blaðið - 09.05.2007, Side 22
30 MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2007
blaðið
neytendur
neytendur@bladid.net
Kjörskrá
á vefnum
Opnað hefur verið fyrir rafrænan að-
gang að kjörskrá í Reykjavíkurkjör-
-• dæmunum vegna alþingiskosning-
anna 2007 á vef Reykjavíkurborgar,
reykjavik.is. Þar er hægt að slá inn
kennitölu eða nafn og heimilisfang
kjósanda og fá þannig upplýsingar
um hvoru kjördæminu kjósandi til-
heyrir, á hvaða kjörstað hann á að
kjósa og í hvaða kjördeild.
Viðmótið er einfalt og aðgengilegt
^ en aðgangur að grunninum er í
gegnum forsíðu vefs borgarinnar.
Athugasemdum vegna kjörskrár-
innar skal beint til skrifstofu borg-
arstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur
í síma 411 3501 eða á netfangið
kosningar@rhus.reykjavik.is.
Einnig má nálgast ýmsar gagnlegar
upplýsingar um fyrirkomulag alþing-
iskosninga á vefnum kosning.is.
Kosningapróf
Þeir sem enn eru í vafa um hvað
þeir eigi að kjósa [ komandi alþing-
iskosningum geta nú tekið einfalda
könnun til að átta sig á pólitískum
skoðunum sínum á vefnum http://
xhvad.bifrost.is.
Könnunin er unnin af nemendum
á félagsvísinda- og hagfræðideild
Háskólans á Bifröst og þurfa þátt-
takendur að svara 11 spurningum
sem unnar eru upp úr stefnuskrám
flokkana. Spurningarnar taka á
öllum málaflokkum þar sem grein-
anlegur munur er á flokkunum.
Eftir að öllum spurningum hefur
verið svarað kemur í Ijós að hve
miklu leyti pólitískar skoðanir
manns samrýmast skoðunum
hvers framboðs fyrir sig.
Grænn lífsstíll
Lilja Oddsdóttir lithimnufræðingur
fjallar um lækningafræði dr. Ann
Wigmore og gildi lifandi grænmet-
isfæðis á kynningarfundi í Heilsu-
hvoli, Borgartúni 33, í kvöld kl. 20.
Ann Wigmore gekk út frá því að í
raun stöfuðu flestir sjúkdómar af
ofhleðslu eða vannæringu í líkam-
anum og jafnvægi heilsu mætti
m ná með réttri næringu. Hún sýndi
meðal annars fram á mikilvægi
blaðgrænu og þess að borða
ferskan mat sem er hlaðinn lifandi
-■ ensímum. Boðið verður upp á
grænan drykk i anda Ann Wigmore.
Einnig verður kynning á styttri
og lengri námskeiðum um lifandi
fæði og á endurnæringarhelgi sem
haldin verður á Hóteli Laka við
Kirkjubæjarklaustur síðar í mánuð-
inum.
Skilyrðin skipta máli Við rétt
skilyrði, næringarrikan jarðveg,
birtu og skjól geta suðrænar
kryddjurtir vaxið og dafnað hér
á iandi. Blaöiö/tyþór
Suðrænar kryddjurtir í íslenskri mold
Krydd í tilveruna
Margir nýta sumarið til að rækta
sínar eigin kryddjurtir en með því
spara þeir ekki aðeins svolítinn
aur heldur er raektunin gefandi og
ánægjuleg auk þess sem mörgum þyk-
ir krydd, sem þeir hafa sjálfir ræktað,
af einhverjum ástæðum bragðbetra
en það sem fæst úti í búð.
Sumir nýta glerskála eða gluggakist-
ur undir kryddræktina en ef menn
eiga garð er upplagt að nota hann.
Auður Jónsdóttir garðyrkjufræðing-
ur segir að það sem mestu máli skipti
sé að finna kryddjurtunum réttan
stað í garðinum. „Flestar þessar teg-
undir eru upprunnar frá suðlægum
löndum þannig að við þurfum að
velja sólríkan og skjólgóðan stað fyrir
þær,“ segir Auður og bætir við að flest-
ar krefjist þær einnig næringarríks og
rakaheldins jarðvegs.
„Hann þarf að vera hæfilega raka-
heldur en má ekki vera of blautur og
þéttur. Ef hann er aðeins of þungur er
gott að blanda smásandi í hann,“ seg-
ir hún.
Innan um sumarblóm
Að sögn Auðar gera flestar krydd-
jurtir svipaðar kröfur um aðstæð-
ur. „Steinseljan þolir kannski eilítið
meiri skugga en aðrar tegundir.
Hún myndi alveg þola að vera í hálf-
skugga. Fyrst ég nefni steinseljuna
þá þarf fólk ekki endilega að hafa
einhvern sérstakan kryddjurtagarð.
Það mætti til dæmis planta stein-
selju á milli sumarblómanna og nýta
hana þannig,“ segir Auður og bendir
á að einnig sé mikil prýði að þessum
jurtum.
1 flestum tilfellum er ekki nauðsyn-
legt að nota vermireiti undir ræktun
kryddjurta. „Það er gott ef þú ert
með uppeldi og ætlar að rækta jurt-
irnar af fræi og venja þær við en ég
held að flestar þurfi þess ekki nema
þá helst tegundir sem vaxa hægar úti
eins og rósmarín," segir Auður.
Ekki er nóg að sá fræi eða stinga
niður kryddplöntum því að ekki er
síður mikilvægt að hirða um plönt-
urnarþegarþærfaraaðvaxaogdafna.
Margir kjósa að nota aðferðir lífrænn-
ar ræktunar og segir Auður að þá sé
gott að blanda húsdýraáburði í jarð-
veginn því að þá hafa plönturnar þar
forða sem þær geta nælt í. Ekki má
heldur gleyma að vökva plönturnar
þegar þörf krefur og halda illgresi í
skefjum enda er það í samkeppni við
þær um næringu.
Fyrst ég nefni steinseljuna
þá þarf fólk ekki endilega
aö hafaeinhvem sérstakan
kryddjurtagarö. Þaö mætti
til dæmis planta steinselju
á milli sumarblómanna og
nýta hana þannig.
Lítil vandræði af skordýrum
Að sögn Auðar þarf fólk yfirleitt
ekki að hafa miklar áhyggjur af því
að skordýr herji á kryddjurtir.
„Það er svolítið sterk lykt af plönt-
unum þannig að yfirleitt herjar
ekki mikið á þær en ef svo er þarf
að bregðast við því. Þá notar maður
náttúrlega ekki eitur heldur getur
maður notað lífrænar sápur sem
maður úðar yfir,“ segir Auður og
bætir við að þær megi fá í betri garð-
vöruverslunum. Hún bendir á að
sumar þessara tegunda séu jafnvel
notaðar til að fæla skordýr frá. „Það
er misjafnt eftir tegundum en ég
veit að hvítlaukurinn er mikið not-
aður til að fæla frá enda gefur hann
frá sér sterka lykt,“ segir hún.
Fólk sem hefur hug á að rækta
kryddjurtir í garðinum í sumar
getur ýmist keypt fræ sem það sáir
eða smáplöntur sem það plantar ein-
faldlega út. Sumir kjósa að forrækta
plöntur fyrst innandyra ef þeir hafa
aðstæður til þess áður en þær eru
settar út. „Ef plönturnar hafa verið
á vernduðum stað eins og í gróður-
húsi þarf að venja þær við. Þá eru
það náttúrlega mikil viðbrigði fyrir
þær að fara beint út og því getur ver-
ið gott að breiða trefjadúk yfir fyrst
eftir gróðursetningu og vökva vel,“
segirhún.
Ymsar kryddtegundir þrífast ut-
andyra hér á landi sem er auðvelt
að rækta svo sem steinselja, garða-
blóðberg, timjan, salvía, kóríander
og piparmynta. Auður mælir þó
ekki með því að fólk reyni að rækta
basilikum utandyra enda þurfi hún
mikinn hita og því sé betra að hafa
hana 1 eldhúsglugganum. Öðru
máli gegnir um graslaukinn. „Gras-
laukurinn er sú tegund sem er hvað
harðgerðust og ætti að vera í öllum
görðum. Það er mjög auðvelt að
rækta hann og þetta er ein af fyrstu
tegundunum sem koma upp,“ segir
Auður Jónsdóttir að lokum.
Hausinn í lagi
Hjólreiðamenn nota í auknum
mæli hjálm þegar þeir þeysast á hjól-
hestum sínum um borg og bæ. Börn-
um og unglingum upp að 15 ára aldri
er skylt að nota hjálm við hjólreiðar.
Einnig hefur verið mælt með því að
þeir sem eldri eru noti hjálm enda
sjálfsagt öryggistæki sem getur kom-
ið í veg fýrir alvarlega höfuðáverka ef
slysverður.
Mikilvægt er að velja hjálm af kost-
gæfni og þá er ekki síður brýnt að
hann sé rétt notaður enda kann hjálm-
urinn að veita falskt öryggi ef hann er
notaður á rangan hátt.
Ekki er mælt með því að gamlir
hjálmar séu notaðir enda getur plast-
ið í þeim verið farið að gefa sig. End-
ingartími hjólreiðahjálma er yfirleitt
um fimm ár og má sjá framleiðsludag-
setningu inni i þeim. Hafi hjálmur
orðið fyrir hnjaski eða fengið á sig
högg á ekki að nota hann enda getur
það komið niður á eiginleikum hans.
Það sama má segja um límmiða, tús-
sliti og önnur efni sem komast í snert-
ingu við yfirborð hjálmsins.
Þá skal ganga úr skugga um að
hjálmurinn sé með CE-merkingu
sem merkir að hann uppfylli kröfur
um öryggi sem gerðar eru innan EES-
svæðisins.
Gæta þarf þess að hjálmurinn sitji
rétt á höfði hjólreiðamannsins. Hann
á að sitja beint ofan á höfðinu, ekki of
aftarlega eða of framarlega. Böndin
eiga að koma hvort sínum megin við
eyrað þannig að þau myndi V í kring-
um það. Þá þarf að gæta þess að höku-
bandið sé spennt þétt.
Mikilvægt er að foreldrar velji
hjálm fyrir börn sín sem passar þeim.
Enn fremur ættu þeir að sýna börn-
um sínum hvernig nota á hjálminn og
hjálpa þeim að stilla hann rétt. Ekki er
ætlast til að börn noti hjálm nema þeg-
ar þau eru á reiðhjóli, hlaupahjóli eða
línuskauíum. Þeir geta jafnvel reynst
skaðlegir, til dæmis ef barnið festir þá
í leiktækjum eða eitthvað slíkt.