blaðið - 25.05.2007, Qupperneq 16
HEYRST HEFUR
SAMKVÆMT nýrri Capacent
fjölmiðlakönnun standa öll blöðin
í stað miðað við meðallestur á tölu-
blað frá því i síðustu könnun nema
DV. Fréttablaðið er með 65,2%,
Mogginn er með 43% Blaðið með
38,2% og DV rekur lestina með
5.1% lestur...
capacent
BLOGGARINN...
Fullyrðingar
Heimis Más
ÞAÐ er misjafnt hvernig fólk tekur
tapi og sigri í íþróttum. Þegar
LA Lakers unnu NBA-deildina
fyrir nokkrum árum brutust út
óeirðir í borginni, sem er vel þekkt
fyrirbæri í kjölfar slíkra úrslita þar
vestra. Við tap Liverpool í Meistara-
deildinni á miðvikudag brugðust
nokkrir aðdáendur hér heima svo
illa við að kalla þurfti lögreglu til.
Einn þeirra gat ekki haldið áfram
akstri og stoppaði á miðri götu,
svo miður sín var hann. Því hlýtur
að vakna spurn-
ingin: Hvað ætli
hefði gerst ef
Liverpool hefði
unnið...?
BJÖRN Ingi Hrafnsson gagnrýnir
fyrirkomulag stjórnarflokkanna
um helmingaskipti á stól forseta
Alþingis. Hann segir réttilega þann
stól ekki heyra undir framkvæmd-
arvaldið, í það embætti sé kosið
af alþingismönnum. Einnig segir
hann að Samfyikingin í stjórnar-
andstöðu hefði nú sagt eitthvað
við þessu. Björn virðist þó gleyma
þvi að þetta er hefðin og vissulega
verður kosið um stólinn. En stjórn-
arflokkarnir eru jú
með ríflegan
meirihluta al-
þingismanna
á sínum
snærum í
þeim kosn-
ingum...
Tónleikar til heiðurs fallinni hetju:
MyinJ/GudtmmihuRúnar .
Franz Gunnarsson
Mun sjálfur leika á
gítar á tónleikunum
Jeff Buckleys minnst
Eftir Trausta Saivar Kristjánsson
traustis@bladid.net
Franz Gunnarsson stendur fyrir
minningartónleikum um Jeff
Buckley þann 29. maí næstkomandi
í Austurbæ. Buckley lést með vo-
veiflegum hætti árið 1997 er hann
drukknaði í Mississippi-ánni í
Bandaríkjunum. Franz stóð einnig
fyrir slíkum tónleikum fyrir fimm
árum, enda mikill aðdáandi tón-
listar Buckleys.
„Ég var að vinna í Skífunni árið
1994 og var að taka upp nýja send-
ingu af geisladiskum. Þeirra á
meðal var geislaplatan Grace, sem
ég setti umsvifalaust á fóninn. Og
það var eins og við manninn mælt,
ég lá alveg kylliflatur fyrir þessum
tónlistarmanni, varð andsetinn!
Ég dreifði diskum með honum um
allan bæ, gaf í partíum og öllum
áhugasömum til að breiða út boð-
skapinn,“ segir Franz sem er einnig
gítarleikari í hljómsveitinni Ensími.
Franz segir Buckley vera einn þeirra
tónlistarmanna er fyrst urðu að
stjörnum eftir andlát sitt.
„Það má segja að hann hafi fallið í
þá gryfju. Þegar hann gaf út Grace-
plötuna, sem er hans eina hljóðvers-
plata, hlaut hún mjög góða dóma
hjá gagnrýnendum. Hins vegar fékk
hún litla spilun á útvarpsstöðvum
og dræma sölu í búðum. 1 kjölfarið
fór hann í stóra hljómleikaferð um
allan heim og þá fóru risar í rokkinu
á borð við Robert Plant úr Led Zep-
pelin, Bono í U2 og Bob Dylan að
ausa hann lofi. Síðan féll hann frá og
þá má segja að fólk hafi tekið við sér,
en nú eru um þrjár milljónir eintaka
seldar af Grace-plötunni.“
Franz hitti móður Buckleys ytra
og fékk leyfi til tónleikahaldsins.
„Við vorum að spila á tónlistarhá-
tíð í Texas og móðir Buckleys var að
„Við vorum að spila á tón-
listartiátíð í Texas og móðir
Buckleys var að vinna þar
með samtökunum fíoad
fíecovery, sem eru eins-
konar AA-samtök fyrir tón-
listarmenn sem lenthafa
utan beinu brautarinnar.
Ég rabbaði við hana um þá
hugmynd mína að halda
minningartónleika um
son hennar og hún lagði
blessun sína yfir það.“
vinna þar með samtökunum Road
Recovery, sem eru einskonar AA-
samtök fyrir tónlistarmenn sem lent
hafa utan beinu brautarinnar. Ég
rabbaði við hana um þá hugmynd
mína að halda minningartónleika
um son hennar og hún lagði blessun
sína yfir það. Það er mikill hippa-fí-
lingur í henni og hún vill öllum vel.
Hún hafði áhuga á að koma sjálf til
Islands en var því miður önnum
kafin þar vestra enda stendur mikið
til þar í tilefni af því að tíu ár eru
liðin frá dauða Buckleys. Til stendur
að gefa út plötu og kvikmynd og því
nóg að gera hjá henni. Hún var bara
aðallega hissa á hversu langt norður
tónlist hans hefur náð! En fyrir
vikið eru þessir tónleikar alveg ekta,
við fáum að nota myndefni og slíkt
sem aldrei hefur áður sést og mikill
heiður að hafa fengið leyfi hennar.“
Franz hélt einnig minningartón-
leika um Buckley fyrir fimm árum.
„Þeir voru aðeins minni í sniðum.
Þeir voru haldnir í Þjóðleikshúskjall-
aranum en tókust mjög vel. Svo vel
að það er búið að þrýsta á mig að
halda slíka tónleika aftur, sem ég
varð auðvitað við. En þessir eru mun
stærri í sniðum og veglegri. Þeir eru
haldnir í Austurbæ og með 11 manna
hljómsveit auk söngvara og nokk-
urra gestasöngvara. Þá verða einnig
óvæntar uppákomur sem ég get
ekki greint frá að svo stöddu, enda
yrðu þær þá ekki óvæntar lengur!
Við erum með traustan bakhjarl,
Manzproduction, og er ætlunin að
standa fyrir nokkrum minni uppá-
komum næstu misserin, halda tón-
leika kennda við tímabil og tónlist-
arstefnur. Það er hins vegar óvist
hvort svona Buckley-tónleikar verða
haldnir aftur á mínum forsendum.
Þetta er heilmikil vinná sem ég veit
ekki hvort ég treysti mér í nema á 5-
10 ára fresti að minnsta kosti!“ segir
Franz að lokum.
Hægt er að nálgast upplýsingar
um viðburðinn á slóðinni: myspace.
com/manzproduction.
„Heimir Már Pétursson, fyrrum vara-
formannsframbjóðandi Samfylking-
arinnar og fréttamaður, stóð vaktina
á fundi flokks síns á Hótel Sögu í
gærkvöldi. Eftir að hafa fengið að
vita nýjustu ráðherraskipan flokksins
fullyrti Heimir Már að nú væri það
venjan að flokkar sem gengju til
samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn
minnkuðu í kjölfarið. f framhaldi af
þvíspurði hann formann sinn hvort
hún hefði engar áhyggjur af þessu.
Mér þætti gaman að sjá hvaða tölur
Heimir Már hefuryfir þetta. Er hægt
að fullyrða svona án þess að bakka
það upp frekar? Er hægt að halda
þessu fram sem kenningu? I kjöl-
farið mun Heimir Már liklega skoða
hvað varð til þess að
Framsókn kom líka
illa út úr borgar-
stjórnarkosningum
í fyrra - eftir 72 ára
samstarf við flokka
á borð við Sam-
■g fylkinguna
Gísli Freyr Valdórsson
gislifreyr.blog.is
Valgerður til vara
„Það ereðlilegt að Valgerður Sverris-
dóttir sé hvött til þess að gefa kost á
sér til varaformennsku í Framsóknar-
flokknum.f...] Hitt er hins vegar Ijóst,
að Valgerður væri aðeins biðleikur
i stöðunni á meðan verið væri að
leita að framtíðarforystufólki, það
er Guðni sömuleiðis. Það þaii því
ekki að undra að Björn Ingi hvetji Val-
gerði til að taka að sér
emþættið, enda
honum varla íhag
«5 að „framtíðarmaöur
, j setjist i embættið að
W svostöddu."
G. Tómas Gunnarsson
49beaverbrook.blog.is
Lalli lánsami
„Eftir síðustu helgi hætti Öryggismið-
stöð Islands að birta auglýsingar þar
sem ólánsmaðurinn Lalli Johns var
látinn segja frá innbrotum. Burtséð
frá þvíað Lalli hefur vafalaust verið
glaður að fá þessa aura sem honum
voru réttir fyrirað taka þátt íþessum
auglýsingum, þá fannst mér áróður-
inn gegn auglýsingunni óþarfa við-
kvæmni. Þá hefur birting
þessara auglýsinga
vafalítið kitlað
hégómagirnd
hans auk þess
að bjarga honum
É um smávegis
skotsilfur."
m
Anna Kristjánsdóttir
velstyran.blog.is
16
FÖSTUDAGUR 25. MAI 2007
folk@bladid.net
HVAÐ Muntu sækjast eftir rjúpnaklónni
FUVJNST á kippuna að Arnarhvoli?
[J L-I IJ f „Ég mun sveima eins og fálki yfir þeim ráðherra sem hana geymir nú þangað
JL 1—1IV • til hún afhendist sínum fyrri eiganda."
blaöiö
Össur Skarphéðinsson,
iðnaðarráðherra
I gær tóku nýir ráðherrar við lyklavöldum að ráöuneytum
sínum. Þeina á meðal var Þómnn Sveinbjamardóttir
umhverfisráðherra, en á lyklakippu forvera hennar, Jón-
inu Bjartmarz, var forláta rjúpnakló sem komist hafði á
kippuna í ráðhenatíð Össurar Skarphéðinssonar.
Su doku
6 5 9 2 4
7 2 1 8 3
1 5 2 7
2 4 6
9 1
8 7
4 1 3 2
3 6
1 7 6 3 8
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1 -9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Maginn minn á mjög erfitt með að
venjast góða matnum hérna.