blaðið - 23.05.2007, Page 19
blaðiö
heimili &
heimili@bladid.net
X
5 j r
MIÐVIKUDAGUR 23. MAI 2007
27
Sumarið er timinn
Flestir eyða meiri tíma úti en inni á sumrin.
Þrátt fyrir það er nauðsyniegt að hafa sumar-
legt heima við sem má gera með því að fylla
húsið af fallegum og litríkum blómum.
Sumarlegt
Það er tilvalið að hressa aðeins upp á svalirnar eða
garðinn í byrjun sumars, svo skemmtilegra sé að
eyða tíma þar. Oft þarf ekki meira til en nokkur
falleg sumarblóm og falleg garðhúsgögn.
Uppáhaldshlutur minn?
Kaffivélin vinsæl
enda mikil kaffikona
Þórunn Högnadóttir,
ritstjóri Innlits/útlits,
segir að það sé um
margt að velja þegar
hún er innt eftir því
hver sé uppáhalds-
hluturinn hennar.
„Það eru svo margir
hlutir sem eru í uppáhaldi en ætli ég
tilnefni ekki nýju kaffivélina mína
frá Eirvík. Það er um mánuður síð-
an ég keypti hana og hún er það
nýjasta á heimilinu. Þetta er mjög
sniðug kaffivél því það eru lítil kaffi-
hylki sem fylgja henni og því ekkert
korkvesen. Kaffihylkin eru sett í
vélina en þau má fá í alls kyns styrk-
leika. Kaffivélin verður því aldrei
subbuleg, er hrikalega flott og kaff-
ið er æðislegt.“
Heimiliðer umgjörð
fjölskyldunnar
Þórunn segist vera mikil kaffi-
kona og því sé kaffivélin henni mik-
ilvæg. „Eg get eiginlega ekki byrjað
að vinna fyrr en ég fæ kaffið mitt
en ég fer í Kaffitár í Kringlunni á
hverjum einasta morgni. Ég fæ mér
líka kaffibolla fyrir eða eftir mat og
það er einmitt hæfileg stærð af kaffi-
bolla sem ég fæ úr nýju vélinni, lít-
ill og ljúffengur,“ segir Þórunn sem
segir að heimilið sé sér mikils virði.
„Heimilið er umgjörðin utan um fjöl-
skylduna okkar og okkar samastað-
ur þar sem við eyðum tíma saman.
Það er nauðsynlegt að eiga þægilegt
og gott heimili. Eldhúsið og stofan
eru í miklu uppáhaldi hjá mér því
þar erum við öll fjölskyldan saman
og eyðum mestum tíma.“
Alltaf í vorhreingerningu
Þórunn er komin í sumarskap en
hún segist alltaf gera vorhreingern-
ingu fyrir sumarið. „Reyndar stend
ég í breytingum heima hjá mér um
þessar mundir en samt sem áður
er allt hreint enda tek ég alltaf vor-
hreingerningu. Auk þess flikkar
maður upp á svalirnar og setur þær
í sumarlegan búning.“
Þórunn Högnadóttir „Það eru
svo margir hlutir sem eru í uppá-
haldi en ætli ég tilnefni ekki nýju
kaffivélina mína frá Eirvík."
Blaðið/Eyþór
Dýrindisgarður
Það eru ekki allir svo heppnir að
eiga rúmgóðan og fallegan garð
fyrir aftan hús þó marga dreymi
um það. Hins vegar eiga flestir
einhvers konar athvarf úti við, hvort
sem það eru litlar svalir eða lítið
graslendi. Með skipulagningu,
ímyndunarafli og vinnu má breyta
þessu litla plássi í dýrindisgarð,
þó lítill sé. Pláss er ekki endilega
það sem skiptir mestu máli heldur
frekar það sem er í garðinum. Með
því að velja lítil og nett húsgögn
myndast til dæmis meira pláss til
að leyfa ímyndunaraflinu að njóta
sín. Pað er alltaf fallegt og sum-
arlegt að vera með fallega tjörn í
garði en fáir hafa pláss fyrir slíkt. Á
meðfylgjandi mynd má sjá hvernig
hægt er að búa til litla og myndar-
lega tjörn sem tekur nær ekkert
pláss.
xli ' *
xiii" 1 :
ii"”' i
iuu 'ý
ÍuIÍÍU'
»■>»>•■ i
llíJJU ,
ii IU!»;
IIIUII *;
juiiu1':
iiiiiiiu,
JUIIJIU.
FREELANDER 2 SPORT
NYR FREELANDER 2 SPORT kr. 4.540.000
INNIFALIÐ í NYJUM FREELANDER 2 SPORT: Leðurinnrétting, hiti í sætum, rafmagn i framsætum, leðurstýri, sjálfvirk loftkæling fyr-
ir ökumann og farþega, aðgerðarstýri með skriðstillir, regnskynjari, 755 Itr farangursrými, CD spilari, 6 þrepa sjálfskipting, Terrain
Response™ aldrifskerfi, 5 stjörnur frá NCAP, 7 loftpúðar ,aftengjanlegur loftpúði fyrir farþegasæti og 17" álfelgur. Turbo Dísel 2,2
Itr vél 160 hö með 400 Nm tog, eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 8.5 ltr/100 km.
Þriggja ára ábyrgö. Verð kr. 4.540.000
BBL • Grjóthálsi 1 • 110 Reykjavík • Sími 575 1200 • www.landrover.is
LAND*
-ROVER
GO BEYOND
Meö bilinn handa þér