blaðið - 23.05.2007, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007
bla6ið
INNLENT
FÆÐINGARORLOF
Fyrirmynd í Evrópu
(slenska foreldra- og fæðingarorlofskerfið vakti
sérstaka athygli á fundi félags- og jafnréttismála-
ráðherra Evrópusambandsins og EFTA í Þýskalandi
í síðustu viku. Um 90 prósent karla hafa nýtt sér
fæðingarorlof á (slandi að meðaltali í 92 daga.
SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ
Samruni ógiltur
Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna Frumherja hf. og
Aðalskoðunar hf. með vísan til samkeppnislaga. I janúar
síðastliðnum keypti Frumherji hf. allt hlutafé Aðalskoðunar
hf. Það er mat Samkeppniseftirlitsins að fyrirtækin séu í ein-
okunarstöðu og að samruni þeirra hindri virka samkeppni.
>
Hlutfall kvenna 32 prósent
I Jafnréttu, fréttablaði Jafnréttisstofu, kemur fram
að hlutfall kvenna á Alþingi eftir kosningarnar er
32 prósent en karla 68 prósent. Hlutfall kvenna
hækkaði úr 30 prósentum í 32 prósent frá kosning-
unum 2003. Ein kona bættist við hópinn.
Tólf ráðherrar í ríkisstjórninni sem fyrr:
Ný ríkisstjórn íslands
■ Nýtt velferðarráðuneyti ■ Landbúnaðar- og sjávarútvegsmál sameinuð ■ Sturla Böðvarsson forseti Alþingis
Geir Hilmar Haarde
56ára
Forsætisráðherra
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
41 árs
Menntamálaráðherra
Árni Matthías Mathiesen
48 ára
Fjármálaráðherra
Bjöm Bjarnason
62 ára
Dómsmálaráðherra
Einar Kristinn Guðfinsson
51 árs
Atvinnuvegaráðherra (landbunaöar- Sjávarúheosmðl)
Guðlaugur Þór Þórðarson
39 ára
Heilbrigðisráðherra
Þórunn Sveinbjarnardóttir
41 árs
Umhverfisráðherra
Kristján Lúðvik Möller
53 ára
Samgönguráðherra
össur Skarphéðinsson
53 ára
Iðnaöarráðherra
ingibjörg Sólrún Gisladóttir
52 ára
Utanríkisráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir
64 ára
Velferðarráðherra (félags- og tryggingamál)
Björgvin G. Sigurðsson
36 ára
Viðskiptaráðherra
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@bladid.net
Geir H. Haarde mun verða forsæt-
isráðherra í nýrri ríkisstjórn Sjálft-
stæðisflokks og Samfylkingar.
Fjöldi ráðuneyta mun ekki brey tast
og þau verða því áfram tólf. Flokk-
arnir skipta ráðuneytunum bróður-
lega á milli sín og því falla sex stólar
í hvers hlut. Sjálfstæðisflokkurnn
fær á ný heilbrigðisráðuneytið en
Samfylkingin samgöngumál, og
tryggingamál, sem verða auk félags-
mála í nýju velferðarráðuneyti.
Samfylking er nú að setjast í
ríkisstjórn í fyrsta sinn frá því að
flokkurinn var stofnaður. Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, formaður
Samfylkingarinnar, hafði lýst
því yfir að jafnræðis myndi gæta
í kynjaskiptingu ráðherra síns
flokks og hún stóð við það.
Auk hennar mun Þórunn Svein-
bjarnardóttir verða umhverfisráð-
herra og Jóhanna Sigurðardóttir
verður ráðherra nýs velferðarmála-
ráðuneytis. Það stendur á grunni
gamla félagsmálaráðuneytisins en
tekur einnig við tryggingamálum
úr hendi heilbrigðisráðuneytisins.
Jóhanna er ein tveggja ráðherra
Samfylkingarinnar sem áður hefur
gengt slíku embætti, en hún var fé-
lagsmálaráðherra frá 1987 til 1994
og sat þá fyrir Alþýðuflokkinn.
Iðnaðar- og viðskiptaráðuney tinu
hefur verið skipt upp í tvö ráðuney ti.
Össur Skarphéðinsson mun gegna
embætti iðnaðarráðherra, en
hann hefur áður setið sem ráð-
herra umhverfismála
á tíunda áratugnum.
Björgvin G. Sigurðs-
son mun síðan setjast í
stól viðskiptaráðherra.
Að lokum mun
efsti maður
Samfylking-
arinnar í Norð-
austurkjördæmi,
Kristján Lúðvík
Möller, verða nýr
samgönguráðherra.
Hjá Sjálfstæðisflokknum
verður Geir H. Haarde áfram
forsætisráðherra likt og fyrr
sagði. Árni M. Mathiesen situr
áfram í fjármálaráðuneytinu
og Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir, varaformaður flokksins, í
menntamálaráðuneytinu. Einar
K. Guðfinnsson verður sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra
og Björn Bjarnason situr áfram
sem dóms- og kirkjumálaráð-
herra. Eini nýi ráðherra
flokksins er Guðlaugur
Þór Þórðarson
sem mun sétjast
í stól heilbrigð-
isráðherra.
SturlaBöðvars-
son verður for-
seti Alþingis og
Arnbjörg Sveins-
dóttir mun
áfram gegna
stöðu þingfíokks-
formanns Sjálf-
stæðisflokksins.
Ákærður fyrir morðið á Alexander Litvinenko:
Lugovoi verður ekki framseldur
Rússnesk stjórnvöld ætla ekki
að verða við beiðni breska ríkissak-
sóknaraembættisins um að fram-
selja kaupsýslumanninn og fyrrum
KGB-njósnarann Andrei Lugovoi.
Embættið tilkynnti í gær að það
hyggist gefa út morðákæru á hendur
Lugovoi. Hann er grunaður um að
hafa eitrað fyrir fyrrum njósnar-
anum Alexander Litvinenko.
Margaret Beckett, utanríkisráð-
herra Bretlands, kallaði 1 gær eftir skil-
yrðislausri samvinnu við rússnesk
yfirvöld vegna málsins, en ríkissak-
sóknaraembættið í Rússlandi sagði
það ekki í samræmi við lög að fram-
selja rússneska þegna til erlendra
ríkja. Málið hefur haft mikil áhrif á
samskipti Bretlands og Rússlands.
Litvinenko lést á sjúkrahúsi í
London í nóvember í fyrra. Hann
hafði fengið pólitískt hæli í Bret-
landi árið 2000, en hann var harður
gagnrýnandiVladimírsPútínsRúss-
landsforseta. Vinir Litvinenkos
hafa haldið því staðfastlega fram að
stjórnvöld í Kreml hafi fyrirskipað
morðið, en þau þvertaka fyrir það.
Lugovoi hitti Litvinenko skömmu
áður en sá síðarnefndi veiktist. Logo-
voi var sjálfur lagður inn á sjúkra-
hús í Moskvu vegna gruns um pólo-
neitrun. Breska lögreglan yfirheyrði
hann sem vitni í desember. Lugovoi,
sem einnig er fyrrum njósnari hjá
KGB, hefur neitað allri sök.
Eitrið sem dró Litvinenko til
dauða var pólon 210. Leifar ef efn-
inu hafa fundist víða í tengslum við
rannsóknina, í Moskvu, Hamborg
Njósnaspil Andrei Lugovoi (t.v.)
mun verða ákærður fyrir morðið á
Alexander Litvinenko (t.h.). Báðir
hafa þeir starfaö sem njósnarar fyrir
rússnesku leyniþjónustuna.
og á nokkrum stöðum í London sem
vitað er að Litvinenko hafði sótt. Þá
hafa nöfn þriggja annarra fyrrum
KGB-njósnara dregist inn (málið, en
aðeins Lugovoi verður ákærður.