blaðið


blaðið - 22.05.2007, Qupperneq 10

blaðið - 22.05.2007, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2007 blaöió UTAN ÚR HEIMI Fannst efftir eitt ár Lögreglan í Svíþjóð rannsakar nú morðmál eftir að lík 35 ára leikskólakennara fannst í skógi skammt frá Falun. Hennar hafði verið saknað í eitt ár. Tveir karlmenn voru grunaðir um að hafa valdið hvarfi hennar og telur lögreglan sig nú hafa nægar sannanirtil að handtaka mennina. SPÁNN Flóttamönnum vísað úr landi Spænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að senda 750 flóttamenn frá Afríku, þar af 30 þörn, aftur til síns heima. Fólkið, flest frá Senegal, var handtekið í síðustu viku við Kanaríeyjar. í fyrra er talið að 30 þúsund hafi reynt að komast þangað frá Afríku. Pútín úthýsir blaðamönnum Pútín Rússlandsforseti hefur skiþað Samtökum rúss- neskra blaðamanna að yfirgefa húsnæði sitt í Moskvu til að rýma fyrir nýrri ríkisrekinni sjónvarpsstöð. Henni er ætlað að bæta ímynd Rússlands á erlendum vett- vangi. Samtökin neita að verða við skipuninni. Ársskýrsla Stígamóta: Fjölgun ofbeldisbrota í kjölfar klámvæðingar ■ 80 prósent þolenda yngri en 18 ára ■ Einungis 10,7 prósent kæra ■ Hópnauðgunum fjölgar Eftir Lovísu Hilmarsdóttir lovisa@bladid.net Mikill munur er á fjölda ofbeldis- manna og þeirra sem leituðu sér hjálpar í fyrsta skiptið árið 2006. Ofbeldismennirnir voru 365 en fórn- arlömbin 266. Sumir ofbeldismann- anna voru taldir oftar en einu sinni og hópnauðganir eru fleiri. Eing- ungis 39 mál voru kærð eða 10,7 pró- sent af öllum málum. Þetta kemur fram í ársskýrslu Stígamóta sem kynntvarígær. Flestir sem verða fyrir ofbeldi eru á aldrinum 0-18 ára eða tæplega 80 Hlutfall 50 40 30 20 10 4,1 0 oll 0-4 41 5-10 0,4 11-15 39,1 20,7 14,1 9,8 fl 16-18 Samanburður á aldri einstaklinga þegar leitað var aðstoðar og aldri þeirra þegar ofbeldið var framið árið 2006 t: I Leitað t j Framið 18,8 14,8 \ II 19-29 18,8 1,9 ílll 30-39 0,4 40-49 8,6 0,4 50-59 2,6 1,9 2,6 ' 0 i :\i 60 og Óvfst eldri prósent. Hins vegar eru þeir sem leita sér hjálpar flestir á aldrinum 20- 40 ára eða um 60 prósent. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir tölurnar sýna að það sé mjög einkenn- andi fyrir þann hóp sem nýtir sér þjónustu Stígamóta að hann leitar sér hjálpar áratugum eftir að brotið átti sér stað. „Það er gífurlega mikilvægt að brýna fyrir ungu fólki að leita sér hjálpar. Það kom í ljós þegar farið var yfir fræðslu á síðasta ári að í flestum tilvikum þegar við komum inn í fram- haldsskólana var það vegna beiðni frá nemendunum sjálfum. Þetta er eitt- hvað sem er brýnt að skoða og skóla- yfirvöld verða að tryggja fræðslu um kynferðisofbeldi,” segir Guðrún. Starfsmenn Stígamóta lýstu áhyggjum sínum vegna aukinna of- beldisbrota sem eru afleiðingar klám- væðingar. Konur leita í síauknum mæli til Stígamóta t.d. vegna birt- ingar myndefnis af kynlífsathöfnum. „Mál tengd klámi eru mikið Guðrún Jónsdóttir Talskona Stíga- móta kynnti ársskýrslu Stígamóta í gær. Hún lýsti meðal annars áhyggj- um sínum afauknu ofbeldi tengdu klámvæðingu. áhyggjuefni. Myndefni sem er tekið af konum og sett í dreifingu hefur færst í vöxt. Þetta er myndefni sem tekið er bæði með og án samþykkis fórnarlambanna. Þarna er bæði um að ræða myndefni sem tengist mögu- legum lyfjanauðgunum og myndefni sem karlar hafa undir höndunum og hóta að setja á Netið. Við hjá Stíga- mótum höfum miklar áhyggjur af þessari þróun og þessum miðlum sem taka við slíku efni,” segir Guð- rún Jónsdóttir. ÁSTÆÐA ÞESS AÐ LEITAÐ VAR TIL STÍGAMOTA 2006 ■ Sifjaspell 42% Nauðganir 35% ■ Kynferðisleg áreitni 15% ■ Vændi 3% Klám 2% ■ Grunur um sifjaspell 2% Grunur um naugun 1% Þegar skýrslan er skoðuð sést að 20 konur leituðu sér hjálpar vegna vændis, þar af voru 9 ný mál og 11 gömul. Thelma Ásdísardóttir, ráð- gjafi hjá Stígamótum, segir að fórnar- lömb vændis upplifi meiri skömm en önnur fórnarlömb kynferðisofbeldis, en það stafi af viðhorfinu sem er í þjóðfélaginu um að vændi sé frjálst val og ýti það undir skömmina sem fórnarlömbin upplifa. Þórunn Þórarinsdóttir ráðgjafi segir að meginþemað í ráðgjafarvið- tölunum sé órökrétt skömm og sekt- arkennd, því sé mikilvægt að halda til haga hverra skömmin er. „Það er gríðarleg þörf á viðtölum alls staðar á landinu og hér vantar starfsfólk og fjármagn. Okkar hlut- verk er fýrst og fremst að rjúfa þögnina.” Við erum hluti aP náttúrunni. Náttúraner hluti aP okkur Skilningur okkar á mikilvœgi náttúrunnar Fyrir mann- eskjuna eykst stöðugt. Grundvallaratriði í samFélagi okkar í Urriðaholti er virðing Fyrir náttúrunni. Við njótum þeirra Forréttinda að byggja heimili okkar í nánd við náttúru- perlur eins og Urriðavatn, Heiðmörk og BúrFellshraun. í nágrenni Urriðaholts eru Fjölmargar og ólikar göngu- leiðir um hraun og hlíðar Einn besti golFvöllur landsins er einnig í gönguFœri þannig að öll Fjölskyldan getur notið útivistar og náttúru án þess að þurFa nokkru sinni að stíga upp í bíl. Frestur til að skila inn tilboðum í lóðir í Urriðaholti rennur út 24. maí. Hœgt er að nálgast tilboðsgögn á www.urridaholt.is og hjá Fasteignasölunum Eignamiðlun og Miðborg. Þúátt heimahér EIGNAMIÐLUN Sverrir Krisinsson, löggiltur Fasteignasali MIÐBORG /'asteig nasala Björn Þorri Viktorsson, löggiltur Fasteignasali URRIÐAHOLT Sími 588 9090 Sími 533 4800 www.urridaholt.is Náin tengsl við náttúru svœðisins - Stutt ( útivistarperlur - SamFélagsvœnt skipulag - Góðir skólar - Fjölbreytt íbúðagerð Fyrir alla aldurshópa Einbýlishús - Raðhús - Fjölbýlishús - Nálœgt helstu umFerðarœðum - UmhverFisvœnar skipulagslausnir - Barnvœnt hverFi - LÍFandi byggðakjarni við torg - Grœnir geirar og göngustlgar - Sólrik og skjólsœl byggð (suðvesturhlið

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.