blaðið


blaðið - 22.05.2007, Qupperneq 12

blaðið - 22.05.2007, Qupperneq 12
blaði Útgáfufélag: Rrtstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Ár og dagurehf. Trausti Hafliðason Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Fyrsta verkefnið Grundvöllur byggðar á Vestfjörðum hefur hingað til verið öflugur sjávarútvegur. Byggðir í þessum hluta landsins hafa nánast alfarið verið háðar fiskveiðum. Það eru fyrst og fremst veiðarnar sem hafa skapað atvinnu í bæjunum. Brotalamir kvótakerfisins koma skýrast fram í þessum litlu bæjarfélögum. Síðustu ár hafa heilu byggðarlögin átt undir högg að sækja vegna kvótasölu og hás verðs á leigukvóta. Eitt skýrasta dæmið um galla kvótakerfisins kom fram fyrir helgi. Þá bárust þau tíðindi að langstærsta fyrirtæki Flateyrar, fiskvinnslan Kambur, hygðist hætta útgerð og fiskvinnslu og selja allar eignir sínar. Það má í raun líkja þessum atburði á Flateyri við náttúruhamfarir því fyrir liggur að 120 manns muni missa vinnuna, sem er bróður- partur atvinnufærra manna á staðnum. Hátt verð fyrir leigukvóta og varanlegar aflaheimildir hefur staðið fiskvinnslunni Kambi fyrir þrifum. Það væri samt einföldun að ætla að kenna kvótakerfinu ein- göngu um ástandið því aðrir þættir koma þarna líka inn í. Ber þar helst að nefna hagstjórn fráfarandi ríkisstjórnar, sem hefur leitt af sér ógnarsterka krónu og himinháa vexti. Þetta auðveldar útflutningsfyr- irtækjum ekki reksturinn. Þá er hár flutningskostnaður ekki til að bæta ástandið. Þegar fréttir eins og þessar berast er fullkomlega eðlilegt að menn spyrji sig hvort þetta sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Hvort viðlíka vandi fyrirfinnist í öðrum sjávarbyggðum. Hinrik Kristjánsson, framkvæmdastjóri Kambs, segir ástæður sölu Kambs fjárhagslegar. Síðustu mánuði og vikur hafi reksturinn verið mjög þungur. Það er mikilvægt að hafa það í huga að fyrirtæki hafa í raun engar félagslegar skyldur þegar það liggur fyrir að þau bera sig ekki lengur. Það er ekki hægt að neyða fyrirtæki til að halda úti at- vinnurekstri. Stjórnvöld bera hins vegar félagslegar skyldur. Það liggur því nokkuð ljóst fyrir hvert verður fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar, sem verður væntanlega ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Þetta verkefni er langt frá því að vera einfalt og snertir ekki bara íbúa Flateyrar heldur landsmenn alla. Kallað hefur verið eftir því að stjórnvöld móti sér byggðastefnu. Kallað hefur verið eftir breytingum á kvótakerfinu. Kallað hefur verið eftir ábyrgri hagstjórn. Fróðlegt verður að sjá hvernig ný stjórn tekst á við þetta flókna verk- efni - hvaða lausnir eru Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir með? Trausti Hafliðason Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Glæsilegt úrval af gólfefnum i á góðu verði Grasteppi THvalin fyrir svalirnai eða goljvöllinn í— kjallaranum Filtteppi Frábært úrval Skipa og gangadreglar 1 Ntðsterkir ogfást í 5 litum Plastparket Tilboðsverð frá kr. 990 á m1 Heimilisgólfdúkar / miklu úrvalifrá kr. 890 á m2 SlÐUMÚLA 14 • 108 REYKJAVlK ■ SÍMI: 510 5510 • mm k|aian.is OPI0VIRKADAGAKL.8-1B KJARAN GÓLF3ÚNAQUR KAURA/SEUA I SMÁAUGLÝSINGAR 5103737 bladið 12 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2007 blaöiö 4liT STErtílR. \ flV >lHGVALLÁSTJ6fifi/rb/ vekvi WHPUf) í Htsm viKO Nýsköpun á Þingvöllum Merkilegir dagar að baki og allt bendir til þess að viðræður um nýju Þingvallastjórnina gangi vel. Styrkur nýrrar stjórnar stóru flokkanna tveggja verður mik- ill. Söguleg samvinna pólanna í íslenskri pólitík. Kannski sú sem Mogginn kallaði eftir fyrir þremur áratugum eða svo. Gangi saman er tækifæri til að ráðast í mörg brýn og stór verkefni sem þarf að ná fram þverpólitískri sátt um til að ná í gegn. Svo sem efnahagslegur stöðugleiki og auk- inn jöfnuður í þjóðfélaginu. Um slík þjóðþrifaverk mun það sögu- lega samstarf snúast sem kemur út úr samvinnu stóru flokkanna til hægri og vinstri. Rétt eins og þekkt er bæði frá Finnlandi og Þýska- landi. Þar unnu jafnaðarmenn með hinum stóru flokkunum í nokkurskonar þjóðstjórnum til að ná hjólum efnahagslífs af stað og til að bæta stórum velferðarkerfi landanna. Vinstri grænir útilokuðu vinstri stjórn eftir kosningar og aðeins tveir kostir í kortum eftir það; VG og Sjálfstæðisflokkur eða Samfylk- ing og Sjálfstæðisflokkur. Þjóðstjórn um stór verkefni Hvað VG gekk til með að útiloka R-listastjórn strax í upphafi er með þeim furðum og ólíkindum að marga setur hljóða. Það er ekki trúverðugt þegar slík boð koma eftir á þegar áður er búið að granda þeim kosti með miklum látum daginn eftir kosningar. Það er allavega undarlegt að eini flokkurinn sem kennir sig beint Klippt & skorið Vefurinn sudurland.is greinir frá því að Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður telji þörf á átaki á Selfossi til að sporna við því að fólk fleygi rusli á víðavangi. Um helgina var ungur karlmaður kærður fyrir að kasta frá sér bjórglasi fyrir utan Pakkhúsið á Selfossi. Hann má búastviðallt að tiu þúsund króna sekt og það sama á við um alla þá sem Selfosslögregla stendur að viðlíka sóða- skap, að sögn sýslumanns. Sóðinn sem lögregla hafði afskipti af við Pakkhúsið var einnig kærður fyrir ölvun á almannafæri og fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu. Fyrir óhlýðnina verður hann sektaður um 20 til 30 þúsund krónur og í ofanálag um tiu þúsund krónur fyrir ölæðið. við vinstrið í stjórnmálunum með nafni sínu skuli hafa komið í veg fyrir myndun slíkrar stjórnar þegar fyrir lá að Framsókn var til í slíkt samstarf. Staðan er því ný- stárleg. Nokkurs konar þjóðstjórn í uppsiglingu. Nýsköpunarstjórn í fyrsta sinn í hálfa öld og rúmlega það. Sama módel og kom út úr þráteflinu í Þýskalandi eftir síð- ustu kosningar þar í landi og hefur gengið vel. Björgvin G. Sigurðsson Vopnaðan frið stórveldanna kallaði einn kollega minn það. Kannski nokkuð nærri lagi. Auð- vitað er þetta ný staða fyrir Sam- fylkinguna en breytir engu um tilvistarleg rök flokksins. Við erum áfram hinn ásinn i stjórn- málunum en fáum nú tækifæri til að vinna að mörgum af þeim málum sem jafnaðarmenn og fé- lagshyggjufólk hafa barist fyrir af kappi áratugum saman. Eftir að samstarf um R-listastjórn var úti- lokað af formanni VG. Nú er lag að endurnýja almanna- tryggingakerfið, eyða biðlistum og fjárfesta enn þá meira í börnunum Mörgum finnst það ósmekklegt af höfundi Reykjavíkurbréfs Morgun- blaðsins að telja lesendum trú um að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sé svika- kvendi sem gæti sprengt stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokk á miðju kjörtímabill til að stofna vinstristjórn. Að minnsta kosti eru fáir sammála þessum skrifum og flestir telja þetta óþarfa hræðslu hjá Moggamönnum. Það var að minnsta kosti ekki að sjá á Geir Haarde að hann væri sammála Reykjavíkurbréfinu þegar hann kyssti Ingibjörgu Sólrúnu beint á munninn í vitna viðurvist á Þíngvöllum um helgina. okkar og menntakerfinu. Ná fram í stóru samstarfi málunum sem við höfum barist svo lengi fyrir. Annar besti árangurinn Samfylkingin náði þann 12. maí annarri bestu kosningu vinstri flokks í sögu íslenskra stjórn- mála. Þessi niðurstaða staðfestir að Samfylkingin hefur fest sig í sessi sem stór öflugur jafnaðar- mannaflokkur í anda norræna kerfisins. Það er sem aldrei fyrr þörf fyrir slíkan flokk á Islandi í dag sem byggir á hugsjóninni um sameiginlega velferð, virðingu gagnvart náttúrunni, jöfnum tæki- færum og frelsi til orða og athafna. Samfylkingunni hafði ekki verið spáð glæsilegri útkomu en fyrir um 7 vikum mældist flokkurinn með 18-19 prósent í könnunum. Flokkurinn sýndi hins vegar að hann er öflugur með því að auka fylgi sitt um 8 prósent á þessum stutta tíma. Það var gert með því að leggja fram skýra stefnu og staðfasta forystu. Það kunni fólk að meta því kjósendur vilja sjá lausnir en ekki hræðsluáróður og heimsendaspádóma. Ég nota tækifærið hér og þakka þeim mikla fjölda sem að barátt- unni kom í Suðurkjördæmi. Það var sárt að ná ekki Róberti og Guðnýju inn en við unnum vel að því og ósanngjarnt kosningakerfi hafði af okkur þriðja manninn. Gerum enn betur næst. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Eggert Magnússon hjá West Ham var í stuttu en skemmtilegu viðtali við Rás 2 í síðustu viku. Þar sagði hann frá því að hann væri orðinn svo frægur í London að hann gæti ekki lengur gengið óá- reittur á förnum vegi. Ljósmyndararnir eru um allt. Eggert benti á að tilfinningasemi hans á fótboltavellinum hefði gert þetta að verkum. Kollegar hans i Bretlandi væru ekki þekktir fyrir að sýna tilfinningar. Það væri nú annað en Islending- urinn sem sýnir auðveldlega gleði eða tár á vellinum. elin@bladid.net rsm<UA<ti

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.