blaðið - 22.05.2007, Blaðsíða 17
blaðið
mennt
menntun@bladid.net
Nemendasýning
Lokasýning nemenda Ljósmyndaskóla Sissu verður opnuð
að Hólmaslóð 6 næstkomandi laugardag kl. 16. Sýningin
stendurtil 3. júní og er opin alla daga kl. 14-19.
ÞRIÐJUDAGUR 22. MAI 2007
33
Hvítir kollar
Brautskráning stúdenta fer fram í flestum framhalds-
skólum landsins um þessar mundir og hvítir kollar setja
svip sinn á bæinn.
Ráð í tíma tekið
ó að háskólum hafi fjölg-
að mjög hér á landi á
undanförnum árum og
námsframboð að sama
skapi aukist halda enn
margir íslenskir námsmenn til út-
landa í nám á ári hverju. Það er að
mörgu leyti auðveldara nú en áður
fyrir fólk að stunda nám að hluta
eða í heild erlendis meðal annars
vegna alþjóðlegra samninga og stúd-
entaskiptaáætlana. Enn sem fyrr
þarf fólk þó að undirbúa utanför-
ina vel og ganga frá ýmsum lausum
endum áður en stigið er um borð í
flugvélina.
Mikilvægt er að fólk gefi sér góð-
an tíma til undirbúnings og er ekki
óvarlegt að hefja hann að allt að
einu og hálfu ári áður en nám hefst
þó að það geti verið misjafnt eftir
löndum.
Þá er ekki síður mikilvægt að
námsmenn hafi strax góða yfirsýn
yfir það sem þeir þurfa að gera og
skipuleggi tíma sinn vel. Auk um-
sóknar um skólavist þurfa þeir
gjarnan að ganga frá ýmsum öðr-
um umsóknum svo sem um styrki,
námslán, dvalarleyfi, tungumála-
próf og húsnæði. Þess vegna þarf
fólk að hafa góða yfirsýn yfir hvað
það þarf að sækja um, hvenær um-
sóknarfrestur rennur út og hve lang-
an tíma afgreiðsla umsóknarinnar
tekur.
Lán og styrkir
Áður en sótt er um námsdvöl ætti
maður að ganga úr skugga um hvort
það nám sem maður hefur áhuga á
að stunda er viðurkennt og láns-
hæft. Slíkar upplýsingar má til dæm-
is nálgast hjá Lánasjóði íslenskra
námsmanna. Þá geta námsmenn
oft sótt um ýmsa styrki sem geta létt
þeim lífið meðan á námi stendur. Á
heimasíðu Upplýsingastofu um
nám erlendis (ask.hi.is) er að finna
gott yfirlit yfir íslenska og erlenda
styrktarsjóði þar sem er meðal ann-
ars hægt að leita að styrkjum eftir
löndum og fræðasviðum.
Námsmenn þurfa að uppfylla ým-
is skilyrði þegar þeir sækja um nám
eða skólavist í útlöndum. Yfirleitt
eru gerðar kröfur um tungumála-
kunnáttu og þurfa umsækjendur
því að standast tungumálapróf.
Stundum þarf einnig að þreyta önn-
ur próf, til dæmis ef sótt er um fram-
haldsnám í bandarískum háskólum.
Leita strax að húsnæði
Þegar námsmaður hefur fengið
skólavist þarf hann að huga að hús-
næðismálum sem allra fyrst enda
getur sums staðar reynst erfitt að
finna húsnæði við hæfi. Stundum
veitir skólinn nemendum aðstoð við
að hafa uppi á húsnæði, hvort held-
ur er á stúdentagörðum eða annars
staðar og einnig má leita til leigu-
miðlana á staðnum.
Þá getur verið gott að setja sig í
samband við námsmenn á staðn-
um sem kunna að vita um laust hús-
næði. Ef fólk á þess kost er mælt
með því að það leiti aðstoðar og
ráðgjafar hjá öðrum íslendingum
sem eru eða hafa verið við nám í
sama skóla eða á sama svæði. Þeir
luma oftar en ekki á hagnýtum
upplýsingum og ráðum.
Álmennar upplýsingar um nám
og dvöl í því landi sem maður hef-
ur hug á að dvelja í má finna hjá
sendiráði eða ræðismannsskrif-
stofu viðkomandi lands. Ganga
þarf úr skugga um hvaða reglur
gilda varðandi dvalarleyfi, trygg-
ingar, vottorð og annað slíkt áður
en haldið er af stað. Þá geta náms-
menn einnig leitað til ýmissa
stofnana og samtaka eftir upplýs-
ingum.
Á heimasíðu Upplýsingastofu
um nám erlendis (ask.hi.is/page/
nam) má nálgast ýmsan gagn-
legan fróðleik og það sama má
segja um heimasíðu Sambands ís-
lenskra námsmanna erlendis (sine.
is). Þeir sem stefna á nám í Banda-
ríkjunum geta enn fremur leitað
til Fulbright-stofnunarinnar en á
vefsíðu hennar (fulbright.is) eru
ýmsar gagnlegar upplýsingar með-
al annars um próf og styrki.
Tækifæri og
tálmar
Niðurstöður rannsóknar á menntun
nemenda með þroskahömlun í leik-
skólum, grunnskólum og framhalds-
skólum hér á landi verða kynntar á
ráðstefnunni Tækifæri og tálmar í
Skriðu, Kennaraháskóla íslands, á
morgun, miðvikudag, klukkan 13.
Rannsóknin var gerð að tilstuðlan
Landssamtakanna Þroskahjálpar í
tilefni af Evrópuári fatlaðs fólks árið
2003. Gretar L. Marinósson kynnir
meginniðurstöður rannsóknar-
innar. Aðrir fyrirlesarar eru Dóra S.
Bjarnason, Elsa Sigríður Jónsdóttir,
Hrönn Pálmadóttir og Ingibjörg H.
Harðardóttir. Að erindum loknum
verða umræður og fyrirspurnir
með þátttöku fyrirlesara og fulltrúa
Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Ráðgert er að senda ráðstefnuna
út á vef Kennaraháskólans og þar
er einnig hægt að skrá sig á hana.
Ritgerða-
samkeppni
Japönsk stjórnvöld hyggjast bjóða
nokkrum íslenskum ungmennum
í tíu daga kynnisferð til Japans í
haust. Þátttakendur fá meðal ann-
ars að kynnast menningu landsins
og uppbyggingu stjórn- og hag-
kerfis þess.
Þátttakendur verða að vera með
íslenskan ríkisborgararétt og á aldr-
inum 18-35 ára þann 1. júní næst-
komandi. Þeir þurfa að hafa góða
enskukunnáttu og mega ekki hafa
komið til landsins áður né vera á
leiðinni til þess í nánustu framtíð.
Þátttakendur eiga að skila ritgerð
á ensku sem fjallar um eitt af fé-
lagslegum vandamálum Japans og
reyna að finnna mögulega lausn á
vandamálinu. Ritgerðin skal vera
upp á eina síðu af stærðinni A4
(eitt línubil). Jafnframt eiga þátt-
takendur að skrifa stutt bréf með
upplýsingum um sjálfa sig og feril-
skrá. Skilafrestur er til föstudagsins
29. maí.
Umsóknum er hægt að skila á
netfangið japan@itn.is eða til sendi-
ráðs Japans, Laugavegi 182,105
Reykjavik.
Valið verður úr hópi umsækjenda
og þeir boðaðir í viðtal hjá sendi-
ráði Japans íjúní.
Að ýmsu er að hyggja fyrir námsdvöl erlendis
Hugað að námi erlendis Þeirsem hyg-
gja á nám erlendis þurfa að ætla sér góð-
an tíma til undirbúnings utanfararinnar.
Etja kappi í stærðfræði
Fjórir nemendur í 9. bekk í Digranes-
skóla halda til Svíþjóðar um mánaða-
mótin þar sem þeir munu etja kappi
í stærðfræði við frændur sína frá hin-
um norrænu ríkjunum. Áður hafði lið-
ið borið sigur úr býtum í landskeppni
hér á landi og unnið sér þar með þátt-
tökurétt á Norðurlandamótinu.
í landskeppninni þurfti hópurinn
að gera bekkjarverkefni og leysa stærð-
fræðiþrautir.
„Það eru átta þrautir lagðar fyrir í
undanúrslitum og við fengum 38 stig
af 40 þar. Svo eru fimm þrautir í úr-
slitum þar sem þrjú lið keppa og þar
unnum við með fjórum stigum. Þetta
var mjög spennandi fram að síðustu
dæmunum,“ segir Arnar Þór Sveins-
son, einn fjórmenninganna.
„Þema í þessu bekkjarverkefni í ár
er stærðfræði og byggingar og áttum
við að gera útreikninga sem tengdust
byggingum," segir Arnar Þór. Hóp-
urinn mátti sjálfur ráða hvers konar
byggingar yrðu fyrir valinu. „Bekk-
urinn okkar tók að sér að hanna tvö
íþróttahús, annað þeirra var kassa-
laga en hitt hálfkúlulaga og okkur
fannst fróðlegt að vita hver munurinn
væri á byggingar- og rekstrarkostnaði
eftir því hvort það væri kassalaga eða
hálfkúlulaga," segir hann. í keppn-
inni i Svíþjóð þarf hópurinn að gera
líkan að húsunum, skrifa skýrslu um
framvindu verkefnisins og greina
munnlega frá verkefninu. Þá þurfa
nemendurnir einnig að leysa stærð-
fræðiþrautir líkt og í keppninni hér
heima.
Arnar Þór segir að keppnin leggist
vel í hópinn og þau séu mjög spennt
fyrir því að fara út.
„Ég vona bara að það gangi sem
best. Ég gæti alveg trúað því að við
myndum komast alla leið í peninga-
sæti sem er fyrsta, annað og þriðja
sætið," segir hann.