blaðið


blaðið - 09.05.2007, Qupperneq 27

blaðið - 09.05.2007, Qupperneq 27
 Elskum Skemmtilega sjónvarpsþætti. Maður kynnist einhvern veginn persónunum miklu betur heldur en þegar um eina og eina mynd er að ræða, enda fylgir maður þessu fólki eftir í einn, tvo eða fleiri vetur og í hvert sinn sem þeir birtast á skjánum líður manni eins og gamlir vinir séu komnir í kaffi. Langar í stjórnmálamenn sem segja alltaf satt og rétt frá og þora að viðurkenna mistök sín eins og til dæmis... nei, okkur dettur bara enginn í hug. Líkar við Stjórnmálamenn sem segja alltaf satt og rétt frá og þora að viðurkenna mistök sín eins og til dæmis... nei, okkur dettur bara enginn í hug. Vitum ekki með ótrúiega flokkshollustu þar sem fólk kýs eingöngu menn en ekki málefni. Er ekki eitthvað bogið við það að kjósa sömu flokkana aftur og aft- ur sama hvernig þeir standa sig, bara til þess að sýna að maður standi nú með sínum mönnum? Bless bless Bílakynningar. Hvað er málið með landsþekkta veislustjóra, landsþekkt og jafn- vel heimsfrægt tónlistarfólk, fín- an mat og endalaust af drykkjum til þess að kynna bíl sem enginn hefur efni á, nema kannski örfáir nýríkir... og jú, auðvitað plebbarn- ir sem eyða um efni fram af því að þeir bara verða. Þolum ekki Ökuníðinga sem aka um eins og þeir eigi lífið að leysa og aka jafnvel niður mann og annan í leiðinni. Það er líka fátt jafn hallærislegt og bassabox í skottinu og hvað er með spoilera og alls kyns auka hluti sem eiga að vera rosa töff en eru rosa halló. Svo þolum við ekki heldur Hondu Civic sem sumir halda að sé ógeðslega töff en það er bara alls ekki rétt. Kápa sem minnir á sófasett Hverju færðu ekki nóg af? Ég fæ ekki nóg af háhæluðum skóm og á mikið safn af þeim. Og því hærri sem hællinn er því fallegri eru þeir. En þetta eru aðallega háhælaðir spariskór í öllum litum, röndóttir, doppóttir og svoleiðis. Hvaða verslanir eru í uppáhaldi? Erlendis er Urban Outfitters alltaf í miklu uppá- haldi og svo keypti ég mér æðislegan kjól í KronKron um daginn þannig að ég verð eiginlega að segja að sú verslun sé í uppáhaldi hér heima. Annars er þetta voða misjafnt og kærastinn minn er eiginlega duglegri að kaupa á mig föt en ég, allavega þegar kemur að kjólum, það er eiginlega hann sem hefur keypt alla kjólana í fataskápnum mínum. Svo kíkir maður auðvitað í H&M þegar maður er erlendis, það er alltaf hægt að finna praktíska hluti þar eins og boli og svoleiðis. Hvað skilur þú aldrei við þig? Ég held að það sé ekkert sem ég skil aldrei við mig þó að ýmislegt sé í uppáhaldi. En það er ekkert ómissandi og ég tek ekki ástfóstri við föt eða fylgihluti enda er ég rosa dugleg að skipta út töskum og svoleiðis. Bestu kaupin? Það er kápa sem ég keypti í búð í London sem heitir Primark og er búin endast mér í örugglega fjóra vetur en hún kostaði aðeins 20 pund minnir mig. Þetta er loðkápa sem er eiginlega alveg eins og sófasett, gráblá með rosa mynstri og miklum loðkraga framan á og niður, þannig að hún er eiginlega í rússneskum stíl og hefur reynst mér ótrúlega vel í vetrarhörkunum á Islandi. Þetta eru án efa bestu kaupin. Hvað gerirðu til þess að Ifta vel út? Ég reyni að borða góðan og hollan mat og hugsa vel um húðina, fer í heitt bað og svoleiðis. i uppáhaldi Mamma prjónaði þennan ullarkjól á mig og hann er í miklu uþpáhald hjá mér. Þennan kjól hef ég notað mikið dagsdaglega. Skil sjaldan við mig Þetta er hringur sem ég fékk i jólagjöf frá kærastanum mín- um. Hringurinn er keyptur í Trilogiu og er eftir erlenda hönnuði sem ég man ekki hvað heita en ég á nokkra skartgripi eftir þá sem ég held mikið upp á. Hringurinn vísar svolítið til íslensks víravirkis og er ofsalega fallegur og er kannski sá hlutur sem ég hef tekið einna mestu ástfóstri við. Sparíkjóllinn Þessi kjóll er frá Vivienne Westwood og er úr KronKron. Kjóllinn er gjöf frá mínum heittelskaða og mérfinnst hann æðislegur. Hann er mjög fallegur og smellpassar á mig. Bestu kaupin Þessa kápu keypti ég i versluninni Primark í London og hún hefur reynst mér ótrúlega vel. Alexía Björg Jóhannesdóttir leikkona opnar fataskápinn sinn að þessu sinni. Alexía á ótrúlegt safn af hælaskóm í öllum litum og skápurinn hennar er fullur af kjólum, stuttum, síðum, sumar- og spari- enda er kærastinn hennar duglegur við að bera henni kjóla heim í hús. Hvaða flík langar þig mest í? Eins og er langar mig eiginlega mest í ein- hverja þægilega og dömulega hælaskó fyrir sumarið. Helst einhverja í fallegum litum og það þægilega að ég geti verið í þeim í vinnunni allan daginn, en ég hef ekki fundið þá ennþá. Af hverju er mest í fataskápn- um þínum? (fataskápnum mínum er örugg- lega mest af kjólum og það er eiginlega synd að ég sé ekki oftar í kjól. Ég á liklega allar gerðir, bæði síðkjóla, hvers- dagskjóla og stutta sumar- kjóla og ég sé það að ég verð eiginlega að nota tækifær- ið núna þegar það fer að hlýna og vera oftar í kjól. En þetta er allt í bland, bæði notaðir og nýir kjólar. Hvaða flíkur notar þú mest? Ég er eiginlega oftast í gallabuxum. Það eru svona þægilegu fötin mín og svo líka jakkar. Ætli gallaþuxur og mismunandi jakkar við séu ekki það sem ég nota mest. „Gullfallegar" hljómsveitir á Dillon „Við ætlum að frumflytja fjögur eða fimm glæný lög í kvöld í bland við eldra efni,” segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari hljómsveitarinnar Diktu, en hljómsveit- in spilar á Dillon í kvöld. Ásamt Diktu kemur fram hljómsveitin Ourlives sem er nýkomin heim úr hljómleikaferðalagi um Bretland. „Þetta eru góðvinir okkar í Diktu og gullfal- legir menn,“ svarar Haukur þegar hann er spurður nánar út í hljómsveitina Ourlives. „Þeir hafa mikið verið að spila í Bretlandi og eru kannski þekktari þar en hér heima en nú ætla þeir að bæta úr því. Þeir spila öllu harðari tónlist en okkar en engu að síður skemmtilega.” Hljómsveitin Dikta er ekki síður gullfalleg en hún sendi síðastfrá sér plötu fyrir jólin 2005, Hunting for Happiness, sem fékk frábærar viðtökur og seiddi sannarlega hamingju fram í hjörtum þeirra sem á hana hlýddu. „Það er ný plata í burðarliðnum og við erum að semja á fullu,” segir Haukur en vill ekki láta uppi hvenær ný plata kemur út. „Hún kemur þegar við erum fullkomnlega tilbún- ir. Við erum með tonn af hugmyndum og ætlum að nota sumarið til að semja og æfa, æfa og semja.“ Það eru ekki margir tónleikar fyrirhugaðir hjá hljómsveitinni í sumar en Haukur telur þó líklegt að þeir detti inn hér og hvar í sumar. Þegar hann er spurður um hvort einhverra breytinga sé að vænta segir hann aö hljómsveitin sé alltaf að breytast. „IVIér finnst við aldrei vera að spila sömu tón- listarstefnuna, það er alltaf einhver þróun í gangi og ég vona að það sé góð þróun. Annars verða aðrir að dæma um það og fólk fær alla vega tækifæri til þess í kvöld.“ Þeir sem eru á póstlista Diktu mega búast við sérstakri gjöf en það er acoustic útgáfa af laginu Breaking the Waves. „Við ákváöum að gefa öllum vinum okkar lagið þar sem fólk var að spyrja okkur um þessa útgáfu sem er að finna á iTunes. Það er ennþá hægt að skrá sig á póstlistann ef fólk hefur áhuga á að fá lagið gefins.” Tónleikamir á Dillon hefjast klukkan 21.00 og frítt er inn. www.cargobilar.is Sendibílar til leigu

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.