blaðið - 22.05.2007, Page 2

blaðið - 22.05.2007, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2007 blaðið ÁMORGUN VÍÐA UM HEIM VEÐRIÐ I DAG Slydduél Skýjað með köflum og skúrir eða él, en norðvestan 10-15 og slydda norðvestantil á landinu. Hiti 1 til 12 stig, hlýjast suðaustanlands. Skúrir eða él Vestlæg átt, fremur hæg. Skúrir eða él, en bjartviðri suðaustan- og austanlands. Gengur í norðaustanátt norðvestantil undir kvöld. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast suðaustantil. Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Frankfurt 19 18 23 29 31 15 29 Glasgow Hamborg Helsinki Kaupmannaböfn London Madrid Montreal 15 26 20 20 14 23 23 New York Orlando Osló Palma Paris Stokkhólmur Þórshöfn 14 19 16 22 22 Sigurður Kári „Ég sjálfur, ég er voðalega hrifinn af sjálfum mér.“ Jón Heiöar Hauksson „Geir Haarde." Edda Sólrún Jónsdóttir „Steingrímur J. Sigfússon." Hlé gert á fundum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks: Ný ríkisstjórn gæti tekið við í vikulok ■ Tekist á um stóra málaflokka ■ Fariö aö ræöa skiptingu ráöuneyta Eftir Þórð Snæ Júliusson thordur@bladid.net ,Ég tel góðar líkur á því að við klárum þetta mál,“ sagði Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæð- isflokksins, að loknum rúmlega fjögurra klukkustunda löngum stjórnarmyndunarfundi hans 'og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, í gær. Fundurinn, sem fór fram í Ráð- herrabústaðnum við Tjarnargötu, hófst um hádegisbil og stóð yfir til rúmlega fjögur. Auk formannanna sátu þau Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, varaformaður Sjálfstæð- isflokksins, Andri Óttarsson fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Össur Skarphéðinsson, þing- flokksformaður Samfylkingar, fundinn. Geir sagði þau ætla að gera stutt hlé á viðræðum sínum en að þau myndu þó líklegast hittast í dag og halda þeim áfram. Ingibjörg Sólrún sagði hléið ekki til marks um að það væru einhverjar deilur milli samningsaðila heldur væru einfaldlega ákveðin mál sem þyrfti að lenda. Engin deilumál sem ekki hefði mátt sjá fyrir hafi komið upp í viðræðum flokkanna. Málin væru í eðlilegum farvegi og samn- ingsaðilar að vanda sig við úrlausn þeirra. „Við tökum þann tíma sem við þurfum í þetta. En það er ekki mikill timi eftir.“ Eftir ströng fundarhöld á Þing- völlum um helgina funduðu for- mennirnir og aðrir þátttakendur í stjórnarmyndunarviðræðunum með eigin flokksmönnum fyrri hluta gærdagsins. Þar var farið yfir orðalag og framsetningu þess hluta málefnasamningsins sem þegar hefur náðst samkomulag um. Geir sagði að sú vinna stæði enn yfir. Hvorugt þeirra vildi segja efn- islega frá því hvaða mál það væru sem enn væri verið að semja um, en Skúli Helgason, framkvæmda- stjóri Samfylkingarinnar, sagði fyrr um daginn að um væri að ræða „nokkur stór mál“. Geir staðfesti þó að þegar væri farið að ræða skiptingu ráðuneyta. ,Við gerum þetta allt í einum pakka og skiptum því ekkert upp eftir einhverjum sérstökum línum fyrirfram.“ Formennirnir vildu ekki segja til um hvenær þingflokkar Sjálfstæðis- floycs og Samfylkingar verða kall- aðir.jsaman til að fjalla um málefna- samninginn en heimildir Blaðsins herma að það verði líklega í dag. Talið er að málefnasamningur- inn 'sem nú verður gerður sé nokk- urskonar rammasamkomulag um stærstu málin í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þegar hann liggur fyrir verða þingflokkarnir kallaðir saman og samningurinn kynntur fyrir þeim. Þingmenn beggja flokka hafa verið beðnir um að vera tilbúnir með skömmum fyr- irvara til að mæta á slíkan fund ef samningar nást. Við það tækifæri verður væntanlega einnig tilkynnt um það hverjir munu gegna ráð- herraembætti í verðandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Mamma framkallaði 100myndirfyrir adeins Z900 29 kr- stk. Fraktflug Norðanflugs til Belgíu: Ferskur fiskur fyrr á markað Norðanflug, sem Samherji, Eimskipafélag íslands og SAGA Capital Fjárfestingarbanki hafa stofnað, hefur fraktflug frá Akur- eyri til Oostende í Belgíu þann 3. júní næstkomandi. Flogið verður þrisvar í viku til að byrja með. Frá Oostende er einungis um tveggja klukkustunda akstur til Boulogne sur Mer í Frakklandi sem er áfanga- staður stærsta hluta þeirra fersku fiskflaka sem fara með flugi frá íslandi. „Við náum að senda fiskinn að norðan á hádegi. Vélin lendir síð- degis í Belgíu og verður fiskurinn þá kominn á markað að morgni næsta dags. Með þessu styttist flutningstími fyrir ferskan fisk, sem unninn er á Norðaustur- Flutningstíminn styttist Fiskurinn á markaö aö morgni næsta dags landi, um heilan dag,“ segir Unn- dór Jónsson, framkvæmdastjóri Norðanflugs. Að sögn Unndórs er verið að gera samning um leigu á rússneskri flutningavél, Antonov 12, í gegnum belgískt fyrirtæki og tekur hún 15 tonn. Samningaviðræður standa yfir við ýmsa aðila um fraktflutn- ing frá Belgíu til Islands.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.