blaðið - 09.05.2007, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2007
blaðið
UTAN ÚR HEIMI
SERBIfl ‘
Harðiínumaður kjörinn þingforseti
Nikolic, leiðtogi Róttæka flokksins, hefur veriö kjörinn
forseti serbneska þjóðþingsins. Nikolic var kjörinn
með stuðningi Ihaldsflokks Kostunica, fráfarandi for-
sætisráðherra. (haldsmönnum hafði áður mistekist að
mynda meirihluta með öðrum flokki.
Sextán fórust í sprengjuárás
Sextán létust og fjöldi særðist í sjálfsmorðsárás
á markaði í borginni Kufa suður af Bagdad,
höfuðborg Iraks, í gær. Maðurinn keyrði lítinn
sendiferðabíl fylltan sprengiefni inn í mannfjöld-
ann þar sem sprengjan sprakk.
fc
w
Göran Persson gerist ráðgjafi
Göran Persson, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar,
mun hefja störf sem ráðgjafi hjá almannatengslafyrir-
tækinu JKL í ágúst. Persson mun starfa hjá fyrirtæk-
inu tvo daga í viku og segja forsvarsmenn JKL að um
draumaráðningu sé að ræða.
ísrael:
Gröf Heró-
desar fundin
Gröf Heródesar konungs hefur
fundist skammt frá Betlehem að
sögn vísindamanna við ísraelsk-
an háskóla sem unnið hafa að
fornleifarannsóknum á svæðinu
frá árinu 1972. Ehud Netzer,
prófessor við Hebreska háskól-
ann í Jerúsalem, fann gröfina en
hann er einn af helstu sérfræð-
ingum heims um Heródes.
Gröfin fannst í Herodion, hæð
sem er tólf kílómetra suður af
Jerúsalem, þar sem rómverski
konungurinn Heródes lét reisa
höll sem skemmdist síðar af
völdum Rómverja árið 71 efitir
Krist. Heródes varð konungur
í hinu helga landi þegar Róm-
verjar gerðu það að skattríki
sínu árið 74 fyrir Krist.
Lóðir í Urriðaholti:
Sala hefst
á þriðjudag
Sala á lóðum í fyrsta áfanga
íbúabyggðar í Urriðaholti í
Garðabæ hefst á þriðjudag, 15.
maí. Um er að ræða lóðir fyrir
allt að 377 fbúðir, þar á meðal
í fjölbýli, einbýli, raðhúsum og
parhúsum. Fasteignasölurnar
Eignamiðlun og Miðborg annast
söluna og er tilboðsfrestur til 24.
maí. Urriðaholt er nýtt hverfi í
Garðabæ, ofan við Urriðavatn
og í næsta nágrenni Heiðmerkur.
Við skipulagningu Urriðaholts
hefur áhersla verið lögð á sjálf-
bæra, mannvæna og umhverf-
isvæna byggð í tengslum við
náttúruna, sem nýtur um leið
greiðra samgönguleiða í næsta
nágrenni. Þegar Urriðaholt
verður fullbyggt er gert ráð fyrir
að þar búi um 4.400 manns.
Samið um kaup og þjálfun á blindrahundum:
Finnst ég frjáls með
hundinn mér við hlið
■ Aðeins einn hundur á landinu ■ Kaupa fimm hunda ■ Kostnaður 25 milljónir
Eftir Lovisu Hilmarsdóttur
lovisa@bladid.net
Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, og Hall-
dór Sævar Guðbergsson, formaður
Blindrafélagsins, undirrituðu í gær
samkomulag um kaup og þjálfun á
fimm leiðsöguhundum fyrir blinda
og sjónskerta. Áætlaður kostnaður
við verkefnið er 25 milljónir króna.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytið leggur til rúmlega 17 millj-
ónir króna og Blindrafélagið leggur
til 8 milljónir á móti.
Blindrafélagið gerði samning við
hundaskóla norsku blindrasamtak-
anna um þjálfun á leiðsöguhund-
unum og notendum þeirra. Þjálfar-
arnir munu koma einu sinni á ári
næstu fjögur árin til að fylgja þjálf-
uninni eftir. I lok maí fara fimm
blindir- og sjónskertir einstak-
lingar til Noregs í fyrstu þjálfunina.
Leiðsöguhundar eru algengt hjálpar-
tæki á Norðurlöndum og víðar í Evr-
ópu. Á íslandi hafa einungis tveir
leiðsöguhundar verið þjálfaðir og að-
eins einn þeirra er ennþá í notkun.
Ólafur Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri Blindrafélagsins,
segir að sú hugmynd að fá leiðsögu-
hunda til landsins sé búin að vera
lengi í bígerð.
„Það var búið að skoða marga
möguleika, svo var það síðastliðið
haust sem boltinn fór að rúlla fyrir
alvöru. Það komu fulltrúar frá
hundaskólanum í Noregi til lands-
ins og þeir voru með raunhæfar hug-
myndir. Við fengum mjög jákvæð
viðbrögð frá ráðuneytinu og upp frá
því hófst mikil undirbúningsvinna.
Samkomulagið við ríkið er ávöxtur-
inn af þeirri vinnu.”
Blindrafélagið bindur miklar
vonir við samkomulagið og fagnar
þessum merka áfanga.
Friðgeir Þráinn Jóhannesson
lenti í slysi 1998 og missti sjónina.
Síðan þá hefur hann verið með leið-
söguhundinn Erró en hann er eini
leiðsöguhundurinn á íslandi í dag.
Friðgeir telur að vanþekking hafi
stjórnað því að ekki séu fleiri leið-
söguhundar á landinu í dag. Fólk
geri sér ekki grein fyrir hversu mik-
ilvægt hjálpartæki þeir eru fyrir
daglegt líf blindra- og sjónskertra.
„Ég er algjörlega frjáls ferða minna.
Ef ég segi vinstri fer hundurinn til
vinstri, ef ég er á gangi í Öskjuhlíð-
inni og segi hundinum að finna
sæti þá finnur hann bekk handa
mér. Ég er aldrei einn. Erró heldur
mér alltaf félagsskap og er það
ekki síður mikilvægt. Erró minn
er orðinn gamall og heilsulítill.
Því er ég á leið til Noregs í þjálf-
unina. Ég get ekki hugsað mér að
vera án leiðsöguhunds.”
Það er alveg ljóst að tilkoma leið-
söguhundanna mun auðvelda og
breyta lífi margra blindra og sjón-
skertra einstaklinga. Frelsi þeirra
og sjálfstæði mun aukast ásamt því
að geta sinnt erindum sínum án að-
stoðar frá öðru fólki.
Félagar í áratug
Friðgeir Jóhannes-
som ásamt leiðsögu-
hundinum Erró
Samfylkingin
Allir geta lært!
Fjárfestum í menntun um land allt
Kynntu þér stefnuna á xs.is
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, 1. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður
Björgvin G. Sigurðsson, 1. sæti í suðurkjördæmi