blaðið - 23.05.2007, Side 12

blaðið - 23.05.2007, Side 12
blaði Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Ár og dagurehf. Trausti Hafliðason Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Dýr Reykjavík íslenska krónan er sterk um þessar mundir. Bandaríkjadalur er rúmar 62 krónur og evran 84 krónur. Þótt krónan sé sterk er ekki að sjá að verð- lag lækki hér á landi. Bensínið hefur verið að hækka, verð á veitingahúsum hefur hækkað, fatnaður hefur hækkað og lækkun á matarskatti er fokin út í veður og vind. Það er óskiljanlegt. Venjulega geta kaupmenn falið sig á bak við gengishækkanir en það er ekki núna. Ástæðan hlýtur því að vera sú að neytendaverndin sé ekki nógu sterk. íslenskir neytendur borga þegjandi og hljóðalaust svimandi upphæðir fyrir nauðsynlegar neysluvörur. Nú fer í hönd mesti ferðamannatíminn. Utlendir ferðamenn munu flykkj- ast hingað í sumar og fara heim aftur með þau skilaboð að hér á landi sé okur á öllum sviðum. Hér sé dýrt að vera og því sé kannski betra að fara eitthvað annað. Blaðamaður á Washington Post heimsótti landið fyrir stuttu. Hann ritaði um það grein í blaðið 13. maí sl. þar sem hann gerir að umtalsefni dýran mat á fslandi. Blaðamaðurinn og félagi hans gengu út af veitingahúsum í Reykjavík vegna hás verðlags. „Eg hef ferðast til og borðað á stöðum eins og Hong Kong, Tókýó, Dubai, New York og London. Reykjavík er langdýrasti staðurinn,“ segir í greininni. Svangir og leitandi gengu þeir félagarnir niður að höfninni en þeim hafði verið sagt frá veitingastað þar sem reiddi fram góða humarsúpu. Það var á Sæ- greifanum sem þeir fengu loks mat á sanngjörnu verði. Tveggja rétta máltíð fyrir tvo með bjór kostaði innan við þrjú þúsund krónur. Þeir voru sáttir við það. Þegar þeir höfðu borðað sig sadda spurðu þeir gest sem sat nærri hvar annars staðar væri hægt að borða á sanngjörnu verði og var þeim þá bent á Hamborgarabúlluna rétt hjá, sem þeir reyndu daginn eftir. í Washington Post er bent á þessa tvo veitingastaði sem blaðamaðurinn sagðist hafa fundið eftir nokkra leit sem góða kosti - allir hinir fengu fall- einkunn sökum okurs. Tekin eru okurdæmi, t.d. af pakistönskum kjúklinga- rétti í karríi sem kostaði 27 Bandaríkjadali og meðalstórri pitsu án áleggs á 18 dali. Það er ekki gott til þess að vita að venjulegir ferðamenn sem koma til ís- lands telji sig ekki hafa ráð á að snæða á veitingahúsum í Reykjavík. Mörg veitingahús hér á landi eru fyrsta flokks og því er sorglegt að þau skuli verð- leggja sig frá viðskiptum. Eigendur veitingastaða verða að gera sér grein fyrir því að hingað koma ekki bara Hollywoodstjörnur og auðkýfingar. Venjulegir ferðamenn eru mun fleiri. Það sem er verst við veitingahúsin í Reykjavík er sá litli verðmunur sem er á milli fínni staða með faglærðri þjónustu og meðalstaða, eða staða sem ættu að vera í ódýrasta flokki en selja sig dýrt. Allnokkur veitingahús eru einmitt í þeim flokki. Þá eru undanskilin veitingahús og hótel við þjóðveginn en verðlag þar er oft hneykslanlega hátt, svo vægt sé til orða tekið. Það er ekki gott fyrir íslenska ferðaþjónustu að fá stöðugt greinar í útlendum blöðum um dýrtíð á landinu. Þær fæla ferðamenn frá því að koma hingað. Hvar er samkeppnin? Hvar er þjónustulundin? Hvar er hin íslenska gestrisni? Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins blaði á föstudögum Auglýsingasíminn er 510 3744 12 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007 blaðið Hvaða flokkur á framtíð fyrir sér? Sagt er að sendimenn Roosevelts Bandaríkjaforseta hér á landi í síð- asta heimsstríði hafi skrifað skýrslur um hvaða stjórnmálaflokkar ættu mesta framtíð fyrir sér. Niðurstaðan var Framsóknarflokkurinn. Þessar vangaveltur reyndust rangar. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur ætíð borið ægishjálm yfir Framsóknarflokkinn. Flokkaskipun er ekki eilíf eða óum- breytanleg. Samt sem áður eru kjós- endur íhaldssamir og nýir flokkar eiga erfitt uppdráttar. Flokkakerfið sem var og varð til í Vestur-Evrópu við lok síðari heimsstyrjaldar fyrir rúmum 60 árum er það sama í dag. Undantekningin er Ítalía þar sem Kristilegir demókratar hrundu í kjöl- far spillingarmála. Þeir flokkar sem komið hafa nýir inn í flokkakerfi Evr- ópu á þessum 60 árum og hafa náð fótfestu eru annars vegar græningja- flokkar og hins vegar markaðssinn- aðir þjóðhyggjuflokkar. Ágreiningur, úrlausnir og viðfangs- efni sem urðu til þess að þeir stjórn- málaflokkar mynduðust sem ráðið hafa mestu í Evrópu frá stríðslokum og raunar frá því á seinni hluta 19 aldar og fram á þennan dag eru löngu afgreidd. Ágreiningur er ekki lengur um þau meginatriði sem stjórnmála- flokkarnir voru stofnaðir til að berj- ast fyrir. Samt sem áður stendur gamla flokkakerfið sem umgjörð utan um vöru sem er löngu komin fram yfir síðasta söludag. Nýjar leiðir, nýjar hugmyndir og ný viðfangsefni og nýjar átakalínur hafa verið fáar í stjórnmálum á síðari hluta 20 aldar og í byrjun þessarar. Þess vegna hafa ráðandi stjórnmálamenn nánast und- antekningarlaust þá meginstefnu að komast til valda og stjórna síðan frá degi til dags án ákveðinnar pólit- ískrar markmiðssetningar og báknið bólgnar út. Síðasti stjórnmálamaðurinn í Evrópu sem reyndi að framkvæma sósíalisma var Francois Mitterand. Hann gerði það ekki nema í 180 daga. Fjármagnsflóttinn frá Frakklandi neyddi hann til þess að skipta um stefnu. Nánast á einni nóttu breytt- ist sósíalistastjórn Mitterand i hvað ákveðnustu markaðshyggjustjórn í Evrópu. Þrátt fyrir sigur markaðs- hyggjunnar og einkavæðingu þá hefur hlutur hins opinbera í þjóðar- Jón Magnússon tekjunum stöðugt farið vaxandi. Nú er svo komið að meira en helmingur þjóðartekna er tekið af hinu opinbera og lífeyrissjóðum. Meðal stærstu stjórnmálalegu spurninganna sem við stöndum frammi fyrir í dag er: Hvernig tryggjum við eðlilegt fullveldi þjóð- arinnar á sama tíma og við deilum fullveldinu með öðrum með EES- samningnum? Hvernig gætum við ís- lenskrar náttúru þannig að við skilum landinu í betra ásigkomulagi til kom- andi kynslóða? Hvernig tryggjum við rétt þeirra sem hér búa og öryggi borg- aranna? Hvernig getum við dregið úr útgjöldum hins opinbera? Hvaða atvinnustefnu ætlum við að fylgja? í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs- ins 20. maí er fullyrt að Frjálslyndi flokkurinn eigi ekki framtíð fyrir sér og þau skilaboð send til for- manns flokksins og þess sem þetta ritar að þeir séu betur komnir í Sjálf- stæðisflokknum en til þess þurfi dyr að standa opnar eins og það er orðað. Það er rétt að við eigum meira sam- eiginlegt með Sjálfstæðisflokknum en Samfylkingin. Samfylkingin er þó sá kostur sem Sjálfstæðisflokk- urinn ætlar að velja. Með því lokast dyr. Mér er nær að halda miðað við þær aðstæður sem nú eru að verða í íslenskum stjórnmálum að nú far- ist höfundi Reykjavíkurbréfs eins og skýrsluhöfundum Roosevelts Bandaríkjaforseta í stríðinu. Hann sér ekki að Frjálslyndi flokkurinn stendur fyrir málum sem skipta þjóðina miklu í framtíðinni. Málum sem eru raunveruleg pólitísk átaka- mál. Sum á byrjunarreit eins og vandamál vegna óhefts innflutn- ings innflytjenda. Önnur sem eru komin lengra eins og kvótakerfið en óréttlæti þess dylst ekki höfundi Reykjavíkurbréfs. I þriðja lagi mann- úðleg markaðshyggja sem byggir á því að hið opinbera taki minna til sín, veiti borgurunum aukið frelsi, gæti jafnræðis og komi í veg fyrir velferðarhalla. Frjálslyndi flokkurinn þarf og mun byggja sig upp á næstu mán- uðum og koma margefldur í næstu sveitarstjórnarkosningar. Kjósendur munu þá refsa Sjálfstæðisflokknum fyrir að mynda ríkisstjórn til vinstri. Það sér höfundur Reykjavíkurbréfs þó hann kjósi að orða hugsun sína með þeim hætti sem hann gerir. Höfundur er hæstaréttarlögmaður Klippt & skorið Húrrandi stemning var i gömlu varn- arstöðinni í Keflavík þegar háskóla- setrið Keilir kynnti starfsemi sina fyrir almenningi. Var opið í fyrsta sinn inn á svæðið eftir að herinn fór og nýttu þúsundir tækifærið til þess eins að rúnta um Fannst mörgum það afar táknrænt að keyra fram hjá líflausum verslunum og veitingastöðum eftir að búið var að byrgja fyrir alla glugga og dyr. Einn sem klippari hitti hafði á orði að tvennt mætti þó taka til fyrirmyndar. Annars vegar hvað allt svæðið væri hreint og fínt og hins vegar hvað göturnar voru góðar. Engin hjólför í malbiki neins staðar og virtist vera sem allt hefði í raun verið nýmalbikað. Hugmyndin er að koma þarna á fót alþjóð- legu háskólasetri og gera það svo vel að nægi til að laða að bæði innlent og erlent fagfólk og nema. Er enda slag-býM orð skólans Atlantic Center of I Excellence sem engin tilraun er gerð til að þýða á nokkurn hátt B en gæti útlagst liáskólaseiurfull-jfýjPmMf J komnunar. Með það í huga er I undarlegt að stafsetningarvillur voru i kynningarefni því sem dreift var auk þess sem sumar námsgreinarnar virtust nokkuð út úr korti. Til að mynda eru fimm einingar tileinkaðar uppiýsingatækni sem er í raun grunnnámskeið á tölvur. Farið yfir helstu atriði Windows, nýtingu á tölvupósti og upplýsingaleit á veraldarvefnum??? Taldi klippari vandfundið það fólk sem ekki kann þær listirflestará þessum sfðustu og verstu. Knattspyrnusamband íslands hélt kynningarfund vegna komandi landsleikja (vikunni en karlalands- liðið íslenska mætir Liechtenstein hér heima 2. júni og Svíþjóð úti nokkrum dögum síðar. Athygli vakti að Eyjólfur landsliðsþjálfari óttast lið Liechtenstein og lýsti því yfir orðrétt að sá leikur yrði „mjög erfiður". Sem verður að teljast með nokkrum ólíkindum enda Liech- tenstein mun neðar en fsland á styrkleikalistum og tveir leikir lið- anna hingað til hafa endað með sigri fslands og markatölunni 8-0. albert@bladid.net

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.