blaðið - 09.05.2007, Page 1
Kryddjurtir í garðinum
Auöur Jónsdóttir garðyrkjufræðingur
segir að vel sé hægt að rækta
kryddjurtir hér á landi en þær þurfa
JfLi. sólríkan og skjólgóðan
stað enda margar
Kjólasafnari
Alexía Björg Jóhannesdóttir
leikkona á ótrúlegt safn af
hælaskóm í öllum litum og
skápurinn hennar er fullur af
kjólum, stuttum, síðum, sumar-
Elsti ísskápurinn
Sigurður Pétur Þorleifsson er með
forláta ísskáp af Westinghouse-
gerð í eldhúsinu en hann var
framleiddur árið 1947 og gæti
verið elstur í heimi í notkun.
85. tölublaö 3. árgangur
miðvikudagur
9. maí 2007
suðrænar. og sparikjólum.
\ NEYTENDUR» 30 \ 4| orolaus»34 SÉRBLAÐ » 17"24
Sala á geðlyfjum hefur nær tvöfaldast á áratug:
Hugsuð sem hjálp
en ekki heildarlausn
■ Geðhjálp segir skorta á fagmennsku ■ 210 dagskammtar á hverja 1000 íbúa
Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@bladid.net
Sala á geðlyfjum á íslandi hefur aukist umtals-
vert á undanförnum áratug. Árið 1996 voru
seldir rúmlega 115 dagskammtar á hverja þús-
und íbúa hér á landi en í fyrra voru þeir rúm-
lega 210. Það er aukning upp á 83 prósent á tíu
ára tímabili. Mest hefur aukningin verið í sölu
á geðlyfjum sem flokkast sem þunglyndislyf,
en sala á þeim hefur aukist um 168 prósent á
tímabilinu. í sölu á róandi og kvíðastillandi geð-
lyfjum hefur salan vaxið um rúman þriðjung á
þessum tíu árum.
Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geð-
hjálpar, segir að það sé einblínt allt of mikið á að
beita lyfjum sem allsherjarlausn í geðheilbrigð-
ismálum hér á landi. „Það eru margir samspil-
andi þættir sem spila inn í geðsjúkdóma og það
er engin heildarlausn að gefa einhverjar pillur.
Okkar samfélagslega umhverfi veldur oft miklu
meiri fötlun eða veikindum heldur en nokkurn
tímann sjúkdómarnir sjálfir. Það er ekki hægt að
reka fleyg á milli félagslega hlutans og heilbrigð-
ishlutans heldur eru þetta samverkandi og óað-
skiljanlegir þættir. Lyfin geta verið lífsnauðsyn-
leg, en þau eiga að vera hjálpartæki, ekki lausn.“
Matthías Halldórsson landlæknir segir
ástæðuna fyrir aukningu í notkun geðlyfja
fyrst og fremst vera þá að meira framboð sé af
lyfjunum og að þau séu betri nú en áður. „Það
eru komin lyf sem hafa minni aukaverkanir en
eldri lyfin. Það gefur því augaleið að þau eru
meira notuð.“ FRÉTTIR » 6
Hamingja með
heimastjórn
Ný heimastjórn tók við völdum á
Norður-lrlandi þegar nýir ráðherrar sóru
embættiseið í Stormont-kastala í Belfast
í gær. Blair, forsætisráðherra Bretlands,
og Bertie Ahern, forsætisráðherra
Irlands, voru viðstaddir athöfnina.
FRÉTTIR » 8
Blindir fá
fimm hunda
Samkomulag um kaup og þjálfun á
fimm leiðsöguhundum fyrir blinda og
sjónskerta var undirritað í gær. Áætlaður
kostnaöur við verkefnið er 25 milljónir
króna. Aðeins einn leiðsöguhundur er á
íslandi í dag.
FRÉTTIR »10
Líf og fjör í Lækjarhlíð
Nemendur Varmárskóla skemmtu sér vel í nýrri og glæsilegri sundlaug íþróttamiðstöðvarinnar Lágafells við Lækjarhlíð i
Mosfellsbæ. Iþróttamiðstöðin er kærkomin viðbót við blómlegt íþróttalíf Mosfellsbæjar og iðar þar allt af lífi. Gærdagurinn var engin
undantekning og þó hitinn hafi ekki náð tveggj astafa tölu var þar líf líkt og á sólarströnd.
Úr kjötborói
Nautahakk
998 kr.
kílóið
Opið alla daga frá kl. 10.-20
SP, R
Baejarlind 1 - Sími 544 4510
Með köngulær
í eyrunum
Níu ára bandarískur drengur
komst að því að tvær köngulær
höfðu gert sig heimakomnar í eyra
hans, eftir að hann sagði móöur
sinni að hann hefði heyrt Rice
Krisþies-hljóð í öðru eyranu um
nokkurn tíma. Móðir Jesse Courtney
fór með drenginn til læknis í heima-
bænum Albany í Oregon-ríki og kom-
ust þau fljótlega að veru köngulónna
í eyranu. Lækninum tókst svo að
skola köngulónum út með vatni.
„Þær skriðu á hljóðhimnunni og ég
heyrði ítrekað Rice Krispies-hljóð,“
sagði Jesse, sem fékk að taka köngu-
lærnar með sér heim. „Ég er búinn
að sýna öllum vinum mínum köngu-
lærnar. Þetta var mjög skemmtilegt.
Það eru ekki margir krakkar sem
geta sagt að köngulær hafi búið í
eyranu sínu.“
NEYTENDAVAKTIN f—K
Getsladiskurinn Votta m/Björk . |
Verslun Krónur
Sktfan 1890
Smekkleysa 1899
Hagkaup 1718
Penninn - Austurstræti 1899
Hljómval - Reykjanesbæ 1999
12 tónar 1900
Verð í völdum verslunum Upplýsingar frá Neytendasamtökunum
GENGI GJALDMIÐLA
SALA %
jjffl USD 64,50 1,17 ▲
Sls GBP 128,40 0,91 ▲
5S DKK 11,71 0,43 ▲
• JPY 0,54 1,27 ▲
BH EUR 87,27 0,44 A
GENGISVlSITALA 118,19 0,68 ▲ ÚRVALSVlSITALA 7.790,37 -0,30 T
VEÐRIÐ í DAG
VEÐUR » 2