blaðið - 22.05.2007, Síða 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 22. MAI 2007
menning
menning@bladid.net
Margret Clunies Ross, prófessor við Syndney-háskóla, heldur
opinberan fyrirlestur um íslenskan trúarlegan kveðskap frá
miðöldum í dag klukkan 12.15. Fyrirlesturinn er haldinn á veg-
um Hugvísindastofnunar HÍ og ferfram í stofu 101 í Odda.
blaöið
Hafdís Huld söngkona er nú í tónleikaferð um Evrópu og hefur
hún ásamt hljómsveit sinni komið fram á Spáni, í Frakklandi,
Bretlandi og Belgíu. Framundan eru ýmsar tónlistarhátíðir, en
söngkonan hefur meðal annars verið bókuð á Glastonbury.
Heimildarmyndir
á Skjaldborg
Hátíð íslenskra heimildarmynda
verður haldin næstkomandi helgi,
hvítasunnuhelgina 25.-28. maí, í
einu fallegasta og minnst
þekkta kvikmynda-
húsi íslands,
Skjaldborgarbíói
' f 'g á Patreksfirði.
f frumsýndar
' nýjar heimildar-
myndir auk þess
sem kvikmyndagerðarfólk og
áhugamenn um heimildarmyndir
fá tækifæri til að hittast og skipt-
ast á skoðunum. í lok hátíðarinnar
verður besta heimildarmyndin á
Skjaldborg 2007 valin af áhorf-
endum.
Grafíkverk
Elíasar
[ kaffistofu Hafnarborgar stendur nú
yfir sýning á tréristum eftir Elías B.
Halldórsson, en
tréristurnar eru
úr myndaröðinni
Hrátónar frá
1990 og eru úr
safni Hafnar-
borgar. Elías
fæddist árið
1930 í Borgarfirði
eystri. Hann nam
við Myndlista- og handíðaskólann
og hélt síðan til Stuttgart og Kaup-
mannahafnartil frekara náms. Hann
vann jöfnum höndum í olíu og grafík
auk þess sem hann myndskreytti
bækur, en eftir 1974 helgaði hann
sig alfarið myndlistinni. Elías lést
fyrr á þessu ári.
Skáld
framtíðarinnar
Iðnskólinn í Hafnarfirði stóð á
dögunum fyrir fyrstu Ijóða- og
smásagnasamkeppni skólans
og voru verðlaun veitt fyrir bestu
smásögurnar og bestu Ijóðin.
Fyrstu verðlaun fyrir smásögu
hlaut Elfsa Gyrðisdóttir fyrir
söguna „Ballerínan", en þess má
geta að Elísa er dóttir Gyrðis Elías-
sonar rithöfundar. Önnur verðlaun
í sama flokki hlaut Dagný Björk
Guðmundsdóttir fyrir söguna
„Skýjaborgin". Fyrstu verðlaun
fyrir Ijóð hlaut síðan Tanja Bjarna-
dóttir fyrir Ijóðið „Eden“
Hljóðrituðu og gáfu út geisladisk
í Kína í febrúar Kvartett Sigurðar
i Flosasonar og Jóels Pálssonar.
Gríðarstór markaður
er að opnast í Kína
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@bladid.net
Kvartett Sigurðar Flosasonar og
Jóels Pálssonar heldur útgáfutón-
leika á Domo annað kvöld klukk-
an 2i, en tónleikarnir eru haldnir
til að fagna útkomu geisladisksins
„Shanghai, China“ sem kom út í
Kína í febrúar. Forsaga málsins
er sú að hljómsveitin kom fram á
8. listahátíðinni í Shanghæ í októb-
er síðastliðnum og í sömu ferð var
geisladiskurinn tekinn upp og gef-
inn út í minnst 10.000 eintökum í
Kína. Þetta er í fyrsta skiptið sem
íslenskur geisladiskur er hljóðrit-
aður og gefinn út þar í landi.
„Þetta var mjög mögnuð ferð og
ótrúlega skemmtileg," segir Sigurð-
ur. „Við spiluðum á nokkrum stöð-
um, bæði innandyra og utan, en að-
altónleikarnir voru í tónleikahöll
sem tekur tæplega 2000 manns og
hún var nánast full af fólki. Það er
alveg ljóst að áhugi Kínverja á öðru-
vísi, vestrænum hlutum og menn-
ingu er alltaf að aukastog það var
skemmtilegt að sjá hvað fólk hafði
jafnan mikinn áhuga á saxófón-
unum, sem ef til vill er nokkurs
konar tákn vestrænnar menning-
ar í þeirra augum. Reyndar var ég
líka staddur í Kína ári áður ásamt
KK, sem var kynntur sem djasstón-
listarmaður. Það er auðvitað ekki
mjög nákvæm skilgreining þótt
Kristján sé auðvitað frábær, enda
virðist djass og blús renna svolítið
saman í eyrum Kínverja."
Upphaflegi tilgangurinn með
ferðinni var að spila á tónlistarhá-
tíðinni og fleiri tónleikum, en þeg-
ar hljómsveitarmeðlimir komu til
Shanghæ fengu þeir tækifæri til
að hljóðrita diskinn með nokkuð
stuttum fyrirvara. „Óttar Felix
Hauksson sem rekur Zonet-útgáf-
una hefur verið í töluverðu sam-
bandi við ýmsa aðila þarna í Kína
með það fyrir augum að koma ís-
lenskum listamönnum á framfæri.
Hann fékk því framgengt hjá rík-
isútgáfufyrirtæki að þeir hljóðrit-
uðu fyrir okkur diskinn þannig að
við skelltum okkur í þá vinnu sem
tók ekki nema hálfan dag,“ segir
Sigurður og bætir því við að vissu-
lega sé það stuttur tími til að taka
upp heilan disk. „Reyndar er það
yfirleitt þannig í djassi að lögin eru
spiluð í heilu lagi af hljómsveitum
inni í stúdíói og svo er besta upp-
takan valin. I þessu tilfelli var hins
vegar ekki um það að velja að spila
hvert og eitt lag mikið oftar en einu
sinni þannig að við urðum bara að
gera okkar besta við að láta hvert
lag heppnast vel við fyrstu spilun.
Þetta gefur disknum reyndar viss-
an sjarma, enda var upptakan nán-
ast eins og tónleikar."
Að öðru leyti segir Sigurður lít-
inn mun vera á því að taka upp
plötu í Kína og á íslandi. „Það kom
mér reyndar á óvart hvað munur-
inn var lítill, enda höfðum við áð-
ur upplifað misgóða tæknimenn
á tónleikastöðunum og ekki mjög
háan standard á tæknihlutum. En
í þessu stúdíói var frábær, innfædd-
ur upptökumaður sem kunni vel á
öll tæki og tól og var með allt sem
þurfti. Að auki hafði hann góðan
skilning á tónlistinni og í hvert
skipti sem við ætluðum að biðja
hann um að gera hitt og þetta var
hann yfirleitt búinn að því. Þannig
fengum við mjög mikil hljómgæði
á þessa plötu og erum mjög lukku-
legir með hana.“
Tónleikarnir á DOMO eru eins
og fyrr segir annað kvöld klukkan
21, en að sögn Sigurðar er ekki bú-
ið að skipuleggja næstu Kínaferð.
„Það er ekkert ákveðið núna en ég
vona að það verði bráðum, enda er
mjög spennandi að vera þarna. Ég
hef reyndar bara komið til Shang-
hæ, sem þó er ekkert „bara“ þar sem
borgin er einstaklega spennandi.
Það væri gaman að kynnast henni
betur sem og auðvitað öðrum stöð-
um í landinu. Svo er þetta náttúrlega
gríðarlega stór markaður sem er að
opnast og spennandi fyrir íslenska
listamenn að koma sér á framfæri
þar,“ segir hann að lokum.
Útsölustaðir: Esar Húsavík, Dalakjör Búðardal, Snyrtivöruverslunin Nana Lóuhóium,
Heimahorníð Stykkishólmi, Smart Vestmannaeyjuni, Efnalaugin Vopnafirði, Pex Reyðarfirði
Læknar
mæla
með
þessum
haldara
Verð kr.
3.990.-
www.ynja.is
Irirnidbofg 7 Kópavogi Sími 5444088
Amiina fær góða
dóma í Bretlandi
íslenska strengjasveitin Amiina
gefur út sína fyrstu breiðskífu í
júní, en hljómsveitin hefur spil-
að á tónleikum víða um heiminn
að undanförnu. Á vefsíðu Guardi-
an er fjallað um nýlega tónleika
sveitarinnar í Glasgow, þar sem
hún fær fullt hús stiga, eða fimm
stjörnur af fimm mögulegum. í
dómnum segir meðal annars að
hljómsveitarmeðlimir, sem eru
fjórar konur á þrítugsaldri, grípi
hlustandann með óvenjulegum,
fallegum og blíðlegum tónum. En
þó svo að tónlistin sé óvenjuleg
og hljómsveitin fari sömu leið og
samlandi þeirra Björk og búi til
sínar eigin reglur, sé ekkert óþægi-
legt eða skerandi við tónlist þeirra.
Þvert á móti sé hún afar heimilis- vel verið vögguvísur ef þau væru
leg á að hlusta ásamt því að vera ekki svona hástemmd," segir með-
kraftmikil. „Lög þeirra gætu jafn- al annars í dómnum.