blaðið - 23.05.2007, Síða 10

blaðið - 23.05.2007, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007 blaöið Þingmaöur veldur reiði ítalski þingmaðurinn Mario Landolfi olli miklum úlfaþyt í heimalandinu er hann fór fram á að rík- isrekna sjónvarpsstöðin Rai stöðvaði sýningar á umdeildri heimildarmynd. Myndin fjallar um kynferðisbrot kaþólskra presta gegn börnum. Hálf ríkisstjórnin til Ameríku Fjöldi háttsettra kínverskra ráðamanna hélt í gær til Bandaríkjanna til viðræðna við bandarísk stjórnvöld um samvinnu á sviði viðskipta og efnahagsmála. Kínverjar binda miklar vonir við viðræðurnar og voru 16 ráðherrar með í för, sem er nærri helmingur ríkisstjórnarinnar. JAPAN Háskóli lokaður vegna mislinga Forráðamenn Waseda-háskóla í Tókýó hafa ákveðið að fresta allri kennslu til 29. maí vegna mislingafaraldurs. Um 30 manns hafa veikst á undanförnum dögum. Waseda er einn stærsti einkarekni háskóli í Japan og mega 57 þúsund nem- endur skólans ekki stíga fæti inn á skólasvæðið á meðan. Guðni Agústsson að verða formaður Framsóknarflokksins: Jón Sigurðsson mun hætta í júní ■ Miðstjórnarfundur haldinn á næstunni ■ Jón segir þetta ýkjur.en ekki lygi Vestfirðir: Fundað um Olíuhreinsistöð Fulltrúar frá sveitarfélög- unum á Vestfjarðakjálkanum sátu kynningarfund um mögulega olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Þeim var kynnt sú áhætta sem kann að fylgja slíkri starfsemi og hvaða flutningsmöguleikar séu fyrir hendi. Einnig var rætt um umhverfis- mat, staðarval og hagræn áhrif framkvæmdanna. Frá ritstjórn Vegna fréttar í Blaðinu í gær um að rífa eigi Hótel Akureyri og byggja stærra hús á lóðinni skal áréttað að bæði frétt og mynd vísuðu til húss við Hafn- arstræti 98 sem eitt sinn gekk undir nafninu Hótel Akureyri. Það hús er í göngugötunni á Akureyri. Samnefnt hótel, sem er í fullum rekstri í dag, stendur raunar við sömu götu, eða Hafn- arstræti 67, og gæti það hafa valdið misskilningi. Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@bladid.net Jón Sigurðsson lætur af embætti formanns Framsóknarflokksins á næstu vikum. Samkvæmt heimildum Blaðs- ins er öruggt að hann hættir sem formaður á miðstjórnarfundi sem verður haldinn fyrstu eða aðra helg- ina í júní. Guðni Ágústsson mun þá taka við formannsembættinu. Lík- legast þykir að Guðni gegni þeirri stöðu fram að næsta flokksþingi, sem haldið verður 2009. Miðstjórn flokksins getur kosið nýjan varaformann við þessar að- stæður en þó getur farið svo að slíkt verði ekki gert. Þá mun enginn vara- formaður vera starfandi fyrir flokk- inn fram að næsta flokksþingi. Mið- stjórnarfulltrúar geta þó farið fram á að aukaflokksþing verði haldið á þessu ári en heimildir Blaðsins herma að ólíklegt sé að slík krafa komi fram. Jón Sigurðsson sagði sjálfur að þetta væri ekki tímabær umræða og að hann hefði ekki hugmynd um hvaðan þessar fregnir kæmu. „Þetta eru allt saman ýkjusögur og ekkert af þessu er tímabært. Ég er vel á lífi og alls ekki dauður enn. Hvort það er yfirvofandi atvinnuleysi fréttamanna eftir að kosningarnar eru búnar og búið er að mynda rík- isstjórn sem veldur þessu skal ég ekki fullyrða neitt um. En það er greinilegt að það er verið að fylla í einhverjar eyður. Þær eru venjulega fylltar út með einhverri vitleysu. Það er bara ekki tímabært að ræða um þetta. Það eru alltaf framsóknar- menn sem ráða því hverjir það eru sem gegna trúnaðarstörfum.“ Jón staðfesti þó að miðstjórnarfundur væri í undirbúningi og yrði væntan- lega haldinn snemma í júní. Dægurmálaþátturinn ísland í dag hélt því fram í gær að Jón væri að hætta. Steingrímur Sævarr Ólafs- son, ritstjóri þáttarins, segist standa við fréttina og treysta sínum heim- ildum fullkomlega. Þegar Jón var spurður hvort Steingrímur væri beinlínis að ljúga svaraði hann því neitandi. „Ég er bara að segja það að þetta eru ekki fréttir og ég veit ekk- ert hvaðan þær eru komnar. En ég er ekkert að segja að neinn sé að ljúga.“ Jón hefur setið sem formaður Fram- sóknarflokksins í rúma níu mánuði. Hann kom mjög skyndilega inn á hinn pólitíska vettvang í júní í fyrra þegar hann var gerður að iðnaðar- og viðskiptaráðherra eftir að Halldór Ás- grímsson hætti sem forsætisráðherra. Þá var einnig boðaður miðstjórnar- fundur til að fara yfir slæma útreið flokksins í sveitarstjórnarkosning- unum síðastliðið vor. Á þeim fundi var ákveðið að kalla til aukaflokks- þings strax um haustið til að kjósa nýja forystu. Aðdragandinn er því keimlíkur því sem nú er að gerast. Jón var síðan kjörinn formaður Fram- sóknarflokksins á aukaflokksþinginu sem haldið var 19. ágúst 2006. Jón Sigurðsson Læturaf embætti formanns Fram- sóknarflokksins. Líklegast er að það gerist í byrjun júní. EIGNAMIÐLUN Sverrir Krisinsson, löggilcur Fasteignasali Sími 588 9090 MIÐBORG fasteignasala Björn Þorri Viktorsson, löggiltur Fasteignasali Sími 533 4800 Fullkomin umgjörð umþaðsem máli skiptir URRIÐAHOLT í hönnun og skipulagi Urriðaholts er aðeins einn miðpunktur: manneskjan og umhverFi hennar Frá upphaf i verður hlúð að viðkvœmu sambandi byggðar og náttúru. Hönnun hverfisins miðast við að skapa sem best skjól án þess að spilla útsýni. Gerðar eru miklar kröfur í skipulagi til að tryggja hagsmuni heildarinnar. Frestur til að skila inn tilboðum í lóðir í Urriðaholti rennur út 24. maí. Hœgt er að nálgast tilboðsgögn á www.urridaholt.is og hjá fasteignasölunum Eignamiðlun og Miðborg. Þúátt heimahér www.urridaholt.is Náin tengsl við náttúru svœðisins - Stutt í utivistarperlur - SamFélagsvœnt skipulag - Góðir skólar - Fjölbreytt íbúðagerð Fyrir alla aldurshópa Einbýlishús - Raðhús - Fjölbýlishús - Nálœgt helstu umFerðarœðum - UmhverFisvœnar skipulagslausnir - Barnvœnt hverFi - LiFandi byggðakjarni við torg - Grœnir geirar og göngustigar - Sólrík og skjólsœl byggð i suðvesturhlíð

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.