þetta fólk var greinilega mjög vant myndavélum því enginn kippti sér upp við það að ég tæki myndir alveg út i eitt. Þennan dag enduðum við með gistingu í Katchanaburi en þar er einmitt brúin yfir ána Kwai. Næsta dýrt spaug og það hljómar. Gisting- in í góðu húsnæði kostar einungis 10.000 krónur í heilan mánuð og fyrir námskeiðið sjálft greiðum við 30.000 krónur. Reyndar kostar flug- ið fram og til baka 90.000 en þegar á heildina er litið er þetta mjög vel sloppið," segir hún. Endalausir möguleikar á Netinu Freyja segist vera dugleg að nýta sér kosti Netsins til þess að skipu- leggja ferðalög. „Ég má til með að benda á síðuna Lastminute.com en þar er hægt að bóka gistingu nánast hvar sem er í heiminum og flug frá London með skömmum fyrirvara, og svo er auðvitað hægt að fá flug héðan til London á góðu verði líka. Það gera sér ekki allir grein fyrir því að það er hægt að komast mjög ódýrt til landa á borð við Egyptaland og Kína, sérstaklega ef fólk getur farið með stuttum fyrirvara og ferðast ut- an háannatíma,“ bendir hún á. Vissulega eiga þó ekki allir gott með að bregða sér í langt ferðalag með stuttum fyrirvara. „Sjálf er ég dag byrjuðum við á að skoða brúna en hættum okkur ekki út á hana þar sem hún virtist vera að sligast undan ferðamönnum. 1 beinu fram- haldi fórum við að skoða Era- „Fyrir utan ensku tala ég sæmilega spænsku og ætla núna að læra kínversku. í raun langar mig til þess að læra öll heimsins tungumál, en kínverskan erspennandi kostur þar sem hún er afar framandi.“ náttúrlega barnlaus og bý í foreldra- húsum. Eg vinn með námi sem þjón- ustufulltrúi í Símanum en hef engar fastar vaktir, þannig að ég get unnið mikið þegar ég er á leið í ferðalag en síðan fengið frí þegar ég er í burtu, þannig að ég er í mjög góðri aðstöðu hvað þetta varðar. En á móti fylgja tíðum ferðalögum alltaf smávegis fórnir. Ég keyri um á hálfgerðri bíl- druslu og eyði ekki mjög miklu í föt og almenna neyslu, þar sem stærst- ur hluti af mínum peningum fer í ferðalög. Mér finnst það sannarlega wan-fossana en gönguleiðin upp að fossunum er gríðarlega falleg og skemmtileg. Eins og svo margir aðr- þess virði en ég veit að það eru ekki allir tilbúnir til að draga stórlega úr neyslu til þess að geta ferðast meira. Þetta er að mörgu leyti spurning um að velja og hafna,“ segir hún. Framtíðin óráðin Eins og gefur að skilja hefur Freyja mikinn áhuga á alþjóðamál- um. „Fyrir utan ensku tala ég sæmi- lega spænsku og ætla núna að læra kínversku. 1 raun langar mig til þess að læra öll heimsins tungumál, en kínverskan er spennandi kostur þar sem hún er afar framandi. í náminu hef ég mestan áhuga á öllu sem við kemur alþjóðastjórnmálum og gæti hugsað mér að læra meira um þau í framtíðinni þó svo að ég sé ekki bú- in að ákveða neitt. Það væri gaman að loknu námi að vinna kannski um tíma í sendiráði í fjarlægu landi eða fara í framhaldsnám erlendis, en það á bara eftir að koma í ljós hvað ég geri. Ég er almennt ekki mikið fyrir að skipuleggja langt fram í tím- ann heldur þvert á móti,“ segir hún glaðlega að lokum. ir böðuðum við okkur í fossunum og voru flestir þar heimamenn. Framhald í næstu viku... Esther ír ljósmyndari á ferðalagi um Asíu: Heimamenn vanir ljósmyndurum H

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.