blaðið - 22.05.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 22.05.2007, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2007 blaðið UPPLÝSINGATÆKNI Nær 500 fyrirtæki Alls störfuðu 456 fyrirtæki í upplýsingatækniiðnaði hér á landi í fyrra og fjölgaði þeim um 34 frá árinu áður. Mest varfjölgunin meðal fyrirtækja í hugbúnaðargerð og ráðgjöf. Heildarvelta upplýsingafyrirtækja jókst um 13 prósent milli ára og nam rétttæpum 113 milljörðum króna. SAMGÖNGUR Grunnafjarðarveg í umhverfismat Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt að taka upp við- ræður við vegamálastjóra og Skipulagsstofnun um að farið verði í óformlegt umhverfismat á þverun Grunnafjarðar. Lagt er til að sú veglína sem aðalskipulagstillögur Skilmannahrepps og Leirár- og Melahrepps gera ráð fyrir liggi til grundvallar matinu. BIFHJÓLASLYS Ökumaður á batavegi Okumaður bifhjóls sem legið hefur á gjörgæslu- deild í rúmar tvær vikur eftir að hafa fallið af hjóli sínu í Njarðvík er laus úr öndunarvél og á batavegi. Slysið varð þegar maðurinn missti stjórn á hjóli sínu við það að afstýra árekstri við bifreið. Kína: Barneignalög- um mótmælt Þúsundir íbúa í Guangxi- héraði í suðvesturhluta Kína söfnuðust saman á föstudag og laugardag til að mótmæla lögum um takmarkanir á barneignum. Reiður múgurinn réðst inn í opinberar byggingar, kveikti í og vann önnur skemmdarverk. Mótmælin brutust út eftir að embættismenn ffamfylgdu háum fjársektum á þær fjöl- skyldur sem brotið höfðu lögin. Einn særðist í mótmælunum. íbúar í borgum Kína mega aðeins eignast eitt barn, en íbúar á strjálbýlli svæðum mega eignast tvö börn, ef það fyrra er stúlka. Lögin voru sett á áttunda áratugnum til að stemma stigu við örri fólksfjölgun í landinu. 1,3 milljarðar manna búa í Kína. Líbanon: Átta óbreyttir borgarar fallnir Að minnsta kosti átta óbreyttir borgarar hafa látið lífið í átökum milli líbanska stjórnarhersins og fiðsmanna hinna herskáu samtaka Fatah al-Islam. Átök- in eru þau mannskæðustu í landinu frá því borgarastyrj- öldinni lauk fyrir 17 árum. Átökin hafa átt sér stað í og við Nahr al-Bared-flóttamanna- búðirnar í norðurhluta Líbanons. Um 30 þúsund palestínskir flóttamenn eru innlyksa í búðun- um. Ástand þeirra er sagt vera mjög slæmt og fer hnignandi. Bardagar hófust er hermenn reyndu að handtaka mann sem grunaður er um aðild að bankaráni í flóttamannabúðun- um. Stjórnarherinn er sagður hafa náð tökum á ástandinu þótt enn sé eitthvað um bardaga. Mfnd/Ámi Sæberg Landeigendur sigruðu Við Sólheimajökul Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net „Að sjálfsögðu má búast við að ís- lenska ríkið taki mið af þessum dómum í kröfugerð sinni og óbyggðanefnd í úrskurði sínum. I þessum dómum eru röksemdir sem íslenska ríkið hefur lagt mikla áherslu á alveg slegnar út af borðinu, eins og þær að sjálfgefið sé að land sem kallað er afréttur sé þjóðlenda.“ Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson hæstarréttarlögmaður um dóma Hæstaréttar í síðustu viku í fjórum þjóðlendumálum. Hæstiréttur sneri við þremur dómum um svæði sunnan Mýrdals- jökuls og féllst á kröfur landeigenda um að svæðin væru háð séreignar- rétti þeirra. Er þetta í fyrsta sinn sem Hæstiréttur snýr dómi um þjóð- lendu í eignarland. I fjórða málinu úrskurðaði Hæstiréttur að óbyggða- nefnd hefði ekki heimild til að fara út fyrir kröfur aðila en hún hafði úrskurðað að þjóðlenda á Rangár- vallaafrétti væri stærri en íslenska ríkið gerði kröfu til. Ragnar segir að það myndi spara bæði vinnu og peninga að hafa kröfugerð í samræmi við raunveru- leikann. „Það er utan við minn skilning hvers vegna ríkið hefur gert þær kröfur sem það hefur gert en þær hafa að meginstofni verið tilgangslausar frá upphafi. En mér virðist sem Hæstiréttur geri ekki sömu ströngu sönnunarkröfurnar á hendur landeigendum eins og gert hefur verið í eldri málum.“ Að mati Ragnars er of snemmt að segja til um hvort einhverjir land- eigenda geta farið aftur í gang með sín mál. „Það er of snemmt að segja nokkuð til um það. Það verða flutt 5 mál um afréttarlönd á miðvikudag. Þetta skýrist þegar dómar ganga í þeim fyrir Hæstarétti." Þrjú mál vegna jarða í Austur- Skaftafellssýslu sem búið er að gera að þjóðlendum eru komin til Mann- réttindadómstóls Evrópu en enn er óljóst hvort þau verða tekin fyrir þar. Guðný Sverrisdóttir, formaður Landssamtaka landeigenda, segir dóma Hæstaréttar í síðustu viku áfangasigur. „Við höfum alltaf haldið því fram að sönnunarbyrðin væri alltof ströng. Sönnunarbyrðin er alltof hörð þegar menn þurfa að grúska alveg aftur í landnám til að sanna eignarrétt sinn.“ Að sögn Guðnýjar ætla landeig- endur að fara að huga að sínum málum á ný eftir smáhlé. „Við Afstaðþegar ný rikisstjórn kemur Guðný Sverrisdóttir, for- maður Landssamtaka landeigenda Kröfugerðí samræmi við raunveruleíkann Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður höfum tekið okkur smáfrí. Sumir hafa verið í sauðburði og aðrir að laga til á borðinu sínu og reyna að minnka staflann. Þegar það kemur ný ríkisstjórn förum við af stað aftur.“ GLERAUGU SJONARHOLL Gleraugnaverslun 565-5970 Rcykavíkurvegur 22 220 Hafnarfírði GALLERI Pétur Pétursson listamaður sýnir Nánar á www.sjonarholl.is Sjóræningjar ógna matvælaaöstoð í Sómalíu: Hungursneyð vofir yfir einni milljón manna Matarsendingar til Sómalíu hafa verið stöðvaðar eftir að sjóræn- ingjar gerðu tilraun til að yfirtaka skip sem flutti matvæli til landsins fyrir Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Yfirmaður stofnunar- innar segir að sendingar handa hátt í milljón manns séu í hættu. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem við- líka aðstæður koma upp, en í fyrra voru matarsendingar stöðvaðar í tvær vikur þegar tveimur skipum var rænt undan ströndum Sómalíu. Sjóránstilraunin átti sér stað síð- astliðinn laugardag, en þá hafði flutningaskipið nýlokið við að flytja fjögur þúsund tonn afmatvælum til hafnarborgarinnar Merka á suður- strönd Sómalíu. Einn öryggisvörður var myrtur í árásinni. Annað skip átti að sigla til Sómalíu í vikunni frá Keníu með matarbirgðir, en útgerð skipsins hefur neitað að sigla af stað fyrr en búið er að útvega vopnað fylgdarlið. Sjórán eru mjög tíð á þessum slóðum, eða síðan borgarastyrjöld braust út í Sómalíu fyrir um 15 árum. Einungis í síðustu viku var þremur skipum rænt. Tveimur fiskiskipum frá Suður-Kóreu og einu frá Taívan er enn haldið í gíslingu undan ströndum landsins. 1 mörgum til- fellum þykjast sjóræningjarnir vera strandverðir sem fylgjast með ólög- legum fiskveiðum og losun úrgangs. iiffi

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.