blaðið - 09.05.2007, Page 2

blaðið - 09.05.2007, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2007 blaðið VEÐRIÐ í DAG ÁMORGUN VÍÐA UM HEIM El nyrðra Austan og noröaustan 3-8 m/s. Skýjað meö köflum og dálítil él við norður- og aust- urströndina, en sums staöar skúrir sunn- antil á landinu. 0 til 10 stiga hiti á morgun, hlýjast sunnan- og suðvestanlands. Kólnar Hæg norðlæg átt og víða létt- skýjað, en sums staðar stöku skúrir eða él. Hiti 0 til 8 stig, mildast syðst, en næturfrost víðast hvar. Algarve Amsterdam Barcelona Berlin Chicago Dublin Frankfurt 27 14 22 13 26 13 13 Glasgow Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Montreal 12 14 8 11 18 23 14 New York Orlando Osló Palma París Stokkhólmur Þórshöfn 13 18 13 24 17 13 6 Á FÖRNUM VEGI Ferðu oft á kaffihús? Freymar Marinósson „Nei, ég bý úti á landi.” Svavar Guðni Svavarsson. „Já, ef ég er erlendis.” Anne-Kathleen Bannach „Já, er einmitt á leiðinni núna.” Monika Wiesep „Já, mjög oft.” Helga V. Eysteinsdóttir „Já, við vinkonurnar förum mjög oft um helgar." Islenskir aðalverktakar í mál vegna Héðinsfjarðarganga Vilja milljónabætur fyrir frestun útboðs ■ Undirbúningur tilboðsins kostaði 50 milljónir BSprengingar tefjast sökum vatnsleka Eftir Magnús Geir Eyjólfsson magnus@bladid.net Islenskir aðalverktakar eru að undi- búa málssókn gegn Vegagerðinni vegna frestunar á útboði vegna Héðinsfjarðarganga árið 2003. Karl Þráinsson, aðstoðarforstjóri ÍAV, segir undirbúning að málssókninni hafinn en gat ekki tjáð'síg frekar um málið. Verkið var upphaflega boðið út í júlí 2003 og áttu IAV og sænska fyrir- tækið NCC lægsta tilboð. Það hljóðaði upp á 6,2 milljarða sem var 3 prósent yfir áætlun Vegagerðarinnar. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hafn- aði öllum fjórum tilboðunum sem bárust í verkið og ákvað að fresta verkinu um tvö ár. Sturla bar því við að frestunin væri til komin af ótta við þenslu vegna álvers- og virkjana- framkvæmda á Austurlandi. ÍAV bauðst á sínum tíma að flýta verkinu til að draga úr þensluáhrifum en því var hafnað. Samningar um bætur náðust ekki Forráðamenn ÍAV sættu sig ekki við þessa niðurstöðu og höfðuðu mál gegn Vegagerðinni. Kröfðust þeir bóta vegna útboðskostnaðar og áætl- aðs hagnaðarmissis af verkinu. Hér- aðsdómur Reykjaness sýknaði Vega- gerðina en Hæstiréttur hnekkti þeim úrskurði og dæmdi Vegagerðina skaðabótaskylda. Áður hafði kæru- nefnd útboðsmála úrskurðað að ólögmætt hafi verið að hafna öllum tilboðum í verkið og áð Vegagerðin væri skaðabótaskyld vegna kostn- aðar við undirbúning tilboða. Eftir að dómur féll í Hæstarétti vildu í AV semja við Vegagerðina um bætur en Karl segir að samningar hafi ekki tek- ist og því sé þessi leið farin. ÍAV hafa áður sagt að kostnaður fyrirtækjanna við tilboðið sem hafnað var hafi hlaupið á tugum milljóna króna eða allt að 50 millj- ónum. Einnig er ljóst að fyrirtækin hafi misst af nokkrum hagnaði, ekki síst í ljósi þess að tilboð ÍAV og NCC var nokkuð yfir áætlun Vegagerðarinnar. Vatnsleki tefur sprengingar Útboðið var endurtekið og áttu Há- fell og tékkneska fyrirtækið Metrostav lægsta tilboð í verkið. Framkvæmdir hófust í júni í fyrra og hófust boranir síðastliðið haust. Tafir hafa þó orðið á verkinu þar sem ekkert hefur verið hægt að sprengja Ólafsfjarðarmegin í göngunum sökum mikils vatnsleka, en í einni sprengingunni opnaðist fyrir vatnsæð sem ekki hefur verið hægt að fylla upp í. Efni sem á að koma í veg fyrir lekann er ekki til á landinu og er því búið að panta það að utan. Vinna við göngin Sigluíjarðar- megin er þó enn í fullum gangi. Héðinsfjarðargöngum er ætlað að tengja Ólafsfjörð og Siglufjörð sem í fyrra sameinuðust í eitt sveit- arfélag undir heitinu Fjallabyggð. Göngin sem eru tvenn eru samtals io,6 kílómetra löng. Göngin milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar eru 3,7 kílómetra löng og göngin milli Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar eru 6,9 kílómetra löng. Áætlað er að göngin verði opnuð fyrir almennri umferð í árslok 2009. f OOLDEM SIl.MO 10*2 Return Flcx 270• CMldren's Frsm*: mnaiiuTCB mrt num barna- gleraugu hafa hlotlð uerðlaun fyrirhönnun og gæði. &gtarang« Þverholti 14 105 Reykjavík s. 511 3311 Bobby Fischer ósáttur við framieiðslu heimildarmyndar: Reynir að hindra sýningu „Ég er að berjast við að skilja bréfið því það kemur hvergi fram hvað þeir vilja,“ segir Friðrik Guðmundsson leikstjóri. Hann leikstýrir heimild- armynd sem ber vinnuheitið „Vinur minn Bobby“ og fjallar um vináttu skákmeistarans Bobby Fischers og Sæmundar Pálssonar, Sæma rokk. Stuðningshópur Fischers hefur sent aðstandendum myndarinnar bréf þar sem hópurinn lýsir yfir óánægju Fischers með framleiðsluna. 1 bréfinu segir að viðfangsefni myndarinnar sé í miklu ósamræmi við það sem um var samið á sínum tíma og að brögð hafi verið í tafli. Einar S. Einarsson, formaður stuðn- ingshópsins, segir að upphaflega hafi verið samið um að gera frétta- mynd fyrir íslenskt sjónvarp, en Bobby Fischer Er ósáttur við gerð heimildarmyndar sem fjallar um vin- áttu hans og Sæma rokk. nú standi til að gera stórmynd sem ætluð er á alþjóðlegan markað. Við það sætti Fischer sig ekki. Segir Fi- scher að það sé í óþökk hans að inn- lendir og erlendir aðilar styðji fjár- hagslega gerð umræddrar myndar eða taki hana til sýningar. Jafnframt er tekið fram í bréfinu að Fischer hafi aldrei undirritað samning eða leyfi fyrir umræddum þætti. Friðrik segir hins vegar að gert hafi verið heiðursmannasam- komulag við Fischer og að ekki hafi verið sett skilyrði fyrir efnistökum myndarinnar. Hann er ósáttur við orðalag bréfsins og hefur óskað eftir fundi með stuðningsnefndinni til að skýra út efni bréfsins. Myndin verður tilbúin til sýn- ingar í desember og heldur Friðrik ótrauður áfram með gerð hennar. „Ég klára alltaf það sem ég byrja á og skila myndinni af mér til þeirra aðila sem hafa ákveðið að kaupa myndina.“

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.