blaðið - 22.05.2007, Page 4

blaðið - 22.05.2007, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2007 blaöið INNLENT UPPLÝSINGATÆKNI Nær 500 fyrirtæki Alls störfuðu 456 fyrirtæki í upplýsingatækniiðnaði hér á landi í fyrra og fjölgaði þeim um 34 frá árinu áður. Mest var fjölgunin meðal fyrirtækja í hugbúnað- argerð og ráðgjöf. Heildarvelta upplýsingafyrirtækja jókst um 13 prósent og nam tæpum 113 milljörðum. SAMGÖNGUR Grunnafjarðarveg í umhverfismat Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt að taka upp viðræður við vegamálastjóra og Skipulagsstofnun um óformlegt umhverfismat á þverun Grunnafjarðar. Lagt er til að sú veglína sem aðalskipulagstillögur gera ráð fyrir liggi til grundvallar matinu. BIFHJÓLASLYS Okumaður á batavegi Ökumaður bifhjóls sem legið hefur á gjörgæslu- deild í rúmar tvær vikur eftir að hafa fallið af hjóli sínu í Njarðvík er laus úr öndunarvél og á batavegi. Slysið varð þegar maðurinn missti stjórn á hjóli sínu við það að afstýra árekstri við bifreið. Formannsskipti framundan hjá Framsókn: Jón sagður á útleið Jón Sigurðsson, formaður Fram- sóknarflokksins, hefur tilkynnt nánustu samstarfsmönnum sínum að hann ætli að segja af sér. Þetta var fullyrt í þættinum ísland í dag í gærkvöld. Þátturinn sagðist hafa öruggar heimildir fyrir þessu en sjálfur vildi Jón ekkert segja um málið. Ekki náð- ist í Guðna Ágústsson, varafor- mann flokksins, í gærkvöld. Segi Jón af sér mun Guðni taka við for- mennsku fram að næsta flokks- þingi. Búist er við því að formlega verði tilkynnt um afsögn Jóns á næstu dögum. Háskólafélag Suðurlands Þekking skapar sóknarfæri Sunnlensk þekking, rannsóknir og þróun. Háskólafélag Suðurlands er vinnuheiti félags sem fyrirhugað er að stofna síðar á þessu ári.Tilgangur þess er að nýta sóknarfæri á sviði mennta- og rannsókna á Suðurlandi. Boðað ertil samráðs- og kynningarfundar um aukið samstarf fyrirtækja og rannsókna- stofnana á Suðurlandi föstudaginn 25. maí, kl. 10 -16 í höfuðstöðvum Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Á fundinum verða stefnuskrá og markmið hins nýja Háskólafélags kynnt. Rannsókna- og þróunarfyrirtæki, stofnanir sem og sveitarfélög eru hvötttil að senda fulltrúa til fundarins. Þar gefst þátttakendum færi á að skrifa undir vilja- yfirlýsingu um samstarf um tilgang félagsins. Þá er aðilum velkomið að kynna starfsemi sína á fundarstað, t.d. með veggspjöldum. Fundarstjóri verður Sr. Guðbjörg Arnardóttir. Ráðstefnan er öllum opin og er aðgangur ókeypis. Skráning fer fram með tölvupósti á póstfangið valdis@primordia.is /' síðasta lagi þriðjudaginn 22. maí. Allarnánari upplýsingarog dagskrá er að finna á www.primordia.is undir flipanum Háskólafélag Suðurlands. Háskólafélag Suðurlands Verkefnisstjórn LAND.GRÆÐSLA RIKISINS . ■: S'-íÁ'Sr i?;' Starfsmenn Kambs Sjá margir hverjir fram á að þurfa að borga af verðlaus- m um eignum sem enginn vill búa i. ‘i' Vonleysi á Flateyri: Helmingur kvótans hefur verið seldur ■ Aumingjaskapur ráöamanna ■ Veruleikafirrtir ráðherrar Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net Búið er að skrifa undir samning um sölu á 3 af 5 skipum Kambs á Flateyri og óstaðfestar heimildir herma að helmingur aflaheimilda hafi verið seldur úr byggðarlaginu, mögulega til Dalvíkur að því er fram kemur í ísfirska vefritinu Bæjarins besta. Eig- andi Kambs staðfesti í gær að kaup- andinn væri ekki á Vestfjörðum. Þó sagði hann að sögur þess efnis að Brim hefði verið að hugsa um að kaupa kvóta og skip af Kambi væru uppspuni frá rótum. „Þetta er mikið áfall fyrir okkur. Við erum nýbúin að kaupa hús sem nú er að verða verðlaust," segir Guð- rún Guðmundsdóttir, íbúi á Flateyri. „Ég veit um þónokkra aðra sem eru í sömu aðstæðum. Fáir leigja hér nú orðið og útlendingar sem komu hingað síðasta haust eiga margir hverjir hús og íbúðir, en mjög erfitt verður að losna við eignirnar. Það líður öllum illa yfir þessu og fólk hefur miklar áhyggjur enda veit eng- inn hvað mun gerast. Það er sérstak- lega erfitt að hlaupa burtu þegar ný- lega er búið að kaupa, en auðvitað er erfitt fyrir alla að þurfa að borga af verðlausum húsum.“ Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, er ævareiður út í forystumenn þjóð- arinnar fyrir að hafa ekki brugðist við því sem hann segir hafa verið fyrirsjáanlegt. „Það þýðir ekkert að væla eins og aumingjar annað slagið þegar svona kemur upp þegar menn vita nákvæmlega hvað hefði þurft að gera. Aðalvandinn er sá að það hefur verið svo mikill aumingja- skapur í íslenskum ráðamönnum í gegnum tíðina sem aldrei hafa fengist til að taka á þessu, og aldrei hefur verið vilji hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins til þess.“ Formaðurinn segir að frjálslyndir hafi fyrir kosningarnar lagt til að 20 þúsund tonnum yrði dreift á þær byggðir sem verst hafa orðið úti vegna tilfærslu á kvóta og að ákveð- inn fjöldi tonna yrði festur á hvert byggðarlag. „Einnig þarf að grípa til ráðstafana til að draga úr flutnings- kostnaði til þeirra byggða sem eru fjærst suðvesturhorninu. Þetta eru menn búnir að vita i marga áratugi þýðir ekkert að væia eins og t;f£. aumingjar þegar f svona kemur upp P’s ’f Guðjón Arnar Kristjóns- son, formaður Frjáls- lynda flokksins og búið að skipa margar nefndir sem hafa ávallt komist að sömu nið- urstöðu; að koma þurfi á einhvers konar flutningsjöfnuði.“ Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar - græns fram- boðs í Norðvesturkjördæmi, tekur í sama streng. „Þegar ráðherrar segja að þetta komi þeim á óvart eru þeir annaðhvort að segja ósatt eða með mjög litla tengingu við atvinnulífið og samfélagið. Menn áttu að vita það að okurvextir og hátt gengi vegna stóriðjustefnunnar og slæmt fiskveiðistjórnunarkerfi er sjávarbyggðum mjög óhagstætt. Lítilsvirðingin sem stjórnvöld hafa sýnt byggðum landsins er með ólík- indum og það er auðvelt að ímynda sér hvaða áhrif það hefði haft fyrir úrslit þingkosninganna ef þessar fréttir hefðu borist fyrr.“ LJLFL JÓTSVATNI - Kassaklifur - GPS ratleikir - Bdtasiglingar - Vatnaleikir - Frumbyggjastöi/^ - Fyrir stráka og stelpur 8-12 ára - skipt í hópa eftir aldri Krassandi útilífsœvintýri - fjör og hópeflisandi! II $$ INNRITUN ER HAFIN - Opið virka daga kl. 10-16 - sími 550 9800 - sumarbudir@ulfljots Upplýsingar og skráning á netinu: www.ulfljotsvatn.is

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.