blaðið - 09.05.2007, Side 18
H
26
MIÐVIKUDAGUR 9. MAI2007
blaðið
KoUft
kolbrun@bladid.net
USTIH
ÁOSTJÚBm
mtL(Fl
Að stjórna
eigin lífi
JPV utgáfa hefur sent frá sér
bókina Listin að
stjórna eigin lífi
- virkjaðu þinn
innri kraft eftir
Randi B. Noyes
sem hefur selst í
meira en 50.000
eintökum í Nor-
egi frá því að
hún kom fyrst
út þar árið 1995
og verið þýdd á fjölmörg
tungumál. (sak Harðarson þýðir.
Bókin fjallar um sjálfstjórn í
verki og byggir meðal annars á
fjölbreyttri þekkingu á tilfinninga-
greind, það er hæfileikanum til að
bera kennsl á, skilja, bregðast við
og stýra tilfinningum sínum með
það fyrir augum að nýta þær til
að skaþa það líf sem maður vill
lifa.
Randi B. Noyes er sérhæfður
stjórnendaþjálfari og eftirsóttur
fyrirlesari. Hún hefur haldið fjölda
námskeiða og fyrirlestra um ár-
angurstengda sjálfstjórn þar sem
tilfinningagreind er ein mikilvæg-
asta stoðin og starfað náið með
fjölda stórfyrirtækja.
Bútasaumur
tengdur Jónasi
Laugardaginn 12. maí kl. 15
verður opnuð í Gerðubergi sýning
á bútasaums-
verkum
sem unnin eru i
tilefni af 200 ára
fæðingarafmæli
Jónasar Hall-
grimssonar.
Við opnun
sýningarinnar
verða veitt verð-
laun fyrir besta
verkið á sýningunni. Sýningin og
samkeppnin er haldin í samstarfi
við (slenska bútasaumsfélagið.
Félagið var stofnað árið 2000 og
hefur það markmið að efla áhuga
og breiða út þekkingu á búta-
saumi. Félagið hefur staðið fyrir
sýningum og annað hvert ár hefur
verið efnt til samkeppni þar sem
unnið er eftir ákveðnum þemum.
Tólf bútasaumsteppi bárust í sam-
keppnina að þessu sinni og verða
þau öll til sýnis í Gerðubergi.
Innsetningar
í Hafnarborg
Fimmtudaginn 10. maíld. 17:00
verður opnuð í Hafnarborg,
menningar- og listastofnun Hafn-
arfjarðar, sýning á innsetningum
bandarísku listakonunnar Ruth
Boerefijn.
Ruth er fædd í Tucson, Arizona.
Hún lærði málaralist hjá Calvin
College, Painting Grand Rapids,
Michigan, og listasögu við Ins-
titute of European Studies í Vinar-
borg. Að því loknu lá leið hennar
til Gerrit Rietveld Academie í
Amsterdam þar sem hún lærði
teikningu og textíllist en auk
þess er hún með BFA í teikningu
og textíllist frá Colorado State
University og MFA í höggmynda-
list frá the California College
of Arts and Crafts í Oakland í
Kaliforníu.
Ruth Boerefijn hefur haldið
margar einkasýningar og tekið
þátt í samsýningum. Á síðast-
iiðnu ári var Ruth Boerefijn
með einkasýningu í Fresno
Art Museum og innsetningu á
samsýningu í Sfmoma Artists
Gallery. Ruth nefnir sýninguna í
Hafnarborg Interior Landscapes
en hún samanstendur af innsetn-
ingunum Gerrit og Nellie sem
listakonan tileinkar foreldrum
Eg veit ekki af hverju við erum
hérna en ég er nokkuð öruggur
um að það er ekki til þess að
geta skemmt okkur.
Ludwig Wittgenstein ■
N
Afmælisborn dagsms
JAMES BARRIE RITHÖFUNDUR, 1860
CANDICE BERGEN LEIKKONA, 1946
BILLY JOEL SÖNGVARI, 1949
sinum.
Tenging þjóðanna
Listasafninu á Akureyri
stendur yfir sýning á jarð-
listaverkefni Andrews Ro-
gers, Lífstaktinum. Ástralski
skúlptúristinn Andrew Ro-
gers er að stimpla sig inn í listasög-
una með risastórum grjótgörðum
sem munu mynda keðju umhverf-
is heimskringluna. Af þeim tólf
umhverfisverkum sem hann afréð
að skapa eru sjö orðin að veruleika,
þar af eitt á Akureyri.
í byrjun reisti Andrew fjögur
útilistaverk í Arava-eyðimörkinni
í ísrael í mars 1999 og næst í röð-
inni var Atacama-eyðimörkin í
Chile. Fljótlega á eftir fylgdu Cerro
Rico-fjallahéruðin í Bólivíu, Srí
Lanka, You Yangs-þjóðgarðurinn
í Ástralíu, Akureyri og nágrenni
og mánuði síðar Góbí-eyðimörkin
í Kína gegnt Qilian-fjallabeltinu
við vesturenda Kinamúrsins. í
framtíðinni verða fleiri steingarð-
ar reistir á Indlandi, í Bandaríkjun-
um, Bretlandi og Austur-Evrópu.
Þegar verkefninu lýkur munu yfir
5000 manns í sex heimsálfum hafa
lagt hönd á plóginn við að reisa
steingarðana.
Samheitið á þessu jarðlistaverk-
efni er Lífstakturinn (Rhythms of
Life) og samanstendur hvert mynd-
verk vanalega af þremur steingörð-
um eða táknum. Hin tvö táknin
tengjast viðkomandi svæði, eru öll
ævaforn og eftir óþekkta höfunda.
Yfirleitt eru aðeins nokkrir kíló-
metrar milli táknanna sem eru oft
í sjónmáli hvert við annað. Flest
verkin eru reist utan alfaraleiðar
á friðhelgum stöðum og við gerð
þeirra hafa verið notuð mörg þús-
und tonna af grjóti.
ekki hvaða tákn hann ætti að gera
fyrir verkin hér á Akureyri. Eins
og á hinum stöðunum var gengið
út frá því að reistar yrðu þrjár tákn-
myndir hver í nánd við aðra í nátt-
úru utan byggða. Tvö tákn áttu að
standa með Lífstaktinum og vísa
til lands og þjóðar. Ég stakk upp á
því að önnur táknmyndin yrði Ak-
ureyrarörninn og hin forn rún sem
táknaði orðið Nú. Úr þessu varð og
Örninn er í Hlíðarfjalli, rúnin Nú
efst á Vaðlaheiði og Lífstakturinn
í Fálkafelli. Úr góðri fjarlægð má
auðveldlega greina þessi tákn sem
munu sennilega vera þarna um
aldur og ævi. Með þessu er ísland
komið skemmtilega inn í tengingu
þjóðanna. Segja má að verið sé að
binda plánetuna Jörð í eitt hugljúft
konseptverk og Akureyri á íslandi
er tengd við þau tólf lönd sem þar
koma við sögu. Kostnaður við gerð
svona verka er á bilinu 20-50 millj-
ónir og er alfarið greitt af alþjóð-
legum styrktaraðilum Andrews
Rogers.“
Hannes Sigurðsson „Segja
má að verið sé að binda plánet- 1
una Jörð í eitt hugljúft konsept-
verk og Akureyri á Islandi er
tengd við þau tólf lönd sem þar
koma við sögu."
BlaliS/Frlkki
Akureyri tengd við tólf lönd
Andrew Rogers hafði haft auga-
stað á íslandi fyrir verkefni sitt
þegar hann komst í samband við
Hannes Sigurðsson, forstöðumann
Listasafnsins á Akureyri. „Hann
sendi mér myndir, ég leit á þær og
sagði: „Þetta hlýtur að vera gott
fyrir AkureyrarbæG3,“ segir Hann-
es. „Andrew gerði sér lítið fyrir og
flaug hingað frá Ástralíu og vildi
gera þetta strax. Mig óraði ekki fyr-
ir hvað þetta yrði mikið mál, ekki
síst þeir opinberu leyfismúrar sem
þurfti að yfirstíga. Andrew vissi
Innsýn í paradís norðursins
Meðan verkið var í bígerð í sept-
ember fylgdust tveir kvikmynda-
gerðarmenn með framkvæmdum
og afraksturinn varð 25 mínútna
heimildarmynd sem verður frum-
sýnd á uppstigningardag í Sjón-
varpinu og fer i alþjóðlega dreif-
ingu á Discovery Channel í sumar.
„Þetta er sennilega mesta áróðurs-
mynd um Akureyrarbæ sem gerð
hefur verið. Þarna er fjallað um
bæinn og menningu hans og gerð
verkanna. Þetta er innsýn í parad-
ís norðursins þar sem öll lífsins
gæði er að finna, fegurðina og hið
upplýsta og menningarsinnaða
fólk sem setur svip sinn á umhverf-
ið,“ segir Hannes.
Listasafnið á Akureyri hefur gef-
ið út glæsilega 140 síðna bók um
jarðlistaverkefnið Lífstaktinn og
framkvæmd þess í ísrael, Chile,
Bólivíu, Srí Lanka, Ástraliu, Akur-
eyri og Kína. Þetta er fyrsta bókin
þar sem verkefninu eru gerð heil-
dræn skil og fer hún í alþjóðlega
dreifingu. Greinarhöfundar eru
Hannes Sigurðsson, listfræðingur
og forstöðumaður Listasafnins, og
hinn virti bandaríski gagnrýnandi
Lilly Wei.
menningarmolinn
Blood stelur skart-
gripum krúnunnar
Á þessum degi árið 1671 var írski
ævintýramaðurinn Thomas Blood,
betur þekktur sem Blood kapteinn,
handtekinn þegar hann reyndi að
stela skartgripum bresku krúnunn-
ar.
Blood átti ævintýraríkt líf og
var andstæðingur konungdæmis-
ins. Hinn 9. maí dulbjó hann sig
sem prest og hélt til svonefnds
Skartgripahúss þar sem skartgrip-
ir breska konungdæmisins voru
geymdir. Honum tókst að fá gæslu-
mann til að afhenda sér vopn og
ásamt þremur vitorðsmönnum
fór hann inn í húsið. Sonur gæslu-
mannsins kom óvart að þeim og
varðmenn komu á vettvang og hand-
tóku mennina fjóra sem voru settir
í Tower of London. Konungurinn,
Karl 2., fylltist aðdáun á fífldirfsku
Blood og náðaði hann ekki einungis
heldur gerði hann að hirðmanni sín-
um. Blood varð frægur um allt land
og þegar hann lést árið 1680 varð að
grafa upp lík hans til að sannfæra
almenning um að hann væri raun-
verulega látinn.