blaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2007
blaðið
INNLENT
HRAÐAKSTUR
51 tekinn á höfuðborgarsvæðinu
Fimmtíu og einn ökumaður var tekinn fyrir hraðakstur
í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um síð-
ustu helgi. Þetta voru tíu konur og fjörutíu og einn karl-
maður en allir í þessum hópi eiga sekt yfir höfði sér.
Að auki mega nokkrir búast við ökuieyfissviptingu.
Nánast einn á dag í Reykjavík
Lögreglan á höfuöborgarsvæðinu hefur nánast á hverjum degi
afskiþti af einstaklingum sem aka án ökuleyfis. Um síðustu
helgi reyndist 19 ára piltur sem var stöðvaður fyrir hraðakstur
þegar hafa verið sviþtur ökuréttindum. Pilturinn freistaði þess
að komast undan en hafði ekki erindi sem erfiði.
NATTURUMINJASAFN
Helgi Torfason safnstjóri
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur skiþað
dr. Helga Torfason í embætti safnstjóra Náttúruminjasafns íslandstil
næstu fimm ára. Náttúruminjasafnið er ný stofnun sem er ætlað að
vera höfuðsafn á sviði náttúrufræða og hefur það hlutverk að varpa
Ijósi á náttúru fslands, sögu landsins, nýtingu og náttúruvernd.
Kalifomía:
Skotárás í
háskóla
Einn maður lést og tveir
særðust þegar háskólanemi
hóf skothríð á heimavist við
Ríkisháskóla Kaliforníu í Fresno
í Bandaríkjunum. Skólastarfi var
ekki aflýst vegna árásanna, þar
sem það var mat lögreglu að
hættan væri yfirstaðin. Sérsveit
umkringdi íbúðina þar sem
árásirnar áttu sér stað og töluðu
lögreglumenn við árásarmann-
inn í síma. Sá vildi gefa sig fram
og tók fram að þetta væri ekki
sambærilegt við það sem gerðist
í Tækniháskóla Virginiu þar sem
32 létu lífið í skotárás nemanda.
Danmörk:
Myndir birtar
af prinsessu
Danska hirðin birti nýjar
myndir af nýjasta meðlimi
konungsíjölskyldunnar í gær.
Dóttir Friðriks krónprins og
Mary fæddist fyrir tæpum
þremur vikum og er strax mjög
vinsæl meðal dönsku þjóðar-
innar. Prinsessan er annað
barn Friðriks og Mary, en fyrir
eiga þau soninn Kristján sem
kom í heiminn siðla árs 2005.
Prinsessan verður skírð í
Friðriksborgarkirkju þann 1.
júlí og samkvæmt heimildum
danska dagblaðsins Jyllands-
Posten mun hún bera fjögur
nöfn. Að sögn verða þrjú þeirra
Margrét, Ingiríður og Henr-
íetta, en ekki liggur fyrir um
hvert fjórða nafnið verður.
Suðurland:
Dæmdur fyrir
líkamsárás
Héraðsdómur Suðurlands
dæmdi í gær karlmann á fertugs-
aldri í eins mánaðar fangelsi
fyrir líkamsárás. Refsingin er
skilorðsbundin til tveggja ára.
Hann var jafnframt dæmdur
til að greiða fórnarlambinu 287
þúsund krónur í skaðabætur.
Arásin var framin í Hveragerði
30. desember síðastliðinn.
Dæmi um einstakling á sjö tegundum geðlyfja:
Skortir á fagmennsku
í ávísun geðlyfja
■ Geðhjálp segir skorta á fagmennsku ■ Landlæknir segir heildarnotkun ekki aðalatriði
Fjöldi seldra dagskammta á hverja þúsund íbúa
Geðlyf (róandi og kvíðastillandi) Geðlyf (þunglyndislyf)
1996 75,83 39,33
1997 80,75 45,67
1998 83,46 54,63
1999 85,95 62,45
2000 89,46 74,18
2001 89,91 83,25
2002 95,40 90,97
2003 97,15 98,62
2004 101,93 102,02
2005 103,95 107,26
2006 104,78 105,53
Eftir Þórð Snæ Júliusson
thordur@bladid.net
Sveinn Magnússon, framkvæmda-
stjóri Geðhjálpar, segir að það sé ein-
blínt allt of mikið á að beita lyfjum
sem allsherjarlausn í geðheilbrigðis-
málum hér á landi. „Það eru margir
samverkandi þættir sem spila inn í
geðsjúkdóma og það er engin heild-
arlausn að gefa einhverjar pillur.
Okkar samfélagslega umhverfi
veldur oft miklu meiri fötlun eða
veikindum heldur en nokkurn tím-
ann sjúkdómarnir sjálfir. Það er
ekki hægt að reka fleyg á milli fé-
lagslega hlutans og heilbrigðishlut-
ans heldur eru þetta samverkandi
og óaðskiljanlegir þættir. Lyfin
geta verið lífsnauðsynleg, en
þau eiga að vera hjálpar-
tæki, ekki lausn.“
Sala á geðlyfjum
hefur aukist um 83 pró-
sent á undanförnum
áratug. Árið 1996
voru seldir rúm-
lega 115 dag-
skammtar á
voru þeir rúmlega 210.
Framkvæmdastjóri Geðhjálpar
telur skort vera á fagmennsku við
ávísun geðlyfja.
„60 prósentum af geðdeyfðar-
lyfjum er ávísað af heimilislæknum
sem eru ekki sérfræðingar í geðheil-
brigðismálum. Þegar svo stórum
hluta lyfja er ávísað af þeim þá vekur
það upp spurningar um hversu
mikil fagmennska sé að baki þeirri
ákvörðunartöku. Sem dæmi leitaði
hingað einstaklingur sem var á sjö
tegundum af þunglyndislyfjum og
þurfti að byrja á því að fara i afeitr-
unarprógramm. Það verður að fara
fram mun faglegra mat á hverjum
einstaklingi."
Að sögn Sveins hafa þó átt sér
stað miklar breytingar
til hins betra í um-
ræðum um geð-
heilbrigðismál
á íslandi á
síðasta
áratug.
„Það
er allt
annað viðhorf hjá fólki til þess að
leita sér aðstoðar. Sú aukning er auð-
vitað jákvæð, en samt svolítið sorg-
leg. Það er ánægjulegt að fólk leiti
sér hjálpar en aé sama skapi grát-
legt hversu margir eiga vié þessi
vandamál að stríða."
Matthías Halldórsson landlæknir
segir ástæðuna fyrir aukningu í
notkun geðlyfja fyrst og fremst þá
að meira framboð sé af lyfjunum
og að þau séu betri nú en áður.
Heimild: Lyfjastofnun Islands
,Það eru komin lyf sem hafa minni
aukaverkanir en eldri lyfin. Það
gefur því augaleið að þau eru meira
notuð.“ Hann segir það ósköp eðli-
legt að heimilislæknar ávísi geð-
lyfjum. „Alls staðar í vestrænum
löndum eru það heimilislæknar
sem helst skrifa út geðlyf. Það sem
skiptir mestu máli er aé réttur ein-
staklingur fái rétt lyf á réttum tíma
í réttum skammti. Heildarnotkun
þjóðarinnar er ekki aðalatriðið.“
Sveinn Magnússon framkvæmda
stjóri Geðhjálpar og Matthías
Halldórsson landlæknir
'
hverja þús-
und íbúa
hér á landi
en í fyrra
Flúoxetín
ActavisS-
r irrssr; rairtnt
■«ft
Geðlyf Framkvæmdastjórí
Geðhjálpar segist vita um
einstakting sem vará sjö
mismunandi tegundum af
þunglyndislyfjum.
Rúmenar á Akureyri:
Verða einnig sendir úr landi
Lögreglan á Akureyri sendi
átta rúmenska harmóníkuleikara
með flugvél til Reykjavíkur í gær.
Þeir voru yfirheyrðir á Akureyri
áður en þeir voru sendir til Reykja-
víkur og munu fara úr landi af
fúsum og frjálsum vilja í dag að
sögn lögreglunnar á Akureyri.
Þessir Rúmenar munu hafa verið
hluti af hópnum sem vísað var
úr landi á mánudag eftir að hafa
framfleytt sér með betli í miðbæ
Reykjavíkur og sofið á bekkjum í
Hljómskála- og Fógetagarðinum.
Fólkinu er vísað burtu á grund-
velli 18. greinar útlendingalaga, en
þar segir meðal annars að heimilt
sé að vísa útlendingi úr landi ef
hann getur ekki sýnt fram á að
hann hafi eða eigi tryggð nægileg
fjárráð til dvalar hér á landi og til
heimferðar.
Sendirtil Reykjavtkur
Rúmenskir harmóníku-
ieikarar voru sendir til
Reykjavíkur í gær.
akureyri