blaðið - 25.05.2007, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007
blaðið
UTAN ÚR HEIMI
KANADA
Unglingur myrtur á skólalóð
Lögreglan í Toronto leitar nú manns sem skaut 15 ára
ungling til bana á skólalóð í Toronto I gær. Árásarmaðurinn
og drengurinn höfðu rifist heiftarlega áður en skotið reið
af. Byssuglæpum hefur fjölgað ört í Kanada undanfarið.
Framin hafa verið 26 morð á árinu, þar af 13 með byssum.
SRÍLANKA
Tamíl-tígrar felldu 35 hermenn
Uppreisnarmenn úr röðum Tamíl-tígra segjast hafa
fellt 35 hermenn úr stjórnarher Srí Lanka í árás á
flotahöfn hersins á Jaffna-skaga í norðurhluta lands-
ins. Talsmaður hersins staðfesti að árásin hefði átt sér
stað, en segir að innan við 10 hermenn hafi látist.
LÍBANON C;
Átök blossa upp á ný
Enn er barist í Nahr al-Bared-flóttamannabúðunum í
norðurhluta Libanons. Nokkuð margir uppreisnarmenn
úr Fatah al-lslam-samtökunum reyndu að flýja búðirnar
sjóleiðis, en líbanski stjórnarherinn leitaði þá uppi og
felldi alla meö tölu.
Skóverslun Kringlunni 8 -12 - S: 553 2888
... Þegar þú vilt þægindi
Vinsamlegast ath.
Lokað vegna flutnings
Opnum að Dvergshöfða 27
Lykillinn er að fjölga fagfólki
Leikskólabörn í Reykjavík
Mynd/Úmar Úskarsson
30. maí.
Sími 5682878 Gsm: 895 8144
________www.praxis.is
lotto.ls
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@bladid.net
Foreldrar reykvlskra barna fæddra
2005 hafa fengið bréf þess efnis að
ekki sé víst að þau fái öll leikskóla-
pláss takist ekki að manna leik-
skóla borgarinnar fyrir haustið.
Skammtímalausnin felst í að að-
stoða leikskólastjóra við ráðning-
arferlið en ekki að hækka laun
ófaglærðra, að sögn Þorbjargar
Helgu Vigfúsdóttur, formanns
leikskólaráðs.
„Það stendur ekki til að hækka
launin. Það er rúmt ár síðan það
var gert og það skilaði sér ekki.
Við þurfum að horfa á önnur mið
áður en því verður breytt. Skamm-
tímalausnin felst aðallega í aðstoð
við leikskólastjórana við ráðning-
arferlið. Það þarf að setja meiri
tíma og hugsun í ráðningar til að
starfsmannaveltan sé ekki svona
mikil. Leikskólastjórarnir hafa
nóg annað að gera,“ segir Þorbjörg
sem er á ferð um Danmörku og
Svíþjóð ásamt tveimur öðrum
stjórnmálamönnum og fjórum
embættismönnum til að kynna sér
leikskólastarfsemi þar.
Starfshópur, sem settur var á
laggirnar nú í vetur í þvi skyni
að leita leiða til að fjölga fagfólki
í leikskólum, lauk störfum í síð-
ustu viku. „Það voru tekin viðtöl
Námskeið
metin til
iaunahækkunar
■m mi 1 " EI|V Erlingsdóttir,
Y formaðurfræðsluráðs
|' , " Hafnarfjarðar
við mjög marga leikskólastjóra og
þeir bentu á margt sem þarf að
gera. Við erum að vinna úr því
núna fyrir haustið. Lykillinn er
að fjölga fagfólki en það er miklu
minni starfsmannavelta meðal
þess. Það þarf að bjóða þeim sem
ekki eru með menntun upp á alls
konar námsleiðir til að hljóta fag-
menntun. Við erum búin að kalla
alla til með stúdentspróf í leik-
skólum Reykjavíkur og hvetja þá
til að fara í nám og við mætum
þeim sem ætla að fara að læra með
styrkjum. Við munum jafnframt
kynna námið í framhaldsskólum,"
greinir Þorbjörg frá.
Samúel Órn Erlingsson, for-
maður leikskólanefndar Kópavogs-
bæjar, kveðst vongóður um að búið
verði að manna það sem þarf á
leikskólum bæjarins fyrir haustið.
„Við stefnum að því að öll börn
fædd 2005 fái pláss. Staðan núna
er mjög góð og ég sé ekki fram á að
við verðum i neinum vandræðum
en það geta alltaf skollið á óveður.“
Aðspurður hvort þá kæmi til
Launahækkun
skilaðisér ekki
Þorbjörg Helga Vigfús-
dóttir, formaður leik-
skólaráðs Reykjavíkur
Alltkemur
til greína
Samúel Örn Erlingsson,
formaður leikskóla-
nefndar Kópavogs
greina að hækka laun ófaglærðra
segir hann: „Allt kemur til greina
ef takast þarf á við slík vandamál."
Ellý Erlingsdóttir, formaður
fræðsluráðs Hafnarfjarðarbæjar,
segir að allt verði gert til að hægt
verði að halda þeim áfanga sem
náðist síðasta haust, það er að geta
boðið öllum börnum 19 mánaða
og eldri leikskólapláss. „Það hefur
gengið misjafnlega vel að manna
leikskólana og þá helst þessa nýj-
ustu en við höfum gripið til ým-
issa aðgerða. Við höfum boðið upp
á námskeið og um daginn var sam-
þykkt í fræðsluráði að bjóða ófag-
lærðum upp á námskeið sem verða
metin til sex launaflokka hækk-
unar. Það eru ýmis ráð í gangi.“
Ný skýrsla um hvalveiðar:
Gróðinn minni en tapið
Reikna má með að ef 200 erlendir
ferðamenn afbóka ferðir til Islands
vegi það á móti tekjum sem fást af
atvinnuveiðum á hval. Þetta kom
fram í máli Þorsteins Siglaugssonar
rekstrarhagfræðings er hann kynnti
skýrslu sem hann vann fyrir Náttúru-
verndarsamtök íslands og Interna-
tional Fund for Animal Welfare. Þor-
steinn ræddi við ýmsa forystumenn
í íslensku viðskipalífi og er niður-
staðan sem hann kynnir í skýrslunni
sú að mögulegur tekjumissir vegna
veiðanna sé of mikill til þess að fara
ætti út í þær.
Eins og reglum er háttað eru Nor-
egur og Japan einu markaðirnir
sem Islendingar gætu selt hval
til. Reynsla af markaðssetningu á
hvalkjöti í þessum löndum og á ís-
lenskum markaði sýnir að „markað-
urinn fyrir hvalkjöt [...] er lítill og
fer líklega minnkandi“. Samkvæmt
útreikningum hagfræðingsins leiðir
1 prósents fækkun ferðamanna frá
löndum þar sem mikil andstaða er
gegn hvalveiðum til meira þjóðhags-
legs taps en sem nemur gróða af sölu
á kjötinu.
Vísindaveiðar Islendinga virðast
ekki hafa haft mikil neikvæð efnahags-
leg áhrif samkvæmt skýrsluhöfundi,
en þó má finna vísbendingar um ein-
hver áhrif, sér í lagi í ferðaiðnaði.