blaðið - 25.05.2007, Qupperneq 4
4 FðSTUDAGUR 25. MAÍ 2007
blaöiö
INNLENT
ÞRÓUNARSAMVINNUSTOFNUN
Ráðist á íslending í Malaví
Starfsmenn Þróunarsamvinnustofnunar Islands hafa
verið fluttir frá Monkey Bay í Malaví vegna árásar á
íslenskan starfsmann þar. Yfirvöld hafa ekki hafa
haft hendur í hári fjögurra sem réðust vopnaðir inn á
heimili mannsins og rændu þaðan öllu verðmætu.
KONUKOT
Rekstur tryggður til áramóta
Reykjavíkurdeild Rauða kross Islands og Reykjavíkurborg
hafa endurnýjað samning um rekstur Konukots. Samn-
ingurinn byggir á eldri samningi og gildir til ársloka 2007.
Konukot er athvarf fyrir heimilislausar konur og hefur
verið rekið frá árinu 2004.
NORÐURLANDARÁÐ
Nýr yfirmaður upplýsingadeildar
Karin Arvidsson frá Svíþjóð hefur verið ráðin yfirmaður
uþþlýsingadeildar Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherra-
nefndarinnar í Kauþmannahöfn. Karin Arvidsson hefur
reynslu sem fréttamaður, framleiðandi og þáttastjórnandi
hjá sænska útvarþinu og sjónvarpinu.
ísrael:
Háttsettir Hamas
liðar handteknir
ísraelski herinn réðist í gær inn
á heimili og skrifstofur rúmlega
30 háttsettra embættismanna í
Hamas-samtökunum. Handtök-
urnar eru liður í aðgerðum ísraela
gegn samtökunum og segir herinn
að embættismennirnir hafi stutt
eldflaugaárás á ísrael.
Meðal þeirra sem voru hand-
teknir voru Nasser al-Shaer,
menntamálaráðherra Palestínu,
borgarstjórarnir í Nablus og Qalq-
ilya og tveir þingmenn. Ráðherra
upplýsingamála í Palestínu brást
hart við handtökunum og kallaði
þær fjöldamorð gegn palestínsku
lýðræði.
I gær gerði svo ísraelski her-
inn árás á eina af bækistöðvum
Hamas í Gaza-borg. Talmenn
Hamas segja að enginn hafi látist
í árásinni.
Rúmlega 500 nemendur í bygginga- og mannvirkjagreinum:
i i
Iðnaðarmenn áfram fluttir
inn á þenslutímum Bygginga-
framkvæmdir í Norðlingaholti
Kenía:
Klósettferðir
aldrei vinsælli
Almenningsklósett í Nakuru,
fjórðu stærstu borg Keníu, eru
vinsæl sem aldrei fyrr. Ekki er um
að kenna magakveisufaraldri eða
öðru slíku, heldur reykingabanni
sem komið var á fyrir skemmstu.
Eftir að banninu var komið á
hafa myndast langar biðraðir fyrir
utan almenningssalerni í borg-
inni, því þeir sem reykja á götu úti
geta átt von á að verða sektaðir um
tæpar 9 þúsund krónur. Verslunar-
maður í Nakuru segir að sígarettu-
sala hafi dregist stórlega saman,
einkum vegna þess að fólk telur að
sígarettur séu nú ólöglegar.
Viðarkappar
með kósum
Tilvalið í eldhúsið • Margir litir
Viðarfelli og
rúllugardínur
eftir máli
S K R M I R
Höfðabakka 9 • S 5 87 7470.
skermir@simnet.is • w ww.skermir.is
Vantar enn nema
þrátt fyrir vöxt
■ Skólar halda vart í við eftirspurn ■ Skortur á framhaldsnámi
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsðóttur
ingiþjorg@bladid.net
Rúmlega 500 nemendur voru í
bygginga- og mannvirkjagreinum á
skólaárinu sem er að líða í Iðnskól-
anum í Reykjavík, Iðnskólanum í
Hafnarfirði, Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti og Verkmenntaskól-
anum á Akureyri eða jafnmargir
og útskrifast á ári í viðskiptafræði
frá háskólunum fjórum. Þótt nem-
endur í byggingagreinum séu færri
en í viðskiptafræði hefur aðsóknin
farið vaxandi á síðustu árum í nán-
ast allar byggingagreinar. Enn er
eftirspurnin eftir iðnaðarmönnum
meiri en framboðið.
„Þótt við útskrifum marga iðnað-
armenn á ári höldum við varla í við
eftirspurnina þegar mikil þensla
er eins og verið hefur núna. Þegar
eitthvert eitt verk tekur til sín tugi
ef ekki hundruð smiða þá verður
að flytja iðnaðarmenn inn,“ segir
Baldur Gíslason, skólameistari Iðn-
skólans í Reykjavík. Hann segir að-
sóknina mesta í húsasmíði innan
byggingagreinanna. Áhuginn á múr-
smíði og málaraiðn hefur einnig
aukist talsvert að undanförnu.
Baldur kallar eftir námsleiðum
fyrir þá sem vilja bæta við sig námi.
,Það er skortur á námsleiðum á fag-
háskólastigi fyrir þá sem vilja bæta
við sig í sinni starfsmenntun. Við
höfum lagt til að fá að setja á stofn
þannig brautir, eins og til dæmis
brautir tengdar hönnun og fram-
leiðslu, sem eru rökrétt framhald
fyrir okkar fólk. Þetta er ekki komið
í gegn en er á einhverri leið.“
Veruleg fjölgun hefur orðið á
síðustu árum í byggingagreinum í
Verkmenntaskólanum á Akureyri,
að sögn Garðars Lárussonar áfanga-
stjóra. „Aðstaðan er betri hjá okkur
en hún var auk þess sem nóg vinna
er fyrir smiði.“ Hjá Fjölbrautaskól-
anum í Breiðholti hefur nemendum
i byggingagreinum fjölgað þó ekki
hafi orðið sprenging, eins og Stefán
Andrésson áfangastjóri orðar það.
Jóhannes Einarsson, skólastjóri
Iðnskólans í Hafnarfirði, segir að-
sókn í byggingagreinar hafa auk-
Skorturá
námsleiðum
■f. ifi
Baldur Gíslason, skólameistari.
ist verulega frá því að ný námskrá
tók gildi 2003 en samkvæmt henni
ljúka nemendur sveinsprófi fyrir út-
skrift og útskrifast þess vegna með
réttindi. „Ég hef eiginlega meiri
áhyggjur af málminum. Hingað
koma nemar í vélaverkfræði til að
læra á tölvustýrðar vélar eins og
notaðar eru í hátæknifyrirtækjum
því að við erum eini skólinn sem
kennir þá tækni. En svo fara verk-
fræðingarnir í það sem ég kalla
peningaverkfræði, það er að segja
bankana, vegna stærðfræðikunn-
áttu sinnar.“
Fjármálageirinn hefur enn gríð-
arlegt aðdráttarafl. Á skólaárinu
sem er að líða voru nemendur í
grunnnámi í viðskiptafræði í há-
skólunum fjórum rúmlega 1800.
Breiðavíkurheimilið:
Sérfræðingar voru andvígir
1 bréfi frá sjötta áratugnum benti
hópur sálfræðinga og uppeldisfræð-
inga stjórnvöldum á ókosti Breiða-
víkur sem uppeldisheimilis fyrir
unglinga en heimilið var þá í und-
irbúningi. Bentu sálfræðingarnir
meðal annars á að staðurinn væri
svo afskekktur að drengirnir hlytu
að slitna úr tengslum við heimili sín
og foreldra. I svari yfirvalda sagði
að þetta væri ekki ókostur, heldur
kostur. Þetta kemur fram í frétt Rík-
isútvarpsins þar sem vísað er í fyrr-
nefnd bréf.
Sálfræðingarnir efuðust um að
hæft fólk fengist til að starfa á heim-
ilinu vegna fjarlægðarinnar frá þétt-
býli. Þá yrði eftirlit erfiðara.
Formaður framkvæmdanefndar-
innar sem ætlað var að stofna og reka
Breiðavíkurheimilið
Yfirvöld töldu fjarlægðina kost.
uppeldisheimilið, Gísli Jónsson alþing-
ismaður, sagði í svari sínu til sálfræð-
inganna að það væri ekki ókostur að
drengirnir væru slitnir úr tengslum
við heimili sín og foreldra, heldur
undir mörgum kringumstæðum
beinlínis nauðsynlegt til þess að ná
góðum árangri með nýjum og holl-
ari uppeldisaðferðum. Einnig væri
ástæða til að hafa fullt eftirlit með því
að samgöngur yrðu ekki misnotaðar
af aðilum sem ekkert erindi ættu í
Breiðavík og gætu torveldað þann ár-
angur sem stefnt væri að.