blaðið - 25.05.2007, Síða 1

blaðið - 25.05.2007, Síða 1
Ætlar í forvörn Guðlaugur Þór Þórðarson settist í stól heilbrigðisráðherra í gær og kvíðir því ekki. Hann segir að fjölmörg verkefni séu framundan svo og forvarnarstarf. Mannrán í Reykjavík ^ Margrét Jónasdóttir gerði heim- » ildarmynd um sjómennsku í K; kringum 1960 en þá tíðkaðist R að hirða menn upp af götum 1 borgarinnar og flytja um borð m ítogara. Utlitsdýrkun Margrét Kristín Pétursdóttir lærði förðun í Hollywood og það kom henni á óvart hversu gríðarleg útlits- | dýrkun er þar í borg og j miklu eytt í snyrtingu. VIÐTAL ORÐLAUS» 96. tölublað 3. árgangur föstudagur 25. maí 2007 Starfsmenn Istaks á Grundartanga sendir burt vegna mengunar: Verkjar bæði í maga og háls ■ Hafa kvartað síðan í janúar ■ Brennisteinsmengun innan marka Ný stjórn tók við stjórnartaumunum Ráðherrar í fráfarandi ríkisstjórn Fram- sóknarflokksins og Sjáflstæðisflokksins gengu til síðasta ríkisráðsfundar að Bessastöðum fyrir hádegi í gær. Á honum leysti forseti (slands þá frá völdum. (framhaldinu hélt forsetinn annan ríkisráðsfund þar sem hann eftirlét Sam- fylkingu og Sjálfstæðisflokki völdin. FRÉTTIR » 6 Aftur unnið í Grímseyjarferju Vinna hófst að nýju um síðustu helgi við endurbætur á notuðu írsku ferjunni sem sigla á milli Grímseyjar og lands. Verkið hafði verið stöðvað vegna ágreinings um kostnað. Samningaviðræður standa nú yfir milli Vegagerðarinnar og Ríkiskaupa annars vegar og Vélsmiðju Orms og Víglundar hins vegar. Stefnt er að því að Ijúka samningaviðræðum eigi síðar en um miðja næstu viku. FRÉTTIR » 2 Hvar gáfu stjórnar- flokkarnir afslátt? Ný ríkisstjórn kynnti nýlega stefnuyfir- lýsingu sína með viðhöfn á Þingvöllum. Blaðið ber saman kosningastefnur þeirra og stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkis- stjórnar. (hvaða málum gáfu þeir afslátt og hvar gáfu þeir raunverulega eftir? FRÉTTIR » 8-9 Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net Starfsmenn ístaks sem vinna við stækkun járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga voru sendir afvinnu- svæðinu vegna mengunar í gær. Voru þeir sendir til að vinna að stækkun álversins á Grundartanga í staðinh og sögðu að loftið í kringum álverið væri svo miklu betra að engu væri lík- ara en að til himnaríkis væri komið. Um 15 starfsmenn hafa orðið fyrir óþægindum vegna mengunarinnar frá verksmiðjunni og hafa kvartað vegna þessa síðan í janúar án þess að hafa orðið varir við viðbrögð. Undr- ast þeir að aðilar frá hinu opinbera skuli ekki kanna málið. „í ákveðnum vindáttum höfum við fundið fyrir óþægindum eins og sviða í hálsi og magaverk. Við höfum kvartað margoft yfir meng- uninni og erum búnir að fá nóg af því að ekki skuli vera tekið mark á þvísegir Sigurbergur Pálsson, starfsmaður Istaks. Sigurbergur segir einhverjar mælingar hafa verið gerðar, en vill sjá að óháðir aðilar kanni málið. „Hjá Járnblendi- félaginu svara menn því bara til að verksmiðjan hafi verið opin í ára- tugi án þess að nokkur vandræði hafi komið upp vegna mengunar. En ég vann hér fyrir tæpum áratug og þetta hefur versnað mikið síðan.“ Ingimundur Birnir, forstjóri Is- lenska járnblendifélagsins, segir að félagið hafi brugðist við með því að mæla brennisteinsmengun þegar kvartanir berast. „Enn hefur ekki mælst það magn brennisteins í and- rúmslofti sem talið er að hafi áhrif á líðan og heilsu fólks. Hins vegar verður tekið tillit til óþæginda starfs- manna og ef menn þurfa að gera hlé á vinnu sinni gera þeir það.“ Ingi- mundur segir að önnur mengun sem berist frá verksmiðjunni sé það lítil að hún ætti ekki að hafa áhrif á heilsu starfsmanna. NordicPhoto/Getty Þrír með þverslaufu Leikaramir Matt Damon, George Clooney og Brad Pitt mættu á frumsýningu þriðju Ocean’s-myndarinnar í Cannes í gær. Myndin, sem leikstýrt er af Steven Soderbergh, heitir Ocean’s Thirteen. Fyrri myndirnar tvær skiluðu rúmlega 50 milljörðum króna í tekjur. ORÐLAUS » 36 Fá geitur í stað bóta (búar í þorpinu Independentiu í Rúmeníu fá nú geitur í stað velferðar- bóta. Uppátækið er tilraunaverkefni í þorpinu og segir bæjarstjórinn að það hafi mælst afar vel fyrir hjá þorpsbúum. Verkefnið nær til 20 fjölskyldna en nú stendur til að veita öllum þorpsbúum þessa þjónustu. Hver fjölskylda fær tíu geitur og nýtir þær sem tekjulind og til matar. Hvorki má borða né selja geiturnar og verður að greiða af þeim skatt, þrjá kiðlinga á ári. Ekki eru þó allir jafn sáttir því Rúm- enar sem búsettir eru erlendis eru æfir vegna þessa. Segja þeir að uppá- tækið skaði ímynd landsins á alþjóða- vettvangi. Rúmenar sem búsettir eru í Bandaríkjunum segja að fjallað sé um landið á niðurlægjandi hátt og það oft uppnefnt Rúmenistan. Verslun Krónur Bónus 60 Krónan 61 Nettó 70 Melabúðin 99 Samkaup-Strax 95 11-11 129 Verð á Ritz saltkexi 200 g Upplýsingar trá Neytendasamtökunum GENGI GJALDMIÐLA ■H USD SALA 62,48 % 0,87 ▲ GBP 123,99 0,75 A mmm DKK 11,26 0,46 A m JPY 0,52 0,99 A — EUR 83,90 0,44 A GENGISVÍSITALA 113,92 0,62 A ÚRVALSVÍSITALA 8.123,05 - 0,1 ▼ UEDRIÐ Í DAG VEÐUR » 2

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.